Mikil eftirspurn var eftir spænskum ríkisskuldabréfum til skemmri tíma í morgun og vextir á þeim lækkuðu verulega.
Vegna eftirspurnarinnar var ákveðið að selja fyrir hærri upphæð en gert var ráð fyrir. Áætlanir stjórnvalda hljóðuðu upp á 5,5 milljarða evra en bréf fyrir 5,75 milljarða voru seld.
Meirihluti bréfanna, eða 3,25 milljarðar evra voru til eins árs og voru vextirnir á þeim tæplega 1,5%. Til samanburðar voru vextir á sambærilegum bréfum í útboði fyrir mánuði síðan tæplega 2,6%.
Vextir á bréfum til 1,5 árs voru tæplega 1,7% en voru fyrir mánuði síðan tæplega 2,8% en alls seldist fyrir rúmlega 2,5 milljarða evra af þeim.
Vextir á spænskum skuldabréfum lækka verulega
