Loftrýmisgæslan og samstaða Össur Skarphéðinsson skrifar 6. nóvember 2012 06:00 Við Íslendingar gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því hversu samstarf Norðurlandaríkjanna fimm á öllum sviðum er okkur dýrmætt. Það er helsta ástæðan fyrir því að Ísland, alveg eins og hin löndin fjögur, boxar alþjóðlega töluvert fyrir ofan sinn raunverulega þyngdarflokk. Ein af þeim lexíum sem ég hef dregið af ferli mínum sem utanríkisráðherra er að fátt er okkur mikilvægara en að efla og ýta undir þetta samstarf á öllum sviðum. Þessi samstaða birtist okkur best á myrkustu dögunum eftir hrunið þegar himnarnir hrundu. Það komu erfiðir dagar og nætur þegar mörgum, þar á meðal mér, fannst við Íslendingar standa aleinir – og jafnvel þeir bregðast sem við töldum þó að við hefðum staðið í hvað dýpstu vináttusambandi við. Það var lexía. Þeir sem þá réttu út höndina okkur til hjálpar og reyndust okkur best voru þeir sem stóðu okkur langnæst – Norðurlandaríkin. Þau, ekki síst Noregur, veittu íslensku þjóðinni ekki aðeins móralskan styrk, heldur reiddu fram ásamt Pólverjum helminginn af þeim gjaldeyrislánum sem voru undirstaða efnahagsáætlunarinnar sem við gerðum í samvinnu við AGS. Það var ekki jafnsjálfsagt og mörgum Íslendingum þótti þegar heimspressan afgreiddi Ísland nánast sem hrunið ríki. En upp úr því fór Ísland að rísa úr ösku bankabálsins. Vilji Svía og Finna til þátttöku í loftrýmisgæslu við Ísland – sem sums staðar er umdeild – er stórpólitísk ákvörðun því í henni felst enn eitt styrkleikatáknið um samstöðu Norðurlandaríkjanna í blíðu og stríðu. Hún hrindir í framkvæmd einni af tillögunum um aukið samstarf Norðurlandaríkjanna sem er að finna í hinni stórmerku skýrslu sem Thorvald Stoltenberg afhenti okkur norrænum utanríkisráðherrum í febrúar 2009. Það var fyrsti fundurinn sem ég sat í þeirra hópi. Áhugi frændþjóðanna tveggja kemur líka í kjölfar yfirlýsingar sem Norðurlandaríkin gerðu með sér árið 2011 um samstöðu til að mæta óförum, bæði náttúrulegum og af manna völdum, á sviði utanríkis- og öryggismála. Ákvörðun Svía og Finna færir ekkert landanna þriggja nær eða fjær Atlantshafsbandalaginu. Hún er hins vegar sterk, táknræn yfirlýsing um að norræna stórfjölskyldan stendur saman og gætir hver annars eftir mætti, hvað sem á dynur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því hversu samstarf Norðurlandaríkjanna fimm á öllum sviðum er okkur dýrmætt. Það er helsta ástæðan fyrir því að Ísland, alveg eins og hin löndin fjögur, boxar alþjóðlega töluvert fyrir ofan sinn raunverulega þyngdarflokk. Ein af þeim lexíum sem ég hef dregið af ferli mínum sem utanríkisráðherra er að fátt er okkur mikilvægara en að efla og ýta undir þetta samstarf á öllum sviðum. Þessi samstaða birtist okkur best á myrkustu dögunum eftir hrunið þegar himnarnir hrundu. Það komu erfiðir dagar og nætur þegar mörgum, þar á meðal mér, fannst við Íslendingar standa aleinir – og jafnvel þeir bregðast sem við töldum þó að við hefðum staðið í hvað dýpstu vináttusambandi við. Það var lexía. Þeir sem þá réttu út höndina okkur til hjálpar og reyndust okkur best voru þeir sem stóðu okkur langnæst – Norðurlandaríkin. Þau, ekki síst Noregur, veittu íslensku þjóðinni ekki aðeins móralskan styrk, heldur reiddu fram ásamt Pólverjum helminginn af þeim gjaldeyrislánum sem voru undirstaða efnahagsáætlunarinnar sem við gerðum í samvinnu við AGS. Það var ekki jafnsjálfsagt og mörgum Íslendingum þótti þegar heimspressan afgreiddi Ísland nánast sem hrunið ríki. En upp úr því fór Ísland að rísa úr ösku bankabálsins. Vilji Svía og Finna til þátttöku í loftrýmisgæslu við Ísland – sem sums staðar er umdeild – er stórpólitísk ákvörðun því í henni felst enn eitt styrkleikatáknið um samstöðu Norðurlandaríkjanna í blíðu og stríðu. Hún hrindir í framkvæmd einni af tillögunum um aukið samstarf Norðurlandaríkjanna sem er að finna í hinni stórmerku skýrslu sem Thorvald Stoltenberg afhenti okkur norrænum utanríkisráðherrum í febrúar 2009. Það var fyrsti fundurinn sem ég sat í þeirra hópi. Áhugi frændþjóðanna tveggja kemur líka í kjölfar yfirlýsingar sem Norðurlandaríkin gerðu með sér árið 2011 um samstöðu til að mæta óförum, bæði náttúrulegum og af manna völdum, á sviði utanríkis- og öryggismála. Ákvörðun Svía og Finna færir ekkert landanna þriggja nær eða fjær Atlantshafsbandalaginu. Hún er hins vegar sterk, táknræn yfirlýsing um að norræna stórfjölskyldan stendur saman og gætir hver annars eftir mætti, hvað sem á dynur.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun