250 þúsund seld í Frakklandi Freyr Bjarnason skrifar 2. nóvember 2012 06:00 Arnaldur Indriðason nýtur mikilla vinsælda í Frakklandi. Glæpasagan Myrká eftir Arnald Indriðason hefur notið mikilla vinsælda í Frakklandi frá því hún kom út í vasabroti síðastliðið vor og hefur selst í 250 þúsund eintökum á fáeinum mánuðum. Bókin heitir á frönsku La rivière noire. Hún flaug beint inn á vinsældalistann við útgáfu og var í sautján vikur samfleytt í einu af tíu efstu sætunum. Áður hafði innbundna útgáfan trónað á toppi metsölulista yfir glæpasögur þar í landi. Von er á Bettý eftir Arnald í vasabroti í Frakklandi í næsta mánuði og í febrúar verður bókin Furðustrandir gefin þar út innbundin. Það verður tíunda bókin sem kemur út eftir hann í Frakklandi. Vinsældir bóka Arnaldar á erlendri grund fara stigvaxandi en nú hafa á áttundu milljón bóka hans selst á heimsvísu. Arnaldur var valinn einn af tíu bestu núlifandi glæpasagnahöfundum í Evrópu af Guardian á síðasta ári og var þar meira að segja efstur á blaði. Ný bók eftir Arnald, Reykjavíkurnætur, er nýkominn út en hún fjallar um fyrsta mál lögreglumannsins Erlendar Sveinssonar. Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Glæpasagan Myrká eftir Arnald Indriðason hefur notið mikilla vinsælda í Frakklandi frá því hún kom út í vasabroti síðastliðið vor og hefur selst í 250 þúsund eintökum á fáeinum mánuðum. Bókin heitir á frönsku La rivière noire. Hún flaug beint inn á vinsældalistann við útgáfu og var í sautján vikur samfleytt í einu af tíu efstu sætunum. Áður hafði innbundna útgáfan trónað á toppi metsölulista yfir glæpasögur þar í landi. Von er á Bettý eftir Arnald í vasabroti í Frakklandi í næsta mánuði og í febrúar verður bókin Furðustrandir gefin þar út innbundin. Það verður tíunda bókin sem kemur út eftir hann í Frakklandi. Vinsældir bóka Arnaldar á erlendri grund fara stigvaxandi en nú hafa á áttundu milljón bóka hans selst á heimsvísu. Arnaldur var valinn einn af tíu bestu núlifandi glæpasagnahöfundum í Evrópu af Guardian á síðasta ári og var þar meira að segja efstur á blaði. Ný bók eftir Arnald, Reykjavíkurnætur, er nýkominn út en hún fjallar um fyrsta mál lögreglumannsins Erlendar Sveinssonar.
Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira