Myndirnar af stúlkunum þar sem þær eru náttúrulegar eru teknar af þeim á módelskrifstofu. Hvað finnst þér?
Í kjölfar pistils sem Helga María Helgadóttir 14 ára skrifaði um hennar upplifun á útlitsdýrkun sem lesa má hér langar okkur að leyfa ykkur að sjá hvernig ungar fyrirsætur úti í hinum stóra heimi líta út í raunveruleikanum. Eins og sjá má á myndunum er sjokkerandi að sjá breytinguna sem gerð hefur verið á glæsilegum stúlkunum. "Ókei shit ég get þetta ekki lengur. Ég er komin með alveg mikið meira en upp í kok af þessu samfélagi, þessum heimi sem við lifum í og þessum óraunhæfu staðalímyndum sem við eigum að líkjast!" svona byrjaði pistill Helgu en hún fékk óteljandi símtöl og bréf eftir að pistill hennar birtist á internetinu frá ungum íslenskum stúlkum sem líður nákvæmlega eins og Helgu.