Warren Buffett einn af auðugustu mönnum heimsins hefur ákveðið að byggja stærsta sólarsellugarð heimsins.
Garðurinn verður byggður í Antelope dalnum í Kaiforníu og mun kosta yfir 2 milljarða dollara eða hátt í 300 milljarða króna. Þegar garðurinn kemst í gagnið árið 2015 mun hann framleiða 549 megavött af rafmagni, eða sem nemur tvöfaldri Búrfellsvirkjun.
Þetta er þriðja fjárfesting Buffett í sólarorku á innan við ári.
