Áhugi annarra liða hvetur mig áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. nóvember 2012 06:00 Aron Jóhannsson í leik með íslenska U-21 landsliðinu.fréttablaðið/anton Aron Jóhannsson, leikmaður AGF og markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar, hefur víða vakið athygli fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hans, sagði við danska fjölmiðla að lið úr alls átta deildum víða um Evrópu hefðu fylgst með kappanum síðustu vikur og mánuði. „Aggi [Magnús Agnar] hefur alltaf sagt mér að einbeita mér að boltanum og pæla ekki í áhuga annarra liða. Hann hafði sagt mér frá einhverjum liðum en annars var ég bara að lesa þetta í blöðunum í dag," sagði Aron við Fréttablaðið í gær. Aron er nú að glíma við tognun í nára en hann segir fréttir eins og þessar ekki trufla einbeitinguna. „Það er frekar að þetta hjálpi mér því nú vil ég leggja enn meira á mig til að ná mér góðum og koma enn sterkari til baka," segir Aron. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Aron er frá vegna tognunar í nára en hann þurfti að draga sig úr landsliðshópi Íslands sem lék í undankeppni HM 2014 í upphafi síðasta mánaðar. „Ég býst við að vera frá í um tvær vikur. Draumurinn er að ná leik með AGF gegn Horsens þann 9. nóvember." Aron neitar því ekki að það sé erfitt að hafa þurft að sitja á hliðarlínunni síðustu vikurnar vegna meiðslanna. „Það var virkilega svekkjandi að missa af landsleikjunum enda í fyrsta sinn sem ég var valinn í A-landsliðið. AGF á svo stærsta leik tímabilsins á sunnudaginn þegar við mætum FCK en ég missi af honum líka," segir Aron en AGF er sem stendur í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði FCK. Aron hefur skorað tólf mörk í þrettán deildarleikjum á tímabilinu og ætlar ekki að láta áhuga annarra liða trufla sig þegar hann snýr svo til baka á völlinn. „Ég reyndi að standa mig áfram vel í leikjum með AGF og ef eitthvað spennandi kemur upp síðar meir verður það skoðað." Aron skrifaði nýverið undir nýjan þriggja ára samning við AGF. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ Sjá meira
Aron Jóhannsson, leikmaður AGF og markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar, hefur víða vakið athygli fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hans, sagði við danska fjölmiðla að lið úr alls átta deildum víða um Evrópu hefðu fylgst með kappanum síðustu vikur og mánuði. „Aggi [Magnús Agnar] hefur alltaf sagt mér að einbeita mér að boltanum og pæla ekki í áhuga annarra liða. Hann hafði sagt mér frá einhverjum liðum en annars var ég bara að lesa þetta í blöðunum í dag," sagði Aron við Fréttablaðið í gær. Aron er nú að glíma við tognun í nára en hann segir fréttir eins og þessar ekki trufla einbeitinguna. „Það er frekar að þetta hjálpi mér því nú vil ég leggja enn meira á mig til að ná mér góðum og koma enn sterkari til baka," segir Aron. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Aron er frá vegna tognunar í nára en hann þurfti að draga sig úr landsliðshópi Íslands sem lék í undankeppni HM 2014 í upphafi síðasta mánaðar. „Ég býst við að vera frá í um tvær vikur. Draumurinn er að ná leik með AGF gegn Horsens þann 9. nóvember." Aron neitar því ekki að það sé erfitt að hafa þurft að sitja á hliðarlínunni síðustu vikurnar vegna meiðslanna. „Það var virkilega svekkjandi að missa af landsleikjunum enda í fyrsta sinn sem ég var valinn í A-landsliðið. AGF á svo stærsta leik tímabilsins á sunnudaginn þegar við mætum FCK en ég missi af honum líka," segir Aron en AGF er sem stendur í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði FCK. Aron hefur skorað tólf mörk í þrettán deildarleikjum á tímabilinu og ætlar ekki að láta áhuga annarra liða trufla sig þegar hann snýr svo til baka á völlinn. „Ég reyndi að standa mig áfram vel í leikjum með AGF og ef eitthvað spennandi kemur upp síðar meir verður það skoðað." Aron skrifaði nýverið undir nýjan þriggja ára samning við AGF.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ Sjá meira