Phelps valinn sá besti í ár Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. desember 2012 07:30 engum líkur Michael Phelps skrifaði íþróttasöguna á árinu sem nú er að líða. Hans afrek verða seint leikin eftir enda einstök.nordicphotos/getty AP-fréttastofan hefur valið sundkappann Michael Phelps íþróttamann ársins. Þetta er í annað sinn sem Phelps fær þessi eftirsóttu verðlaun. LeBron James varð annar. Phelps reynir fyrir sér í golfi þessa dagana. AP-fréttastofan er byrjuð að verðlauna bestu íþróttamenn og þjálfara ársins. Útnefningar fréttastofunnar eru virtar enda stendur valinkunnt fólk á bak við kosningarnar. Sundkappinn Michael Phelps hefur verið útnefndur íþróttamaður ársins árið 2012 hjá AP en hann lagði sundskýluna á hilluna eftir ÓL í London í sumar. Hann steig upp úr lauginni sem fræknasti íþróttamaður í sögu Ólympíuleikanna. „Það er eiginlega bilað að hugsa um allt sem ég hef afrekað og gengið í gegnum. Ég hef haft síðustu mánuði til þess að setjast niður og átta mig á þessu öllu. Ég verð hreinlega fyrir áfalli stundum," sagði Bandaríkjamaðurinn ótrúlegi sem vann fjögur gull og tvö silfur á ÓL í London. Phelps hlaut nú þessi verðlaun í annað sinn en hann fékk aðeins fleiri atkvæði en körfuboltamaðurinn LeBron James. Spretthlauparinn Usain Bolt varð síðan í þriðja sæti. Þetta er mikill heiður fyrir Phelps því aðeins Carl Lewis, Tiger Woods, Lance Armstrong og Michael Jordan hafa hlotið þessi verðlaun oftar en einu sinni. „Þetta er auðvitað mikið afrek því það er til svo ótrúlegt íþróttafólk úti um allan heim. Að fá svona verðlaun toppar algjörlega ferilinn hjá mér." Phelps er aðeins 27 ára gamall og enginn hefur unnið fleiri gullverðlaun en hann í sögu Ólympíuleikanna eins og áður segir. Phelps á 18 gullverðlaunapeninga og 22 verðlaun frá ÓL í heild sinni. Hvoru tveggja met sem líklega verða seint slegin enda enginn íþróttamaður nálægt þessu meti hans. „Þetta er nákvæmlega það sem ég vildi afreka á mínum ferli. Ég get alltaf verið stoltur af þessum árangri." Phelps er gríðarlega hæfileikaríkur íþróttamaður og hann hefur nú ákveðið að helga sig golfíþróttinni. Hann er að vinna með einum þekktasta þjálfara heims, Hank Haney, og er samstarf þeirra tekið upp og verða gerðir þættir um þá félaga á Golf Channel. Phelps var einmitt á leiðinni út á golfvöll með Haney þegar hringt var í hann og honum tilkynnt um verðlaunin frá AP. Afrek hans í sundlauginni gerðu heilmikið fyrir sundíþróttina. Sprengja varð í þátttöku barna, auglýsendur tóku við sér sem aldrei fyrr og áhorf á sundkeppnir jókst upp úr öllu valdi þegar hann var í lauginni. Phelps vann AP-verðlaunin síðast árið 2008 er hann vann átta gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking. Þá sló hann met Mark Spitz yfir flest gullverðlaun á einum leikum. Við tóku erfiðir tímar hjá sundkappanum. Eftir áralanga þjálfun ákvað hann að prófa að lifa lífinu. Ímynd hans varð þá fyrir miklum skaða þegar náðist mynd af honum reykja kannabis í teiti. Hann var lengi að koma sér í gang og æfa eins og maður fyrir leikana í London. Löngunin í að verða einn besti íþróttamaður allra tíma varð yfirsterkari og hann fór til London og náði þeim árangri sem hann alltaf ætlaði sér. Erlendar Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
AP-fréttastofan hefur valið sundkappann Michael Phelps íþróttamann ársins. Þetta er í annað sinn sem Phelps fær þessi eftirsóttu verðlaun. LeBron James varð annar. Phelps reynir fyrir sér í golfi þessa dagana. AP-fréttastofan er byrjuð að verðlauna bestu íþróttamenn og þjálfara ársins. Útnefningar fréttastofunnar eru virtar enda stendur valinkunnt fólk á bak við kosningarnar. Sundkappinn Michael Phelps hefur verið útnefndur íþróttamaður ársins árið 2012 hjá AP en hann lagði sundskýluna á hilluna eftir ÓL í London í sumar. Hann steig upp úr lauginni sem fræknasti íþróttamaður í sögu Ólympíuleikanna. „Það er eiginlega bilað að hugsa um allt sem ég hef afrekað og gengið í gegnum. Ég hef haft síðustu mánuði til þess að setjast niður og átta mig á þessu öllu. Ég verð hreinlega fyrir áfalli stundum," sagði Bandaríkjamaðurinn ótrúlegi sem vann fjögur gull og tvö silfur á ÓL í London. Phelps hlaut nú þessi verðlaun í annað sinn en hann fékk aðeins fleiri atkvæði en körfuboltamaðurinn LeBron James. Spretthlauparinn Usain Bolt varð síðan í þriðja sæti. Þetta er mikill heiður fyrir Phelps því aðeins Carl Lewis, Tiger Woods, Lance Armstrong og Michael Jordan hafa hlotið þessi verðlaun oftar en einu sinni. „Þetta er auðvitað mikið afrek því það er til svo ótrúlegt íþróttafólk úti um allan heim. Að fá svona verðlaun toppar algjörlega ferilinn hjá mér." Phelps er aðeins 27 ára gamall og enginn hefur unnið fleiri gullverðlaun en hann í sögu Ólympíuleikanna eins og áður segir. Phelps á 18 gullverðlaunapeninga og 22 verðlaun frá ÓL í heild sinni. Hvoru tveggja met sem líklega verða seint slegin enda enginn íþróttamaður nálægt þessu meti hans. „Þetta er nákvæmlega það sem ég vildi afreka á mínum ferli. Ég get alltaf verið stoltur af þessum árangri." Phelps er gríðarlega hæfileikaríkur íþróttamaður og hann hefur nú ákveðið að helga sig golfíþróttinni. Hann er að vinna með einum þekktasta þjálfara heims, Hank Haney, og er samstarf þeirra tekið upp og verða gerðir þættir um þá félaga á Golf Channel. Phelps var einmitt á leiðinni út á golfvöll með Haney þegar hringt var í hann og honum tilkynnt um verðlaunin frá AP. Afrek hans í sundlauginni gerðu heilmikið fyrir sundíþróttina. Sprengja varð í þátttöku barna, auglýsendur tóku við sér sem aldrei fyrr og áhorf á sundkeppnir jókst upp úr öllu valdi þegar hann var í lauginni. Phelps vann AP-verðlaunin síðast árið 2008 er hann vann átta gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking. Þá sló hann met Mark Spitz yfir flest gullverðlaun á einum leikum. Við tóku erfiðir tímar hjá sundkappanum. Eftir áralanga þjálfun ákvað hann að prófa að lifa lífinu. Ímynd hans varð þá fyrir miklum skaða þegar náðist mynd af honum reykja kannabis í teiti. Hann var lengi að koma sér í gang og æfa eins og maður fyrir leikana í London. Löngunin í að verða einn besti íþróttamaður allra tíma varð yfirsterkari og hann fór til London og náði þeim árangri sem hann alltaf ætlaði sér.
Erlendar Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira