Forstjóri Rio Tinto hættir Magnús Halldórsson skrifar 17. janúar 2013 08:37 Tom Albanese, forstjóri Rio Tinto, sést hér veita íslenskum blaðamönnum viðtal er hann kom hingað til lands í desember 2010. Forstjóri Rio Tinto, á heimsvísu, Tom Albanese, hefur sagt upp störfum, en ástæðan er sögð vera gríðarlega mikið tap á fjárfestingum Rio Tinto í kola- og áliðnaði í Mósambik, ásamt tapi af yfirtöku á Alcan. Rio Tinto rekur m.a. álverið í Straumsvík undir merkjum Rio Tinto Alcan. Fyrrnefnt tap er sagt vera um 14 milljarðar Bandaríkjadala, eða sem nemur ríflega 1.820 milljörðum króna, og verður fjárhæðin afskrifuð úr reikningum félagsins. Tapið er einnig rakið til yfirtökunnar á Alcan árið 2007, en hún kostaði fyrirtækið 38 milljarða dala, eða sem nemur tæplega 5.000 milljörðum króna, og hefur það reynst vera alltof hátt verð. Á síðasta ári afskrifaði félagið 8,9 milljarða dala vegna fjárfestinga í áliðnaði, eða sem nemur ríflega 1.100 milljörðum króna. Frá þessu greindi Reuters-fréttaveitan í morgun. Eftirmaður Albanese verður Sam Walsh, sem stýrt hefur járngrýtisvinnslu Rio Tinto um árabil, en samstarfsmaður Albanese, Doug Ritchie, sem stýrði fjárfestingum Rio Tinto í Mósambik, hefur einnig hætt störfum fyrir Rio Tinto. Tom Albanese hefur m.a. komið hingað til lands, og veitt viðtöl, er hann var að heimsækja starfsemi Rio Tinto í Straumsvík. Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Forstjóri Rio Tinto, á heimsvísu, Tom Albanese, hefur sagt upp störfum, en ástæðan er sögð vera gríðarlega mikið tap á fjárfestingum Rio Tinto í kola- og áliðnaði í Mósambik, ásamt tapi af yfirtöku á Alcan. Rio Tinto rekur m.a. álverið í Straumsvík undir merkjum Rio Tinto Alcan. Fyrrnefnt tap er sagt vera um 14 milljarðar Bandaríkjadala, eða sem nemur ríflega 1.820 milljörðum króna, og verður fjárhæðin afskrifuð úr reikningum félagsins. Tapið er einnig rakið til yfirtökunnar á Alcan árið 2007, en hún kostaði fyrirtækið 38 milljarða dala, eða sem nemur tæplega 5.000 milljörðum króna, og hefur það reynst vera alltof hátt verð. Á síðasta ári afskrifaði félagið 8,9 milljarða dala vegna fjárfestinga í áliðnaði, eða sem nemur ríflega 1.100 milljörðum króna. Frá þessu greindi Reuters-fréttaveitan í morgun. Eftirmaður Albanese verður Sam Walsh, sem stýrt hefur járngrýtisvinnslu Rio Tinto um árabil, en samstarfsmaður Albanese, Doug Ritchie, sem stýrði fjárfestingum Rio Tinto í Mósambik, hefur einnig hætt störfum fyrir Rio Tinto. Tom Albanese hefur m.a. komið hingað til lands, og veitt viðtöl, er hann var að heimsækja starfsemi Rio Tinto í Straumsvík.
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira