Viðskipti erlent

Rúmur helmingur fullorðinna á snjallsíma

Könnun Rúmlega helmingur landsmanna yfir 18 ára aldri, um 54 prósent, á snjallsíma samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar MMR. Það er veruleg aukning frá því árið 2010 þegar 43 prósent áttu slík tæki.

Markaðshlutdeild Nokia á snjallsímamarkaðinum hefur hrunið á síðustu tveimur árum, samkvæmt könnuninni. Hún var gerð dagana 9. til 12. október, en niðurstöðurnar voru gerðar opinberar í gær. Árið 2010 átti rúmur helmingur snjallsímaeigenda síma frá Nokia, en í dag aðeins um 17 prósent.

Að sama skapi eykst hlutdeild Samsungs verulega, úr 3,8 prósentum 2010 í tæplega 34 prósent nú. Um 22 prósent snjallsíma íslenskra símnotenda eru frá Apple, sem er veruleg aukning frá árinu 2010 þegar 5,6 prósent áttu síma frá fyrirtækinu.

Nokia er hins vegar með algera yfirburði meðal þeirra símnotenda sem ekki nota snjallsíma. Nærri þrír af hverjum fjórum landsmönnum sem eru með venjulega farsíma nota Nokia, og hefur hlutfallið aukist lítillega frá árinu 2010. - bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×