Það eina sem menn eru sammála um? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 23. nóvember 2012 06:00 Í tilefni af nýlegri þjóðaratkvæðagreiðslu má velta fyrir sér hvernig öðrum spurningum hefði verið svarað. Ef þjóðin hefði t.d. verið spurð, „Vilt þú nota meira af innfluttri, óendurnýjanlegri, gjaldeyriseyðandi, orkuöryggistruflandi, loftslagsbreytandi og mengandi olíu?" þá má ætla að fáir myndu svara játandi. Spurningin er líklega örlítið leiðandi en samt sem áður mætti álykta að þjóðin væri býsna sammála um að olíubrennsla í óhófi væri ekki það allra skynsamlegasta. Innflutningur á jarðefnaeldsneyti er áhyggjuefni flestra ríkja enda hagkerfin afar háð brennslu á olíu. Þó að Íslendingar séu óháðir innflutningi á orku til upphitunar og raforkuframleiðslu eru allar okkar samgöngur keyrðar áfram á mengandi jarðefnaeldsneyti með tilheyrandi gjaldeyriskostnaði. Það er mikið hagsmunamál fyrir þjóðina að draga úr innflutningi á jarðefnaeldsneyti ef hægt er með hagkvæmum hætti. Lengi vel gerðu landsmenn hins vegar lítið sem ekkert til að sporna við olíunotkun og um tíma lögðu margir mikla áherslu að ganga sem hraðast á þessa takmörkuðu auðlind með kaupum á eyðslufrekum bifreiðum. Líkja má olíulindum heims við risastóran bankareikning sem hefur aðeins tvo galla. A) Það er og verður aldrei lagt inn á hann. B) Bankareikningurinn hefur 0% vexti. Þetta þýðir að í hvert skipti sem við ræsum bensín- eða dísilbifreið takmörkum við möguleika komandi kynslóða á að gera slíkt hið sama. Þetta er stóri vandinn við endanlegar auðlindir. Bætt nýtni Vera má að þjóðin standi nú á tímamótum hvað eldsneytisnotkun varðar. Merki um minni innflutning má sjá í Orkuspá Orkustofnunar en þar sést að innflutningur á bensíni og gasolíu í samgöngum hefur minnkað ár frá ári síðan 2007 og er nú tæplega 37 þúsund tonnum minni en þá. Vissulega spilar efnahagslægðin mikið hlutverk en mögulega þarf innflutningur eldsneytis ekki að aukast þegar hagkerfið rís að nýju. Í lok síðasta árs voru samþykktar á Alþingi breytingar á gjaldaumhverfi bifreiða sem hygla mjög eldsneytisnýtnum bifreiðum og munu án efa auka mjög hlutfall slíkra bifreiða í fólksbílaflota landsmanna. Í raun voru þetta sjaldséðar skattalækkanir fyrir skynsama neytendur því álögur á eldsneytisnýtnar bifreiðar í flestum stærðarflokkum lækkuðu í kjölfar breytinganna. Hugmyndir um breytingu á gjaldaumhverfi bifreiða á ættir sínar að rekja til Orkustofnunar en þar var sú hugmynd mótuð að tengja gjöld við útblástur bifreiða en hann er í beinni fylgni við eldsneytiseyðslu. Mikilvægi þessara lagabreytinga er ekki síst fólgið í því að þannig er tryggt að hinar miklu og almennu framfarir bifreiðaframleiðenda í smíði nýtnari bifreiða mun skila sér betur í minni eyðslu íslenska fólksbílaflotans. Ætla má að eyðsla bifreiða geti batnað að jafnaði um 2-3 lítra á hverja hundrað kílómetra. Þetta þýðir að þegar núverandi bílafloti landsmanna hefur verið endurnýjaður eftir 10-15 ár þá muni hann nota 50-80 milljónum lítrum minna af eldsneyti til að keyra jafnmarga kílómetra og áður. Fylgjast má með áhrifum nýju laganna á vísitöluvakt Orkuseturs, sem birtir eyðslu- og útblástursgildi nýskráðra bifreiða í hverjum mánuði. Meðaleyðslugildi nýskráðra bifreiða í september var t.d. aðeins 5,6 l/100 km. Á samgönguvef Orkuseturs geta neytendur einnig borið saman eldsneytiskostnað bifreiða. Það er nefnilega ákveðin hætta á því að óupplýstur neytandi velji bíl sem er örlítið ódýrari í innkaupum en sitji svo uppi með mun hærri olíureikning þegar upp er staðið. Í reiknivélunum er t.d. kynnt stærðin kr/km. sem er mikilvægasta rekstrartala bifreiðar. Neytendur verða að átta sig á að hin raunverulega vara sem keypt er á eldsneytisdælustöð er ekki lítri heldur vegalengd. Tveir ólíkir bílar geta komið á bensínstöð og keypt jafnmikið af eldsneyti á sama lítraverði en þegar dæmið er skoðað frekar kemur í ljós að annar bíllinn fékk mun fleiri kílómetra í sinn hlut enda eldsneytisnýtnari bifreið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Í tilefni af nýlegri þjóðaratkvæðagreiðslu má velta fyrir sér hvernig öðrum spurningum hefði verið svarað. Ef þjóðin hefði t.d. verið spurð, „Vilt þú nota meira af innfluttri, óendurnýjanlegri, gjaldeyriseyðandi, orkuöryggistruflandi, loftslagsbreytandi og mengandi olíu?" þá má ætla að fáir myndu svara játandi. Spurningin er líklega örlítið leiðandi en samt sem áður mætti álykta að þjóðin væri býsna sammála um að olíubrennsla í óhófi væri ekki það allra skynsamlegasta. Innflutningur á jarðefnaeldsneyti er áhyggjuefni flestra ríkja enda hagkerfin afar háð brennslu á olíu. Þó að Íslendingar séu óháðir innflutningi á orku til upphitunar og raforkuframleiðslu eru allar okkar samgöngur keyrðar áfram á mengandi jarðefnaeldsneyti með tilheyrandi gjaldeyriskostnaði. Það er mikið hagsmunamál fyrir þjóðina að draga úr innflutningi á jarðefnaeldsneyti ef hægt er með hagkvæmum hætti. Lengi vel gerðu landsmenn hins vegar lítið sem ekkert til að sporna við olíunotkun og um tíma lögðu margir mikla áherslu að ganga sem hraðast á þessa takmörkuðu auðlind með kaupum á eyðslufrekum bifreiðum. Líkja má olíulindum heims við risastóran bankareikning sem hefur aðeins tvo galla. A) Það er og verður aldrei lagt inn á hann. B) Bankareikningurinn hefur 0% vexti. Þetta þýðir að í hvert skipti sem við ræsum bensín- eða dísilbifreið takmörkum við möguleika komandi kynslóða á að gera slíkt hið sama. Þetta er stóri vandinn við endanlegar auðlindir. Bætt nýtni Vera má að þjóðin standi nú á tímamótum hvað eldsneytisnotkun varðar. Merki um minni innflutning má sjá í Orkuspá Orkustofnunar en þar sést að innflutningur á bensíni og gasolíu í samgöngum hefur minnkað ár frá ári síðan 2007 og er nú tæplega 37 þúsund tonnum minni en þá. Vissulega spilar efnahagslægðin mikið hlutverk en mögulega þarf innflutningur eldsneytis ekki að aukast þegar hagkerfið rís að nýju. Í lok síðasta árs voru samþykktar á Alþingi breytingar á gjaldaumhverfi bifreiða sem hygla mjög eldsneytisnýtnum bifreiðum og munu án efa auka mjög hlutfall slíkra bifreiða í fólksbílaflota landsmanna. Í raun voru þetta sjaldséðar skattalækkanir fyrir skynsama neytendur því álögur á eldsneytisnýtnar bifreiðar í flestum stærðarflokkum lækkuðu í kjölfar breytinganna. Hugmyndir um breytingu á gjaldaumhverfi bifreiða á ættir sínar að rekja til Orkustofnunar en þar var sú hugmynd mótuð að tengja gjöld við útblástur bifreiða en hann er í beinni fylgni við eldsneytiseyðslu. Mikilvægi þessara lagabreytinga er ekki síst fólgið í því að þannig er tryggt að hinar miklu og almennu framfarir bifreiðaframleiðenda í smíði nýtnari bifreiða mun skila sér betur í minni eyðslu íslenska fólksbílaflotans. Ætla má að eyðsla bifreiða geti batnað að jafnaði um 2-3 lítra á hverja hundrað kílómetra. Þetta þýðir að þegar núverandi bílafloti landsmanna hefur verið endurnýjaður eftir 10-15 ár þá muni hann nota 50-80 milljónum lítrum minna af eldsneyti til að keyra jafnmarga kílómetra og áður. Fylgjast má með áhrifum nýju laganna á vísitöluvakt Orkuseturs, sem birtir eyðslu- og útblástursgildi nýskráðra bifreiða í hverjum mánuði. Meðaleyðslugildi nýskráðra bifreiða í september var t.d. aðeins 5,6 l/100 km. Á samgönguvef Orkuseturs geta neytendur einnig borið saman eldsneytiskostnað bifreiða. Það er nefnilega ákveðin hætta á því að óupplýstur neytandi velji bíl sem er örlítið ódýrari í innkaupum en sitji svo uppi með mun hærri olíureikning þegar upp er staðið. Í reiknivélunum er t.d. kynnt stærðin kr/km. sem er mikilvægasta rekstrartala bifreiðar. Neytendur verða að átta sig á að hin raunverulega vara sem keypt er á eldsneytisdælustöð er ekki lítri heldur vegalengd. Tveir ólíkir bílar geta komið á bensínstöð og keypt jafnmikið af eldsneyti á sama lítraverði en þegar dæmið er skoðað frekar kemur í ljós að annar bíllinn fékk mun fleiri kílómetra í sinn hlut enda eldsneytisnýtnari bifreið.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun