Saab fær aukið fjármagn 9. janúar 2013 09:00 Fyrsti rafmagnsbíll Saab verður 9-3, óbreyttur í útliti frá fyrri gerð Samningurinn eykur líkurnar á að Saab merkið lifi af. Hinir núverandi kínversku eigendur Saab hafa gert fjárfestingarsamning við borgina Qingdao. Fjárfestingasjóður í Qingdao borg greiðir með honum 40 milljarða króna, eignast 22% í Saab og byggð verður Saab verksmiðja í borginni. Áform eigenda Saab eru að búa til rafmagnsbíla úr núverandi 9-3 bíl Saab og breyta honum ekki í útliti í fyrstu. Koma fyrstu bílarnir á markað eftir um eitt ár. Qingdao telur að mikill markaður verði fyrir rafmagnsbíla í Kína í nánustu framtíð og stjórnvöld þar greiða götu þess með öllum ráðum og verja til þess miklu fjármagni. Núverandi eigandi Saab er National Electric Vehicle Sweden en stofnandi þess og stærsti eigandi er kínversk-sænskur auðmaður að nafni Kai Johan Jiang. Þetta samkomulag sem tryggir Saab umtalsvert meira fjármagn eykur líkurnar á því að merkið muni lifa og að brátt fari að sjást aftur Saab bílar á götunum. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent
Samningurinn eykur líkurnar á að Saab merkið lifi af. Hinir núverandi kínversku eigendur Saab hafa gert fjárfestingarsamning við borgina Qingdao. Fjárfestingasjóður í Qingdao borg greiðir með honum 40 milljarða króna, eignast 22% í Saab og byggð verður Saab verksmiðja í borginni. Áform eigenda Saab eru að búa til rafmagnsbíla úr núverandi 9-3 bíl Saab og breyta honum ekki í útliti í fyrstu. Koma fyrstu bílarnir á markað eftir um eitt ár. Qingdao telur að mikill markaður verði fyrir rafmagnsbíla í Kína í nánustu framtíð og stjórnvöld þar greiða götu þess með öllum ráðum og verja til þess miklu fjármagni. Núverandi eigandi Saab er National Electric Vehicle Sweden en stofnandi þess og stærsti eigandi er kínversk-sænskur auðmaður að nafni Kai Johan Jiang. Þetta samkomulag sem tryggir Saab umtalsvert meira fjármagn eykur líkurnar á því að merkið muni lifa og að brátt fari að sjást aftur Saab bílar á götunum.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent