Krugman segir óhætt fyrir Obama að slá billjón dollara mynt 8. janúar 2013 06:13 Hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugmann er kominn á þá skoðun að Barack Obama Bandaríkjaforseti geti nýtt sér smugu í bandarísku stjórnarskránni og látið slá fyrir sig billjón dollara eða 1.000 milljarða dollara mynt úr platínu. Það hefur verið stigvaxandi umræða meðal fræðimanna í Bandaríkjunum um þessa smugu sem Obama gæti nýtt sér ef Repúblikanar reyna að taka fyrirsjáanlega hækkun á 16.000 milljarða dollara skuldaþaki Bandaríkjanna eftir tæpa tvo mánuði í gíslingu eins og gerðist 2011. Þá var billjón dollara myntin fyrst kynnt til sögunnar. Bandaríska stjórnarskráin kveður á um að forseti landsins geti ekki látið prenta seðla á eigin vegum né slegið myntir í gulli, silfri eða kopar. Það var lagaprófessorinn Jack Balkin við Yale háskólann sem fann áður nær óþekkta smugu í stjórnarskránni en hún fellst í viðbótarákvæði um að forsetinn geti látið slá myntir í platínu. Sennilega var ákvæðið hugsað til sláttar á heiðurspeningum. Obama gæti látið slá þessa mynt og sett hana síðan á inn á reikning ríkissjóðs í Seðlabankanum. Þar með væri skuldaþakið sem vandamál fyrir hann úr sögunni. Paul Krugman segir að þessi lausn fyrir Obama muni ekki hafa neikvæð áhrif á bandaríska hagkerfið né hækka vexti á bandarískum skuldabréfum. Repúblikanar taka þennan möguleika Obama alvarlega og vinna þingmenn þeirra í fulltrúadeildinni nú að frumvarpi sem myndi banna forsetanum að fara þessa leið til að leysa vandann við skuldaþakið. Mest lesið Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Viðskipti innlent Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugmann er kominn á þá skoðun að Barack Obama Bandaríkjaforseti geti nýtt sér smugu í bandarísku stjórnarskránni og látið slá fyrir sig billjón dollara eða 1.000 milljarða dollara mynt úr platínu. Það hefur verið stigvaxandi umræða meðal fræðimanna í Bandaríkjunum um þessa smugu sem Obama gæti nýtt sér ef Repúblikanar reyna að taka fyrirsjáanlega hækkun á 16.000 milljarða dollara skuldaþaki Bandaríkjanna eftir tæpa tvo mánuði í gíslingu eins og gerðist 2011. Þá var billjón dollara myntin fyrst kynnt til sögunnar. Bandaríska stjórnarskráin kveður á um að forseti landsins geti ekki látið prenta seðla á eigin vegum né slegið myntir í gulli, silfri eða kopar. Það var lagaprófessorinn Jack Balkin við Yale háskólann sem fann áður nær óþekkta smugu í stjórnarskránni en hún fellst í viðbótarákvæði um að forsetinn geti látið slá myntir í platínu. Sennilega var ákvæðið hugsað til sláttar á heiðurspeningum. Obama gæti látið slá þessa mynt og sett hana síðan á inn á reikning ríkissjóðs í Seðlabankanum. Þar með væri skuldaþakið sem vandamál fyrir hann úr sögunni. Paul Krugman segir að þessi lausn fyrir Obama muni ekki hafa neikvæð áhrif á bandaríska hagkerfið né hækka vexti á bandarískum skuldabréfum. Repúblikanar taka þennan möguleika Obama alvarlega og vinna þingmenn þeirra í fulltrúadeildinni nú að frumvarpi sem myndi banna forsetanum að fara þessa leið til að leysa vandann við skuldaþakið.
Mest lesið Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Viðskipti innlent Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira