Áhugi annarra liða hvetur mig áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. nóvember 2012 06:00 Aron Jóhannsson í leik með íslenska U-21 landsliðinu.fréttablaðið/anton Aron Jóhannsson, leikmaður AGF og markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar, hefur víða vakið athygli fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hans, sagði við danska fjölmiðla að lið úr alls átta deildum víða um Evrópu hefðu fylgst með kappanum síðustu vikur og mánuði. „Aggi [Magnús Agnar] hefur alltaf sagt mér að einbeita mér að boltanum og pæla ekki í áhuga annarra liða. Hann hafði sagt mér frá einhverjum liðum en annars var ég bara að lesa þetta í blöðunum í dag," sagði Aron við Fréttablaðið í gær. Aron er nú að glíma við tognun í nára en hann segir fréttir eins og þessar ekki trufla einbeitinguna. „Það er frekar að þetta hjálpi mér því nú vil ég leggja enn meira á mig til að ná mér góðum og koma enn sterkari til baka," segir Aron. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Aron er frá vegna tognunar í nára en hann þurfti að draga sig úr landsliðshópi Íslands sem lék í undankeppni HM 2014 í upphafi síðasta mánaðar. „Ég býst við að vera frá í um tvær vikur. Draumurinn er að ná leik með AGF gegn Horsens þann 9. nóvember." Aron neitar því ekki að það sé erfitt að hafa þurft að sitja á hliðarlínunni síðustu vikurnar vegna meiðslanna. „Það var virkilega svekkjandi að missa af landsleikjunum enda í fyrsta sinn sem ég var valinn í A-landsliðið. AGF á svo stærsta leik tímabilsins á sunnudaginn þegar við mætum FCK en ég missi af honum líka," segir Aron en AGF er sem stendur í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði FCK. Aron hefur skorað tólf mörk í þrettán deildarleikjum á tímabilinu og ætlar ekki að láta áhuga annarra liða trufla sig þegar hann snýr svo til baka á völlinn. „Ég reyndi að standa mig áfram vel í leikjum með AGF og ef eitthvað spennandi kemur upp síðar meir verður það skoðað." Aron skrifaði nýverið undir nýjan þriggja ára samning við AGF. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Sjá meira
Aron Jóhannsson, leikmaður AGF og markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar, hefur víða vakið athygli fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hans, sagði við danska fjölmiðla að lið úr alls átta deildum víða um Evrópu hefðu fylgst með kappanum síðustu vikur og mánuði. „Aggi [Magnús Agnar] hefur alltaf sagt mér að einbeita mér að boltanum og pæla ekki í áhuga annarra liða. Hann hafði sagt mér frá einhverjum liðum en annars var ég bara að lesa þetta í blöðunum í dag," sagði Aron við Fréttablaðið í gær. Aron er nú að glíma við tognun í nára en hann segir fréttir eins og þessar ekki trufla einbeitinguna. „Það er frekar að þetta hjálpi mér því nú vil ég leggja enn meira á mig til að ná mér góðum og koma enn sterkari til baka," segir Aron. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Aron er frá vegna tognunar í nára en hann þurfti að draga sig úr landsliðshópi Íslands sem lék í undankeppni HM 2014 í upphafi síðasta mánaðar. „Ég býst við að vera frá í um tvær vikur. Draumurinn er að ná leik með AGF gegn Horsens þann 9. nóvember." Aron neitar því ekki að það sé erfitt að hafa þurft að sitja á hliðarlínunni síðustu vikurnar vegna meiðslanna. „Það var virkilega svekkjandi að missa af landsleikjunum enda í fyrsta sinn sem ég var valinn í A-landsliðið. AGF á svo stærsta leik tímabilsins á sunnudaginn þegar við mætum FCK en ég missi af honum líka," segir Aron en AGF er sem stendur í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði FCK. Aron hefur skorað tólf mörk í þrettán deildarleikjum á tímabilinu og ætlar ekki að láta áhuga annarra liða trufla sig þegar hann snýr svo til baka á völlinn. „Ég reyndi að standa mig áfram vel í leikjum með AGF og ef eitthvað spennandi kemur upp síðar meir verður það skoðað." Aron skrifaði nýverið undir nýjan þriggja ára samning við AGF.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn