Meðfylgjandi myndir voru teknar á frumsýningu nýrrar þáttaraðar af Hæ Gosa sem sýnd er á Skjá einum í Nýja Bíói á Akureyri en þangað mættu allar helstu stjörnur þáttanna auk velunnara norðan heiða.
Í bíóinu var fyrsti þátturinn forsýndur við mikinn fögnuð viðstaddra. Síðan var haldið á Strikið í forsýningarpartý. Eins og myndirnar bera með sér var mikið um dýrðir. Þættirnir hefjast á Skjá einum 31. janúar næstkomandi.