Fólkið á að ráða – það er lýðræði Valgerður Bjarnadóttir skrifar 19. október 2012 06:00 1. Um hvað snýst þetta allt saman? 2. Er þetta ekki allt of flókið? 3. Hefur fólk eitthvert vit á þessu? 4. Verður nokkuð farið eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar? Svörin eru í sömu röð:1. Þetta snýst um hvort stjórnar- skránni er skipað af öllu fólki eða einhverjum útvöldum. 2. Nei. 3. Já, við vitum öll hvað við viljum. 4. Já. Spurningarnar eru á mannamáli og auðskiljanlegar. Engin vandkvæði eru á því að túlka niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Já þýðir já og nei þýðir nei. Við stöndum á tímamótum. Fólkinu í landinu er gefinn kostur á að segja skoðun sína á tillögum að nýrri stjórnarskrá. Hingað til hefur verið litið á það sem einkamál stjórnmálamanna/Alþingis og lögfræðinga. Heildarendurskoðun á þessu grundvallarplaggi stjórnskipunarinnar og undirstöðu laga hefur ekki tekist til þessa. Stjórnlagaráðinu tókst það. Kannski er það vitnisburður um að stjórnmálamenn og lögfræðingar eigi að halda sig til hlés hvað þessi efni varðar. Margir hafa allt á hornum sér varðandi þá aðferð er notuð. Gæti það verið vegna þess að í gegnum árin hefur orðið til í landinu hópur fólks sem telur sig betur til þess fallið að ráða ráðum okkar og hafa vit fyrir okkur en við getum öll í sameiningu? Það er bráðnauðsynlegt í kjölfar þeirra þjóðfélagslegu hamfara sem við höfum gengið í gegnum að hrista upp í valdahlutföllum þjóðfélagsins. Nú er tækifæri. Núna er tækifæri fyrir fólk að sýna hug sinn til þeirrar vinnu sem það sjálft hefur unnið á Þjóðfundi og í stjórnlagaráði. Allir kjósendur hafa tækifæri, ekki einungis einhverjir útvaldir eða sjálfskipaðir. Spurningarnar fimm sem fylgja meginspurningunni eru um róttækar breytingar á stjórnarháttum okkar. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar ræður því hvort þessar róttæku breytingar verða lagðar fram í frumvarpi sem lagt verður fyrir Alþingi um breytingar á stjórnarskrá. Hvað er lýðræði? Svar: Fólkið á að ráða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
1. Um hvað snýst þetta allt saman? 2. Er þetta ekki allt of flókið? 3. Hefur fólk eitthvert vit á þessu? 4. Verður nokkuð farið eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar? Svörin eru í sömu röð:1. Þetta snýst um hvort stjórnar- skránni er skipað af öllu fólki eða einhverjum útvöldum. 2. Nei. 3. Já, við vitum öll hvað við viljum. 4. Já. Spurningarnar eru á mannamáli og auðskiljanlegar. Engin vandkvæði eru á því að túlka niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Já þýðir já og nei þýðir nei. Við stöndum á tímamótum. Fólkinu í landinu er gefinn kostur á að segja skoðun sína á tillögum að nýrri stjórnarskrá. Hingað til hefur verið litið á það sem einkamál stjórnmálamanna/Alþingis og lögfræðinga. Heildarendurskoðun á þessu grundvallarplaggi stjórnskipunarinnar og undirstöðu laga hefur ekki tekist til þessa. Stjórnlagaráðinu tókst það. Kannski er það vitnisburður um að stjórnmálamenn og lögfræðingar eigi að halda sig til hlés hvað þessi efni varðar. Margir hafa allt á hornum sér varðandi þá aðferð er notuð. Gæti það verið vegna þess að í gegnum árin hefur orðið til í landinu hópur fólks sem telur sig betur til þess fallið að ráða ráðum okkar og hafa vit fyrir okkur en við getum öll í sameiningu? Það er bráðnauðsynlegt í kjölfar þeirra þjóðfélagslegu hamfara sem við höfum gengið í gegnum að hrista upp í valdahlutföllum þjóðfélagsins. Nú er tækifæri. Núna er tækifæri fyrir fólk að sýna hug sinn til þeirrar vinnu sem það sjálft hefur unnið á Þjóðfundi og í stjórnlagaráði. Allir kjósendur hafa tækifæri, ekki einungis einhverjir útvaldir eða sjálfskipaðir. Spurningarnar fimm sem fylgja meginspurningunni eru um róttækar breytingar á stjórnarháttum okkar. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar ræður því hvort þessar róttæku breytingar verða lagðar fram í frumvarpi sem lagt verður fyrir Alþingi um breytingar á stjórnarskrá. Hvað er lýðræði? Svar: Fólkið á að ráða.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun