Sport

Hryssa valin Íþróttakona ársins í Ástralíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Black Caviar með knapa sínum Peter Moody.
Black Caviar með knapa sínum Peter Moody. Mynd/Nordic Photos/Getty
Blaðamenn Sydney Daily Telegraph fór afar óvenjulega leið þegar þeir völdu bestu Íþróttakonu ársins 2012 í Ástralíu og það þrátt fyrir að tvær þeirra, grindarhlauparinn Sally Pearson og hjólakonan Anne Meares hafi unnið Ólympíugull í London.

Hryssan Black Caviar var nefnilega valin Íþróttakona ársins í Ástralíu hjá Sydney Daily Telegraph en þar á ferðinni hreinræktaður úrvalshestur sem er af mörgum talinn einn allra besti veðhlaupahestur heims í dag.

Black Caviar vann allar 22 kappreiðar sínar á árinu 2012 en þessi fimm vetra hryssa er þegar komin í hóp frægustu veðhlaupahesta Ástrala frá upphafi. Þrátt fyrir þetta vakti ákvörðun blaðamannanna mikil og sterk viðbrögð og margir voru mjög ósáttir.

Eftir standa Sally Pearson og Anne Meares. Sally Pearson vann 100 metra grindarhlaup á Ólympíuleikunum í London en Anne Meares vann kapphjólareiðar innanhúss auk þess að vinna brons með landssveit Ástrala í hjólreiðum.

Krikketmaðurinn Michael Clarke var við sama tilfelli valinn Íþróttamaður ársins í Ástralíu en hann náði sögulegum árangri með frábærri frammistöðu á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×