Guðrún Ósk ófrísk og ekki meira með í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2012 07:00 Guðrún Ósk Maríasdóttir hefur staðið sig vel í marki Framliðsins. Mynd/Vilhelm Framkonur verða án aðalmarkvarðar síns það sem eftir er tímabilsins í kvennahandboltanum því Guðrún Ósk Maríasdóttir hefur þurft að draga sig í hlé eftir að í ljós kom að hún á von á barni með kærasta sínum Árna Birni Kristjánssyni. Guðrún Ósk er einn allra besti markvörður N1-deildarinnar og hefur verið í kringum A-landsliðið síðustu árin. „Ég tilkynnti stelpunum þetta eftir Stjörnuleikinn. Þetta var auðvitað áfall en þær tóku þessu mjög vel, samgleðjast og styðja mig. Þær ætla sér stóra hluti og ég hef enga trú á öðru en að þær nái því. Það er ekkert ein manneskja sem kemur veg fyrir það," segir Guðrún og bætti við: „Þetta var ekki planað en er mjög velkomið. Þetta er bara nýr kafli," segir Guðrún Ósk sem hætti þó ekki strax að æfa. „Ég fór til læknis og hann sagði að það eina sem væri hættulegt við þetta væri að fá skot í magann. Þá varð ég frekar stressuð og fann alveg að ég var farin að stíga frá boltanum í staðinn fyrir að fara fyrir hann. Ég hélt áfram þrátt fyrir morgunógleði eða allan-daginn-ógleði réttara sagt," sagði Guðrún en fljótlega tók hún þó ákvörðun um að draga sig í hlé. „Ég fann það að ég var ekki lengur að standa mig eins og ég vildi. Þá var bara kominn tími á leyfa öðrum að taka við," segir Guðrún María. Nafna hennar Guðrún Bjartmarz hefur tekið fram skóna að nýju en hún lék síðast með Framliðinu veturinn 2005-2006 og var þá í hópi bestu markvarða deildarinnar. „Það er algjör snilld að hún kom til baka. Þetta var mjög mikið áfall fyrir liðið held ég en það kemur alltaf maður í manns stað. Fram er með topplið þannig að ég hef engar áhyggjur af þeim. Ég geri ráð fyrir því að vera áfram í kringum liðið. Þetta er ekki bara líkamsræktin því þetta er félagsskapurinn líka. Ég verð með Guðrúnu á hliðarlínunni og við ræðum hlutina," segir Guðrún Ósk. Guðrún Ósk missti af HM í Brasilíu í fyrra vegna meiðsla en segir að það hafi verið löngu ljóst að hún yrði ekki með á EM í Serbíu í desember. „Ég gaf ekki kost á mér út af skólanum. Það var því ekki jafnmikið áfall fyrir mig gagnvart því. Mér er greinilega ekki ætlað að komast á stórmót," grínast Guðrún með en bætti svo við: „Ég treysti bara á það að þær komist inn á annað stórmót þegar ég kem til baka og að ég fái mögulega að taka þátt í því. Það væri gaman," segir Guðrún Ósk og hver veit nema að hún mæti aftur til leiks næsta haust. „Ég geri nú ráð fyrir því að koma aftur í handboltann. Maður hættir nú ekkert svo auðveldlega. Þetta verður sumarkríli og ég verð kannski bara komin aftur næsta haust. Það er aldrei að vita," sagði Guðrún Ósk að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Sjá meira
Framkonur verða án aðalmarkvarðar síns það sem eftir er tímabilsins í kvennahandboltanum því Guðrún Ósk Maríasdóttir hefur þurft að draga sig í hlé eftir að í ljós kom að hún á von á barni með kærasta sínum Árna Birni Kristjánssyni. Guðrún Ósk er einn allra besti markvörður N1-deildarinnar og hefur verið í kringum A-landsliðið síðustu árin. „Ég tilkynnti stelpunum þetta eftir Stjörnuleikinn. Þetta var auðvitað áfall en þær tóku þessu mjög vel, samgleðjast og styðja mig. Þær ætla sér stóra hluti og ég hef enga trú á öðru en að þær nái því. Það er ekkert ein manneskja sem kemur veg fyrir það," segir Guðrún og bætti við: „Þetta var ekki planað en er mjög velkomið. Þetta er bara nýr kafli," segir Guðrún Ósk sem hætti þó ekki strax að æfa. „Ég fór til læknis og hann sagði að það eina sem væri hættulegt við þetta væri að fá skot í magann. Þá varð ég frekar stressuð og fann alveg að ég var farin að stíga frá boltanum í staðinn fyrir að fara fyrir hann. Ég hélt áfram þrátt fyrir morgunógleði eða allan-daginn-ógleði réttara sagt," sagði Guðrún en fljótlega tók hún þó ákvörðun um að draga sig í hlé. „Ég fann það að ég var ekki lengur að standa mig eins og ég vildi. Þá var bara kominn tími á leyfa öðrum að taka við," segir Guðrún María. Nafna hennar Guðrún Bjartmarz hefur tekið fram skóna að nýju en hún lék síðast með Framliðinu veturinn 2005-2006 og var þá í hópi bestu markvarða deildarinnar. „Það er algjör snilld að hún kom til baka. Þetta var mjög mikið áfall fyrir liðið held ég en það kemur alltaf maður í manns stað. Fram er með topplið þannig að ég hef engar áhyggjur af þeim. Ég geri ráð fyrir því að vera áfram í kringum liðið. Þetta er ekki bara líkamsræktin því þetta er félagsskapurinn líka. Ég verð með Guðrúnu á hliðarlínunni og við ræðum hlutina," segir Guðrún Ósk. Guðrún Ósk missti af HM í Brasilíu í fyrra vegna meiðsla en segir að það hafi verið löngu ljóst að hún yrði ekki með á EM í Serbíu í desember. „Ég gaf ekki kost á mér út af skólanum. Það var því ekki jafnmikið áfall fyrir mig gagnvart því. Mér er greinilega ekki ætlað að komast á stórmót," grínast Guðrún með en bætti svo við: „Ég treysti bara á það að þær komist inn á annað stórmót þegar ég kem til baka og að ég fái mögulega að taka þátt í því. Það væri gaman," segir Guðrún Ósk og hver veit nema að hún mæti aftur til leiks næsta haust. „Ég geri nú ráð fyrir því að koma aftur í handboltann. Maður hættir nú ekkert svo auðveldlega. Þetta verður sumarkríli og ég verð kannski bara komin aftur næsta haust. Það er aldrei að vita," sagði Guðrún Ósk að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn