Viðskipti erlent

Launalækkanir hjá starfsmönnum Deutsche Bank

Starfsmenn fjárfestingadeildar Deutsche Bank horfa fram á miklar launalækkanir í þessum mánuði.

Launalækkanir þessar eru í formi mun minni bónusgreiðslan en áður hafa þekkst. Yfirstjórn Deutsche Bank er að íhuga að minnka bónusgreiðslurnar um 20% að jafnaði miðað við fyrra ár.

Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni sem hefur hana eftir fjórum ólíkum en ónafngreindum heimildum.

Talsmaður Deutsche Bank vill ekki tjá sig um málið en ef fréttin stenst mun bankinn skera sínar bónusgreiðslur mun meira niður en bankar í New York hafa gert að undanförnu svo dæmi séu tekin.

Tilkynnt verður um endanlega ákvörðun yfirstjórnar bankans í lok þessa mánaðar þegar uppgjör hans fyrir árið í fyrra verður birt. Philipp Haessler greinandi hjá Equinet segir að tekjur bankans hafi dregist saman á síðasta ári og því sé skynsamlegt að bónusgreiðslurnar geri það einnig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×