Alþjóða Ólympiunefndin hefur staðfest að hjólreiðakappinn Lance Armstrong þurfi að skila bronsverðlaunum sem hann vann á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000.
Armstrong er þegar búinn að missa titlana sjö í Tour de France.
"Við höfum skrifað Armstrong bréf og beðið hann um að skila medalíunni," sagði talsmaður Ólympíunefndarinnar.
Armstrong mun viðurkenna ólöglega lyfjanotkun í fyrsta skipti á morgun. Þá birtist viðtal sem Oprah Winfrey tók við hann.
Armstrong þarf að skila Ólympíuverðlaununum sínum

Mest lesið

Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti




„Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“
Enski boltinn





Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn