NFL: Green Bay Packers og Houston Texans komin áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2013 11:30 Mynd/AP Green Bay Packers og Houston Texans eru komin áfram í aðra umferð úrslitakeppni ameríska fótboltans eftir góða heimasigra í nótt en þessir leikir voru hluti af svokallaðari "Wild-card"-helgi. Hinir tveir leikir helgarinnar fara síðan fram í kvöld.Houston Texans fagnaði fyrsta sigri úrslitakeppninnar í ár þegar liðið vann 19-13 heimasigur á Cincinnati Bengals en þetta var annað árið í röð sem Houston slær Cincinnati út úr úrslitakeppninni á þessum tímapunkti. Houston byrjaði tímabilið frábærlega en gaf eftir í lok deildarkeppninnar. Liðið náði þó að rífa sig upp í gær og vann nokkuð sannfærandi sigur þótt að hann hafi aldrei verið öruggur því liðinu gekk illa að skora snertimörk. Arian Foster var besti maður liðsins en hann hljóp 140 jarda með boltann og skoraði eina snertimark liðsins. Houston Texans mætir New England Patriots í næstu umferð um næstu helgi en Patriots vann deildarleik liðanna 42-14 fyrr í vetur.Green Bay Packers átti ekki í miklum vandræðum með að vinna 24-10 heimasigur á Minnesota Vikings í kuldanum í Wisconsin en Minnesota vann einmitt deildarleik liðanna um síðustu helgi sem fór reyndar fram á heimavelli Vikings. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, setti nýtt NFL-met með því að senda á tíu mismunandi leikmenn Packers-liðsins en John Kuhn (2) og DuJuan Harris skoruðu snertimörk liðsins í leiknum. Green Bay Packers vörninni tókst líka að halda hlauparanum Adrian Peterson undir 100 jördum (99) en þar á ferðinni magnaður leikmaður sem heldur uppi sóknarleik Minnesota-liðsins. Minnesota-liðið varð einnig fyrir áfalli skömmu fyrir leikinn þegar í ljós koma að aðalleikstjórnandi liðsins, Christian Ponder, gat ekki spilað vegna meiðsla. Green Bay Packers mætir San Francisco 49ers á útivelli í næstu umferð um næstu helgi en San Francisco vann deildarleik liðanna 30-22 sem fram fór í 1. umferðinni í haust. NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira
Green Bay Packers og Houston Texans eru komin áfram í aðra umferð úrslitakeppni ameríska fótboltans eftir góða heimasigra í nótt en þessir leikir voru hluti af svokallaðari "Wild-card"-helgi. Hinir tveir leikir helgarinnar fara síðan fram í kvöld.Houston Texans fagnaði fyrsta sigri úrslitakeppninnar í ár þegar liðið vann 19-13 heimasigur á Cincinnati Bengals en þetta var annað árið í röð sem Houston slær Cincinnati út úr úrslitakeppninni á þessum tímapunkti. Houston byrjaði tímabilið frábærlega en gaf eftir í lok deildarkeppninnar. Liðið náði þó að rífa sig upp í gær og vann nokkuð sannfærandi sigur þótt að hann hafi aldrei verið öruggur því liðinu gekk illa að skora snertimörk. Arian Foster var besti maður liðsins en hann hljóp 140 jarda með boltann og skoraði eina snertimark liðsins. Houston Texans mætir New England Patriots í næstu umferð um næstu helgi en Patriots vann deildarleik liðanna 42-14 fyrr í vetur.Green Bay Packers átti ekki í miklum vandræðum með að vinna 24-10 heimasigur á Minnesota Vikings í kuldanum í Wisconsin en Minnesota vann einmitt deildarleik liðanna um síðustu helgi sem fór reyndar fram á heimavelli Vikings. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, setti nýtt NFL-met með því að senda á tíu mismunandi leikmenn Packers-liðsins en John Kuhn (2) og DuJuan Harris skoruðu snertimörk liðsins í leiknum. Green Bay Packers vörninni tókst líka að halda hlauparanum Adrian Peterson undir 100 jördum (99) en þar á ferðinni magnaður leikmaður sem heldur uppi sóknarleik Minnesota-liðsins. Minnesota-liðið varð einnig fyrir áfalli skömmu fyrir leikinn þegar í ljós koma að aðalleikstjórnandi liðsins, Christian Ponder, gat ekki spilað vegna meiðsla. Green Bay Packers mætir San Francisco 49ers á útivelli í næstu umferð um næstu helgi en San Francisco vann deildarleik liðanna 30-22 sem fram fór í 1. umferðinni í haust.
NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira