Meistarabarátta um efsta sætið Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 19. desember 2012 06:00 Tiger Woods hefur hægt og bítandi blandað sér í baráttuna um efsta sæti heimslistans í golfi á ný eftir að hafa verið í sögulegri lægð á þeim lista. Einkalíf bandaríska kylfingsins var aðalfréttaefnið í lok nóvember árið 2009 en á þeim tíma var Woods í sérflokki sem kylfingur og hafði einokað efsta sæti heimslistans í mörg misseri. Þann 7. október árið 2010 náði Lee Westwood frá Englandi að velta Woods úr sessi í efsta sæti heimslistans og í kjölfarið hrapaði Woods niður listann. Hann fór neðst í 58. sætið í lok október 2011. Frá þeim tíma hefur Woods unnið sig hægt og rólega upp heimslistann að nýju og er hann í 3. sæti þessa stundina. Rory McIlroy er í efsta sæti heimslistans þessa stundina en hann náði að komast upp fyrir Tiger Woods í fyrsta sinn á heimslistanum þann 1. maí á síðasta ári. Hinn 23 ára gamli Norður-Íri náði efsta sæti heimslistans í fyrsta sinn á ferlinum þann 1. maí á þessu ári og hefur hann verið óslitið í efsta sætinu frá því í lok ágúst. McIlroy fær mikla samkeppni um efsta sætið á næsta ári og Woods náði að komast upp fyrir hann í lok júlí þegar Woods náði öðru sæti og McIlroy var í því þriðja. Rory McIlroy var valinn kylfingur ársins á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum en hann endaði í efsta sæti peningalistans á tveimur stærstu atvinnumótaröðum veraldar, PGA-mótaröðinni og Evrópumótaröðinni. McIlroy hefur samtals verið í 28 vikur í efsta sæti heimslistans. Hann á þó langt í land með að jafna árangur Woods á því sviði, en hann hefur samtals verið í 623 vikur efstur. Greg Norman frá Ástralíu var í 331 viku í efsta sæti en heimslistinn var settur á laggirnar fyrir 24 árum. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods hefur hægt og bítandi blandað sér í baráttuna um efsta sæti heimslistans í golfi á ný eftir að hafa verið í sögulegri lægð á þeim lista. Einkalíf bandaríska kylfingsins var aðalfréttaefnið í lok nóvember árið 2009 en á þeim tíma var Woods í sérflokki sem kylfingur og hafði einokað efsta sæti heimslistans í mörg misseri. Þann 7. október árið 2010 náði Lee Westwood frá Englandi að velta Woods úr sessi í efsta sæti heimslistans og í kjölfarið hrapaði Woods niður listann. Hann fór neðst í 58. sætið í lok október 2011. Frá þeim tíma hefur Woods unnið sig hægt og rólega upp heimslistann að nýju og er hann í 3. sæti þessa stundina. Rory McIlroy er í efsta sæti heimslistans þessa stundina en hann náði að komast upp fyrir Tiger Woods í fyrsta sinn á heimslistanum þann 1. maí á síðasta ári. Hinn 23 ára gamli Norður-Íri náði efsta sæti heimslistans í fyrsta sinn á ferlinum þann 1. maí á þessu ári og hefur hann verið óslitið í efsta sætinu frá því í lok ágúst. McIlroy fær mikla samkeppni um efsta sætið á næsta ári og Woods náði að komast upp fyrir hann í lok júlí þegar Woods náði öðru sæti og McIlroy var í því þriðja. Rory McIlroy var valinn kylfingur ársins á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum en hann endaði í efsta sæti peningalistans á tveimur stærstu atvinnumótaröðum veraldar, PGA-mótaröðinni og Evrópumótaröðinni. McIlroy hefur samtals verið í 28 vikur í efsta sæti heimslistans. Hann á þó langt í land með að jafna árangur Woods á því sviði, en hann hefur samtals verið í 623 vikur efstur. Greg Norman frá Ástralíu var í 331 viku í efsta sæti en heimslistinn var settur á laggirnar fyrir 24 árum.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira