Forsvarsmenn Samsung gera ráð fyrir að hagnaður fyrirtækisins á síðasta fjórðungi ársins í fyrra verði 8,3 milljarðar dala, eða sem nemur tælega ellefu hundruð milljörðum króna. Það er methagnaður fyrir einn fjórðung hjá fyrirtækinu, og um 90 prósent meiri hagnaður en fyrirtækið sýndi á sama tíma í fyrra.
Þetta verður þá fimmti ársfjórðungur Samsung í röð þar sem fyrirtækið sýnir methagnað, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins BBC.
Í rekstri Samsung munar mestu um gríðarlega mikla og hraða sölu á snjallsímum fyrirtækisins á öllum helstu mörkuðum, en svo virðist sem símar frá fyrirtækinu hafi ratað í ófáa jólapakka í fyrra. Sé mið tekið af mikilli hagnaðaraukningu milli ára.
Stefnir í methagnað hjá Samsung enn einu sinni
