250 þúsund seld í Frakklandi Freyr Bjarnason skrifar 2. nóvember 2012 06:00 Arnaldur Indriðason nýtur mikilla vinsælda í Frakklandi. Glæpasagan Myrká eftir Arnald Indriðason hefur notið mikilla vinsælda í Frakklandi frá því hún kom út í vasabroti síðastliðið vor og hefur selst í 250 þúsund eintökum á fáeinum mánuðum. Bókin heitir á frönsku La rivière noire. Hún flaug beint inn á vinsældalistann við útgáfu og var í sautján vikur samfleytt í einu af tíu efstu sætunum. Áður hafði innbundna útgáfan trónað á toppi metsölulista yfir glæpasögur þar í landi. Von er á Bettý eftir Arnald í vasabroti í Frakklandi í næsta mánuði og í febrúar verður bókin Furðustrandir gefin þar út innbundin. Það verður tíunda bókin sem kemur út eftir hann í Frakklandi. Vinsældir bóka Arnaldar á erlendri grund fara stigvaxandi en nú hafa á áttundu milljón bóka hans selst á heimsvísu. Arnaldur var valinn einn af tíu bestu núlifandi glæpasagnahöfundum í Evrópu af Guardian á síðasta ári og var þar meira að segja efstur á blaði. Ný bók eftir Arnald, Reykjavíkurnætur, er nýkominn út en hún fjallar um fyrsta mál lögreglumannsins Erlendar Sveinssonar. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Glæpasagan Myrká eftir Arnald Indriðason hefur notið mikilla vinsælda í Frakklandi frá því hún kom út í vasabroti síðastliðið vor og hefur selst í 250 þúsund eintökum á fáeinum mánuðum. Bókin heitir á frönsku La rivière noire. Hún flaug beint inn á vinsældalistann við útgáfu og var í sautján vikur samfleytt í einu af tíu efstu sætunum. Áður hafði innbundna útgáfan trónað á toppi metsölulista yfir glæpasögur þar í landi. Von er á Bettý eftir Arnald í vasabroti í Frakklandi í næsta mánuði og í febrúar verður bókin Furðustrandir gefin þar út innbundin. Það verður tíunda bókin sem kemur út eftir hann í Frakklandi. Vinsældir bóka Arnaldar á erlendri grund fara stigvaxandi en nú hafa á áttundu milljón bóka hans selst á heimsvísu. Arnaldur var valinn einn af tíu bestu núlifandi glæpasagnahöfundum í Evrópu af Guardian á síðasta ári og var þar meira að segja efstur á blaði. Ný bók eftir Arnald, Reykjavíkurnætur, er nýkominn út en hún fjallar um fyrsta mál lögreglumannsins Erlendar Sveinssonar.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira