Einar Ingi spáir að Ingi og Benni mætist í úrslitaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2012 06:00 Þorleifur Ólafsson getur lyft lengjubikarnum í þriðja sinn á fjórum árum Fréttablaðið/Stefán Það verður körfuboltaveisla í Stykkishólmi í kvöld og á morgun þegar úrslitahelgi Lengjubikarsins fer í fyrsta sinn fram utan suðvesturshornsins. Snæfellingar eru í hlutverki gestgjafans en þeir eiga möguleika á að vinna þessa keppni í þriðja sinn frá 2007. „Ég tippa á að það verði dunkarnir tveir úr Vesturbænum sem mætast í úrslitaleiknum," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur. Einar Árni er þarna að tala um jafnaldrana og æskufélagana Inga Þór Steinþórsson, þjálfara Snæfells, og Benedikt Guðmundsson, þjálfara Þórs. Tindastóll situr í neðsta sæti Dominos-deildarinnar en hefur bitið frá sér í þessari keppni. Öll hin liðin í úrslitunum, Snæfell, Grindavík og Þór, eru meðal efstu fjögurra liðanna eftir fyrstu sjö umferðirnar. Tindastóll mætir Þór í fyrri undanúrslitaleik dagsins sem hefst klukkan 18.30. „Tindastóll er lið sem fór seint af stað og eins og svo oft áður þá eru þeir að styrkjast jafnt og þétt. Ég hefði alveg verið tilbúinn að mæta þeim í deildinni fyrir löngu síðan. Ég á þá í desember og veit að ég mun fá þá í sínum besta gír. Þetta verður langt frá því að vera eitthvað auðvelt fyrir Þórsarana," sagði Einar Árni. „Ég held að báðir leikirnir verði járn í járn sem er svolítið saga tímabilsins. Það hafa fleiri leikir en færri verið jafnir fram á síðustu sekúndur. Ég sé ekki fyrir mér einhverja stórsigra," segir Einar en hvað með uppgjör Snæfells og Grindavíkur sem mætast klukkan 20.30. „Hólmararnir eru hrikalega erfiðir á heimavelli. Það er eins og vinstri höndin á Nonna sjái stærri körfu þar. Þeir hitta alltaf svakalega vel þar og eru bara gríðarlega erfiðir heim að sækja," sagði Einar Árni og er þarna að tala um Snæfellinginn Jón Ólaf Jónsson sem hefur spilað afar vel í vetur. Snæfell er annað félagið sem fær Lengjubikarúrslitin á heimavelli en Keflvíkingar voru í sömu stöðu árið 2002 og unnu þá titilinn. „Ég held að heimavöllurinn eigi eftir að hjálpa pínulítið í þetta skiptið en ég yrði samt ekkert hissa ef Grindavík tæki sigurinn," sagði Einar Árni en Grindavík vann 110-102 sigur á Snæfelli þegar liðin mættust í 27 þrista leik í Grindavík í október. Úrslitaleikurinn fer fram klukkan 16.00 á morgun en Grindvíkingar gætu þar spilað sinn fjórða úrslitaleik í þessari keppni á síðustu fimm árum. Þór hefur aldrei unnið stóran titil í meistaraflokki en Tindastóll vann hins vegar þessa keppni fyrir þrettán árum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Það verður körfuboltaveisla í Stykkishólmi í kvöld og á morgun þegar úrslitahelgi Lengjubikarsins fer í fyrsta sinn fram utan suðvesturshornsins. Snæfellingar eru í hlutverki gestgjafans en þeir eiga möguleika á að vinna þessa keppni í þriðja sinn frá 2007. „Ég tippa á að það verði dunkarnir tveir úr Vesturbænum sem mætast í úrslitaleiknum," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur. Einar Árni er þarna að tala um jafnaldrana og æskufélagana Inga Þór Steinþórsson, þjálfara Snæfells, og Benedikt Guðmundsson, þjálfara Þórs. Tindastóll situr í neðsta sæti Dominos-deildarinnar en hefur bitið frá sér í þessari keppni. Öll hin liðin í úrslitunum, Snæfell, Grindavík og Þór, eru meðal efstu fjögurra liðanna eftir fyrstu sjö umferðirnar. Tindastóll mætir Þór í fyrri undanúrslitaleik dagsins sem hefst klukkan 18.30. „Tindastóll er lið sem fór seint af stað og eins og svo oft áður þá eru þeir að styrkjast jafnt og þétt. Ég hefði alveg verið tilbúinn að mæta þeim í deildinni fyrir löngu síðan. Ég á þá í desember og veit að ég mun fá þá í sínum besta gír. Þetta verður langt frá því að vera eitthvað auðvelt fyrir Þórsarana," sagði Einar Árni. „Ég held að báðir leikirnir verði járn í járn sem er svolítið saga tímabilsins. Það hafa fleiri leikir en færri verið jafnir fram á síðustu sekúndur. Ég sé ekki fyrir mér einhverja stórsigra," segir Einar en hvað með uppgjör Snæfells og Grindavíkur sem mætast klukkan 20.30. „Hólmararnir eru hrikalega erfiðir á heimavelli. Það er eins og vinstri höndin á Nonna sjái stærri körfu þar. Þeir hitta alltaf svakalega vel þar og eru bara gríðarlega erfiðir heim að sækja," sagði Einar Árni og er þarna að tala um Snæfellinginn Jón Ólaf Jónsson sem hefur spilað afar vel í vetur. Snæfell er annað félagið sem fær Lengjubikarúrslitin á heimavelli en Keflvíkingar voru í sömu stöðu árið 2002 og unnu þá titilinn. „Ég held að heimavöllurinn eigi eftir að hjálpa pínulítið í þetta skiptið en ég yrði samt ekkert hissa ef Grindavík tæki sigurinn," sagði Einar Árni en Grindavík vann 110-102 sigur á Snæfelli þegar liðin mættust í 27 þrista leik í Grindavík í október. Úrslitaleikurinn fer fram klukkan 16.00 á morgun en Grindvíkingar gætu þar spilað sinn fjórða úrslitaleik í þessari keppni á síðustu fimm árum. Þór hefur aldrei unnið stóran titil í meistaraflokki en Tindastóll vann hins vegar þessa keppni fyrir þrettán árum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum