Vinnur Halldór til verðlauna á Vetrarólympíuleikunum 2014? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2013 14:46 Halldór Helgason sýnir hér tilþrif á snjóbrettinu sínu. Halldór Helgason, snjóbrettakappi frá Akureyri, ætlar að reyna að tryggja sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi sem fara fram árið 2014. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í morgun. Á leikunum í Sochi verður í fyrsta sinn keppt í grein sem nefnist "slopestyle" og mun Halldór ætla sér að reyna að komast inn á keppendalistann í henni. Halldór þykir líklegur til afreka í "slopestyle" þar sem snjóbrettamenn þurfa að leysa hinar ýmsu þrautir á leið sinni niður brekkuna og þrír dómarar meta frammistöðuna. Halldór gæti hugsanlega blandað sér í baráttuna um verðlaun í þessari grein en Íslendingur hefur aldrei unnið verðlaun á Vetrarólympíuleikunum. Halldór Helgason hefur vakið mikla athygli fyrir hæfni sína á snjóbretti á stórmótum út um allan heim. Hann hefur tekið þátt í "Slopestyle" og í stökki af risapalli á X-leikunum í Bandaríkjunum síðustu þrjú ár. Almennt er litið á X-leikana sem sterkustu snjóbrettakeppni heims, jafnvel enn sterkari en sjálfa Ólympíuleikana. Halldór varð frægur á einni nóttu eftir að hafa tryggt sér gullverðlaun í stökki af risapalli á X-leikunum árið 2010, en komst ekki í úrslit 2011 og 2012. Þá lenti hann í 8. og 7. sæti í "Slopestyle" árin 2010 og 2011 en komst ekki í úrslit í fyrra. Hann er aftur skráður til leiks í báðum flokkum á X-leikunum þetta árið en þeir fara fram í Aspen í Bandaríkjunum í lok janúar. Halldór þarf síðan að keppa á mótum á vegum Alþjóða skíðasambandsins til þess að safna þeim fjölda FIS-stiga sem skila honum þátttökurétt á Ólympíuleikunum en þar þurfa snjóbrettamenn að keppa á minnsta kosti fjórum mótum. Halldór keppir væntanlega á sínu fyrsta FIS-móti í Bandaríkjunum um aðra helgi. Hér fyrir neðan er hægt að sjá sigurstökk Halldórs á X-leikunum árið 2010. Íþróttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Sjá meira
Halldór Helgason, snjóbrettakappi frá Akureyri, ætlar að reyna að tryggja sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi sem fara fram árið 2014. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í morgun. Á leikunum í Sochi verður í fyrsta sinn keppt í grein sem nefnist "slopestyle" og mun Halldór ætla sér að reyna að komast inn á keppendalistann í henni. Halldór þykir líklegur til afreka í "slopestyle" þar sem snjóbrettamenn þurfa að leysa hinar ýmsu þrautir á leið sinni niður brekkuna og þrír dómarar meta frammistöðuna. Halldór gæti hugsanlega blandað sér í baráttuna um verðlaun í þessari grein en Íslendingur hefur aldrei unnið verðlaun á Vetrarólympíuleikunum. Halldór Helgason hefur vakið mikla athygli fyrir hæfni sína á snjóbretti á stórmótum út um allan heim. Hann hefur tekið þátt í "Slopestyle" og í stökki af risapalli á X-leikunum í Bandaríkjunum síðustu þrjú ár. Almennt er litið á X-leikana sem sterkustu snjóbrettakeppni heims, jafnvel enn sterkari en sjálfa Ólympíuleikana. Halldór varð frægur á einni nóttu eftir að hafa tryggt sér gullverðlaun í stökki af risapalli á X-leikunum árið 2010, en komst ekki í úrslit 2011 og 2012. Þá lenti hann í 8. og 7. sæti í "Slopestyle" árin 2010 og 2011 en komst ekki í úrslit í fyrra. Hann er aftur skráður til leiks í báðum flokkum á X-leikunum þetta árið en þeir fara fram í Aspen í Bandaríkjunum í lok janúar. Halldór þarf síðan að keppa á mótum á vegum Alþjóða skíðasambandsins til þess að safna þeim fjölda FIS-stiga sem skila honum þátttökurétt á Ólympíuleikunum en þar þurfa snjóbrettamenn að keppa á minnsta kosti fjórum mótum. Halldór keppir væntanlega á sínu fyrsta FIS-móti í Bandaríkjunum um aðra helgi. Hér fyrir neðan er hægt að sjá sigurstökk Halldórs á X-leikunum árið 2010.
Íþróttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Sjá meira