Sport

Halldór: Meiðsli hluti af íþróttinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Halldór Helgason í hálskraga á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum.
Halldór Helgason í hálskraga á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Mynd/Facebook-síða Halldórs
Halldór Helgason snjóbrettakappi segist ekki ætla að slá slöku við þrátt fyrir að hafa fengið þungt höfuðhögg í keppni á X Games-leikunum um helgina.

Halldór missti meðvitund og fékk heilahristing þegar hann reyndi erfitt stökk í Big Air-keppninni, þeirri sömu og hann vann gullverðlaun í árið 2010.

„Þetta er bara partur af þessu. Þegar maður er alltaf að reyna nýja hluti kemur að því að maður slasast. Þetta er það sem ég hef lifað fyrir síðan ég var níu ára. Ég mun alltaf halda áfram að taka áhættu, þó það endi með því að ég annað hvort drepi mig eða verði fyrir heilaskaða," sagði Halldór í samtali við Rúv.

„Ég rotaðist í smá tíma," sagði hann um stökkið um helgina. „Fyrst eftir að ég komst til meðvitundar mundi ég ekki eftir fallinu en nú man ég eftir öllu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×