Göran Persson: Ljúkið viðræðunum við ESB Össur Skarphéðinsson skrifar 5. desember 2012 06:00 Göran Persson, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, heimsótti Ísland rétt eftir bankahrunið og flutti magnaða ræðu. Hún var ákall til Íslendinga um þjóðarsamstöðu og úthald. Persson hafði sjálfur tekið þátt í að stýra Svíþjóð gegnum norrænu bankakreppuna upp úr 1990. Á grundvelli þeirrar reynslu hvatti hann Íslendinga til að hlusta ekki á þær raddir, sem vildu fresta því að axla sársaukafullar aðgerðir og sagði okkur að taka slaginn strax. Hann réði okkur heilt. Í síðasta mánuði, fjórum árum eftir bankahrunið, kom Göran Persson aftur í heimsókn til Íslands. Hann taldi margt hafa gengið vel í endurreisninni, en ýmislegt þyrfti að tryggja betur. Stef hans var að Íslendingar yrðu að auka útflutning sinn til að afla gjaldeyris til að þurfa ekki að taka lán fyrir afborgunum og vöxtum. Þannig ynnum við traust umheimsins. Og við yrðum að leysa til frambúðar vandamálin sem tengjast gjaldmiðlinum. Persson benti á að eftir að Svíar gengu í Evrópusambandið árið 1994 hefðu þeir u.þ.b. tvöfaldað útflutning sinn. Síðustu 20 árin hefði Svíþjóð haft jákvæðan viðskiptajöfnuð við útlönd. Það væri sá grunnur að hagvexti og velferð sem Íslendingar þyrftu að leggja – líkt og Svíar á sínum tíma. En til að útflutningur geti aukist í litlu opnu hagkerfi þarf gengisstöðugleika, erlendar fjárfestingar, frjáls viðskipti. Aðild að Evrópusambandinu hefur stuðlað að þessu í Svíþjóð. Persson var bjartsýnn á framtíð evrunnar þó hann drægi síst úr efnahagserfiðleikum Evrópu. Sérlega athyglisvert var að Persson taldi að Svíþjóð myndi í framtíðinni taka upp evruna enda kvað hann erfitt fyrir lítið ríki eins og Svíþjóð að halda úti eigin gjaldmiðli. Litlir gjaldmiðlar þyrftu skjól. Mikilvægustu skilaboð gamla forsætisráðherrans til Íslendinga var að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Nú væri ekki tími til að kikna í hnjánum og hlaupa frá hálfköruðu verki. Brýnt væri að ljúka samningum og sjá svart á hvítu hvaða lausnir og kjör okkur bjóðast á þeim vandamálum sem við blasa varðandi útflutning og gjaldmiðilinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Göran Persson, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, heimsótti Ísland rétt eftir bankahrunið og flutti magnaða ræðu. Hún var ákall til Íslendinga um þjóðarsamstöðu og úthald. Persson hafði sjálfur tekið þátt í að stýra Svíþjóð gegnum norrænu bankakreppuna upp úr 1990. Á grundvelli þeirrar reynslu hvatti hann Íslendinga til að hlusta ekki á þær raddir, sem vildu fresta því að axla sársaukafullar aðgerðir og sagði okkur að taka slaginn strax. Hann réði okkur heilt. Í síðasta mánuði, fjórum árum eftir bankahrunið, kom Göran Persson aftur í heimsókn til Íslands. Hann taldi margt hafa gengið vel í endurreisninni, en ýmislegt þyrfti að tryggja betur. Stef hans var að Íslendingar yrðu að auka útflutning sinn til að afla gjaldeyris til að þurfa ekki að taka lán fyrir afborgunum og vöxtum. Þannig ynnum við traust umheimsins. Og við yrðum að leysa til frambúðar vandamálin sem tengjast gjaldmiðlinum. Persson benti á að eftir að Svíar gengu í Evrópusambandið árið 1994 hefðu þeir u.þ.b. tvöfaldað útflutning sinn. Síðustu 20 árin hefði Svíþjóð haft jákvæðan viðskiptajöfnuð við útlönd. Það væri sá grunnur að hagvexti og velferð sem Íslendingar þyrftu að leggja – líkt og Svíar á sínum tíma. En til að útflutningur geti aukist í litlu opnu hagkerfi þarf gengisstöðugleika, erlendar fjárfestingar, frjáls viðskipti. Aðild að Evrópusambandinu hefur stuðlað að þessu í Svíþjóð. Persson var bjartsýnn á framtíð evrunnar þó hann drægi síst úr efnahagserfiðleikum Evrópu. Sérlega athyglisvert var að Persson taldi að Svíþjóð myndi í framtíðinni taka upp evruna enda kvað hann erfitt fyrir lítið ríki eins og Svíþjóð að halda úti eigin gjaldmiðli. Litlir gjaldmiðlar þyrftu skjól. Mikilvægustu skilaboð gamla forsætisráðherrans til Íslendinga var að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Nú væri ekki tími til að kikna í hnjánum og hlaupa frá hálfköruðu verki. Brýnt væri að ljúka samningum og sjá svart á hvítu hvaða lausnir og kjör okkur bjóðast á þeim vandamálum sem við blasa varðandi útflutning og gjaldmiðilinn.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun