Sykurhamfarir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 8. nóvember 2012 06:00 Borgarstjóri New York-borgar hefur í nógu að snúast. Dag og nótt leitar hann lausna fyrir þá sem hafa misst heimili sín eða eru án rafmagns eftir storminn Sandy. Eyðileggingin er mikil og áríðandi að allir leggist á eitt við að byggja upp. En það liggja fleiri erfið mál á borgarstjóranum sem eru ekki eins áríðandi en ekki síður mikilvæg. Íbúar borgarinnar, líkt og á öðrum vestrænum slóðum, hafa nefnilega fitnað úr hófi fram og enginn sér fyrir endann á þeim fjölmörgu vandamálum sem offitan skapar. Margt bendir til þess að óhófleg sykurneysla sé mikilvægur orsakavaldur offitu, sérstaklega þegar kemur að börnum. Bloomberg borgarstjóri er meðvitaður um þetta og segir gosdrykki einn stærsta óvininn. Hann hefur nú þegar staðið fyrir birtingu á orkuinnihaldi á matseðlum og takmörkun á transfitusýru- og saltinnihaldi matvæla. Í mars 2013 verður innleitt nýtt bann þegar veitingastöðum í borginni verður óheimilt að selja gos og sæta drykki stærri en 500 ml. Börn sem mælast of þung eða of feit eru mjög líkleg til að verða of þung á fullorðinsaldri. Í Bandaríkjunum er talað um að 77% barna sem eru of feit verði of feit sem fullorðnir einstaklingar. Offita getur valdið alvarlegum sjúkdómum á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki og krabbamein og aukið áhættu á þunglyndi, kvíða og félagslegum vandamálum. Vandamálið hefur fest sig í sessi og við sjáum beinan og óbeinan kostnað stóraukast og margir tala um offitufaraldur. Rannsóknir hafa sýnt fram á að sykur sé ávanabindandi. Sumir fullyrða að um svipaða fíkn sé að ræða og þá sem leiðir til áfengis- og vímuefnavanda. Flestum er ljóst að sykur, líkt og transfitusýrur, er vara sem í flestum tilfellum er komin langan veg frá því að vera náttúruleg. Saga sykurframleiðslu er í raun lyginni líkust. Okkar elstu íbúar muna eftir miklum skorti á sykri og einstökum viðburði ef hægt var að lauma kandísmola til barns. Kornsíróp leysti hefðbundinn sykur að miklu leyti af hólmi í kringum 1980 í matvæla- og gosframleiðslu en þetta sætuefni kostar einungis brot af því sem hefðbundinn sykur kostar. Það fer illa saman að sykur hafi svona slæm áhrif á líkama barna okkar, sé ávanabindandi og kosti nánast ekki neitt. Einfaldar lausnir eins og að segja fólki að borða minna eða að hætta að borða ákveðnar matartegundir hafa ekki virkað vel. Hellt hefur verið yfir okkur skilaboðum um að t.d. brauðát, fitumagn, transfitusýrur eða okkar eigin gen séu vandinn. Það sem er hins vegar bölvanlegt er að nú snýst þetta ekki um okkur fullorðna fólkið, okkur sem getum ákveðið að gera eitthvað í málinu. Þetta snýst um börnin og hvort þau haldi áfram að fitna eða ekki. Boð og bönn frá hinu opinbera geta verið óþolandi og ákvörðun Bloombergs er óvinsæl. Margar spurningar vakna þegar bönn eru sett. Hvers vegna má kaupa lítra af ís en ekki lítra af gosi? Hvernig ætla þeir að fylgja þessu eftir? Er yfir höfuð raunhæft að setja löggjöf um sykurneyslu? Hverjum og einum ber að taka ábyrgð á heilsu sinni og sinna nánustu. En er það að gerast? Eru íslensk börn hætt að fitna í kjölfar þeirrar umræðu sem sannarlega hefur farið fram af hendi fagfólks? Þurfa stjórnmálamenn ekki að hefjast handa? Íslensk börn eru með þeim þyngstu í Evrópu. Þau borða mestan sykur barna á Norðurlöndum og er talið að íslenskt leikskólabarn innbyrði að meðaltali um 50 gr. af sykri á dag. Vísindin segja okkur að þetta geti skapað gífurleg vandamál til framtíðar. Einhvers staðar þarf að byrja og umræðan er tilviljanakennd. Stærsta sveitarfélag landsins, Reykjavíkurborg, er ekki einu sinni með þetta stóra vandamál til umræðu. Það er ekki nóg að byggja upp þjónustu fyrir þá sem þegar kljást við vandann, heldur þarf að koma í veg fyrir hann með forvörnum. Sveitarfélög eiga að vera í fararbroddi með virkri lýðheilsustefnu og markmiðum til að fylgja henni eftir sem tekur til margra þátta; menntakerfis, fjölskyldna, íþróttafélaga, heilsugæslu og vísindamanna. Sveitarfélög hafa beinan aðgang að fjölskyldum í gegnum skóla og heilsugæslu þar sem hægt er að veita stuðning og fræðslu með aðkomu heilbrigðisyfirvalda. Fjölskyldan getur tekið höndum saman um að minnka sykurát, verslunareigendur geta dregið stórlega úr nammibaramenningu, framleiðendur geta upplýst um sykurinnihald á vörum sínum. Fjársvelt skólahjúkrun verður að mæla þyngd oftar og veita foreldrum stuðning ef barn er of þungt. Heilsugæslan þarf að veita verðandi foreldrum fræðslu. Skólarnir eru lykillinn að börnum og foreldrum þeirra; gætum við til dæmis skipt út kökum og gosi á bekkjarsamkomum fyrir ávexti og vatn? Verum hugrökk og göngum í málið núna: annars endar þetta með boðum og bönnum eða enn meiri ósköpum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Borgarstjóri New York-borgar hefur í nógu að snúast. Dag og nótt leitar hann lausna fyrir þá sem hafa misst heimili sín eða eru án rafmagns eftir storminn Sandy. Eyðileggingin er mikil og áríðandi að allir leggist á eitt við að byggja upp. En það liggja fleiri erfið mál á borgarstjóranum sem eru ekki eins áríðandi en ekki síður mikilvæg. Íbúar borgarinnar, líkt og á öðrum vestrænum slóðum, hafa nefnilega fitnað úr hófi fram og enginn sér fyrir endann á þeim fjölmörgu vandamálum sem offitan skapar. Margt bendir til þess að óhófleg sykurneysla sé mikilvægur orsakavaldur offitu, sérstaklega þegar kemur að börnum. Bloomberg borgarstjóri er meðvitaður um þetta og segir gosdrykki einn stærsta óvininn. Hann hefur nú þegar staðið fyrir birtingu á orkuinnihaldi á matseðlum og takmörkun á transfitusýru- og saltinnihaldi matvæla. Í mars 2013 verður innleitt nýtt bann þegar veitingastöðum í borginni verður óheimilt að selja gos og sæta drykki stærri en 500 ml. Börn sem mælast of þung eða of feit eru mjög líkleg til að verða of þung á fullorðinsaldri. Í Bandaríkjunum er talað um að 77% barna sem eru of feit verði of feit sem fullorðnir einstaklingar. Offita getur valdið alvarlegum sjúkdómum á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki og krabbamein og aukið áhættu á þunglyndi, kvíða og félagslegum vandamálum. Vandamálið hefur fest sig í sessi og við sjáum beinan og óbeinan kostnað stóraukast og margir tala um offitufaraldur. Rannsóknir hafa sýnt fram á að sykur sé ávanabindandi. Sumir fullyrða að um svipaða fíkn sé að ræða og þá sem leiðir til áfengis- og vímuefnavanda. Flestum er ljóst að sykur, líkt og transfitusýrur, er vara sem í flestum tilfellum er komin langan veg frá því að vera náttúruleg. Saga sykurframleiðslu er í raun lyginni líkust. Okkar elstu íbúar muna eftir miklum skorti á sykri og einstökum viðburði ef hægt var að lauma kandísmola til barns. Kornsíróp leysti hefðbundinn sykur að miklu leyti af hólmi í kringum 1980 í matvæla- og gosframleiðslu en þetta sætuefni kostar einungis brot af því sem hefðbundinn sykur kostar. Það fer illa saman að sykur hafi svona slæm áhrif á líkama barna okkar, sé ávanabindandi og kosti nánast ekki neitt. Einfaldar lausnir eins og að segja fólki að borða minna eða að hætta að borða ákveðnar matartegundir hafa ekki virkað vel. Hellt hefur verið yfir okkur skilaboðum um að t.d. brauðát, fitumagn, transfitusýrur eða okkar eigin gen séu vandinn. Það sem er hins vegar bölvanlegt er að nú snýst þetta ekki um okkur fullorðna fólkið, okkur sem getum ákveðið að gera eitthvað í málinu. Þetta snýst um börnin og hvort þau haldi áfram að fitna eða ekki. Boð og bönn frá hinu opinbera geta verið óþolandi og ákvörðun Bloombergs er óvinsæl. Margar spurningar vakna þegar bönn eru sett. Hvers vegna má kaupa lítra af ís en ekki lítra af gosi? Hvernig ætla þeir að fylgja þessu eftir? Er yfir höfuð raunhæft að setja löggjöf um sykurneyslu? Hverjum og einum ber að taka ábyrgð á heilsu sinni og sinna nánustu. En er það að gerast? Eru íslensk börn hætt að fitna í kjölfar þeirrar umræðu sem sannarlega hefur farið fram af hendi fagfólks? Þurfa stjórnmálamenn ekki að hefjast handa? Íslensk börn eru með þeim þyngstu í Evrópu. Þau borða mestan sykur barna á Norðurlöndum og er talið að íslenskt leikskólabarn innbyrði að meðaltali um 50 gr. af sykri á dag. Vísindin segja okkur að þetta geti skapað gífurleg vandamál til framtíðar. Einhvers staðar þarf að byrja og umræðan er tilviljanakennd. Stærsta sveitarfélag landsins, Reykjavíkurborg, er ekki einu sinni með þetta stóra vandamál til umræðu. Það er ekki nóg að byggja upp þjónustu fyrir þá sem þegar kljást við vandann, heldur þarf að koma í veg fyrir hann með forvörnum. Sveitarfélög eiga að vera í fararbroddi með virkri lýðheilsustefnu og markmiðum til að fylgja henni eftir sem tekur til margra þátta; menntakerfis, fjölskyldna, íþróttafélaga, heilsugæslu og vísindamanna. Sveitarfélög hafa beinan aðgang að fjölskyldum í gegnum skóla og heilsugæslu þar sem hægt er að veita stuðning og fræðslu með aðkomu heilbrigðisyfirvalda. Fjölskyldan getur tekið höndum saman um að minnka sykurát, verslunareigendur geta dregið stórlega úr nammibaramenningu, framleiðendur geta upplýst um sykurinnihald á vörum sínum. Fjársvelt skólahjúkrun verður að mæla þyngd oftar og veita foreldrum stuðning ef barn er of þungt. Heilsugæslan þarf að veita verðandi foreldrum fræðslu. Skólarnir eru lykillinn að börnum og foreldrum þeirra; gætum við til dæmis skipt út kökum og gosi á bekkjarsamkomum fyrir ávexti og vatn? Verum hugrökk og göngum í málið núna: annars endar þetta með boðum og bönnum eða enn meiri ósköpum.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar