Halda góðgerðarball til styrktar Kvennaathvarfinu 17. október 2012 00:01 Andri Haraldsson og vinir hans í Félagsfíklunum halda góðgerðarball í kvöld fyrir Kvennaathvarfið. fréttablaðið/vilhelm Tónleikarnir verða í Háteigsskóla í kvöld. Þeir hefjast klukkan 19 og standa yfir til 22. Andri Haraldsson, fimmtán ára unglingur úr Háteigsskóla, heldur ásamt félögum sínum í hópnum Félagsfíklarnir góðgerðarball í kvöld til styrktar Kvennaathvarfinu. Félagsmiðstöðin Kampur tekur einnig þátt í skipulagningunni. Félagsfíklarnir hafa áður haldið böll og ýmsa aðra viðburði en þetta verður fyrsta góðgerðarballið þeirra, og ekki það síðasta að sögn Andra. „Við fengum þessa hugmynd í sumar að reyna að fá mætingu á svolítið stórt ball. Hugmyndin um góðgerðarball kom ekki fyrr en mikið seinna," segir hann. „Mamma sagði mér frá þessu með Kvennaathvarfið. Ég byrjaði að hugsa um þetta og sagði strákunum frá þessu og þeir voru mjög til í þetta. Við vitum að þau eru í fjáröflun fyrir nýju húsnæði og betra umhverfi. Við hugsuðum með okkur að það væri fínt að ná að styrkja þau svolítið og reyna að fá betri líðan þarna. Manni finnst vera svo lítið lagt í þetta." Búið er að selja um 160 miða á ballið og kostar miðinn 500 krónur. Plötusnúður úr röðum Félagsfíklanna mun sjá um tónlistina. Takmarkið er að safna eitt hundrað þúsund krónum sem verða svo afhentar Kvennaathvarfinu. Andri er með fleiri verkefni í bígerð því hann er að undirbúa heimildarmynd um heimilisofbeldi. „Ég hef mikinn áhuga á kvikmyndagerð og mig langaði að gera heimildarmynd um eitthvað sem gæti skipt máli, sérstaklega fyrir krakka á mínum aldri. Það er engin fræðsla um þetta í skólum og mig langaði að tengja myndina og ballið svolítið saman." Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Tónleikarnir verða í Háteigsskóla í kvöld. Þeir hefjast klukkan 19 og standa yfir til 22. Andri Haraldsson, fimmtán ára unglingur úr Háteigsskóla, heldur ásamt félögum sínum í hópnum Félagsfíklarnir góðgerðarball í kvöld til styrktar Kvennaathvarfinu. Félagsmiðstöðin Kampur tekur einnig þátt í skipulagningunni. Félagsfíklarnir hafa áður haldið böll og ýmsa aðra viðburði en þetta verður fyrsta góðgerðarballið þeirra, og ekki það síðasta að sögn Andra. „Við fengum þessa hugmynd í sumar að reyna að fá mætingu á svolítið stórt ball. Hugmyndin um góðgerðarball kom ekki fyrr en mikið seinna," segir hann. „Mamma sagði mér frá þessu með Kvennaathvarfið. Ég byrjaði að hugsa um þetta og sagði strákunum frá þessu og þeir voru mjög til í þetta. Við vitum að þau eru í fjáröflun fyrir nýju húsnæði og betra umhverfi. Við hugsuðum með okkur að það væri fínt að ná að styrkja þau svolítið og reyna að fá betri líðan þarna. Manni finnst vera svo lítið lagt í þetta." Búið er að selja um 160 miða á ballið og kostar miðinn 500 krónur. Plötusnúður úr röðum Félagsfíklanna mun sjá um tónlistina. Takmarkið er að safna eitt hundrað þúsund krónum sem verða svo afhentar Kvennaathvarfinu. Andri er með fleiri verkefni í bígerð því hann er að undirbúa heimildarmynd um heimilisofbeldi. „Ég hef mikinn áhuga á kvikmyndagerð og mig langaði að gera heimildarmynd um eitthvað sem gæti skipt máli, sérstaklega fyrir krakka á mínum aldri. Það er engin fræðsla um þetta í skólum og mig langaði að tengja myndina og ballið svolítið saman."
Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira