Vinkonurnar Magdalena Dubik og Védís Vantida úr hljómsveitinni Galaxies hafa verið tilnefndar til Eurodanceweb-verðlaunanna árið 2012 fyrir lagið I Don"t Want This Love.
Þetta er mikill heiður fyrir þær Magdalenu og Védísi, sem stigu fyrst fram á sjónarsviðið á síðasta ári. Þessi verðlaun hafa verið veitt frá árinu 2001 og er ætlunin með þeim að kynna danstónlist úti um alla Evrópu.
Á hverju ári fylgjast ritstjórar síðunnar með alþjóðlegri danstónlist og velja það sem þeim finnst áhugaverðast. Danstónlistaraðdáendur geta kosið uppáhaldslögin sín hér á síðunni Eurodanceweb.com þangað til í lok desember.
Hægt er að sjá upptöku af Magdalenu og Védísi flytja lagið á Ungfrú Ísland keppninni í fyrra hér fyrir ofan.

