Halda góðgerðarball til styrktar Kvennaathvarfinu 17. október 2012 00:01 Andri Haraldsson og vinir hans í Félagsfíklunum halda góðgerðarball í kvöld fyrir Kvennaathvarfið. fréttablaðið/vilhelm Tónleikarnir verða í Háteigsskóla í kvöld. Þeir hefjast klukkan 19 og standa yfir til 22. Andri Haraldsson, fimmtán ára unglingur úr Háteigsskóla, heldur ásamt félögum sínum í hópnum Félagsfíklarnir góðgerðarball í kvöld til styrktar Kvennaathvarfinu. Félagsmiðstöðin Kampur tekur einnig þátt í skipulagningunni. Félagsfíklarnir hafa áður haldið böll og ýmsa aðra viðburði en þetta verður fyrsta góðgerðarballið þeirra, og ekki það síðasta að sögn Andra. „Við fengum þessa hugmynd í sumar að reyna að fá mætingu á svolítið stórt ball. Hugmyndin um góðgerðarball kom ekki fyrr en mikið seinna," segir hann. „Mamma sagði mér frá þessu með Kvennaathvarfið. Ég byrjaði að hugsa um þetta og sagði strákunum frá þessu og þeir voru mjög til í þetta. Við vitum að þau eru í fjáröflun fyrir nýju húsnæði og betra umhverfi. Við hugsuðum með okkur að það væri fínt að ná að styrkja þau svolítið og reyna að fá betri líðan þarna. Manni finnst vera svo lítið lagt í þetta." Búið er að selja um 160 miða á ballið og kostar miðinn 500 krónur. Plötusnúður úr röðum Félagsfíklanna mun sjá um tónlistina. Takmarkið er að safna eitt hundrað þúsund krónum sem verða svo afhentar Kvennaathvarfinu. Andri er með fleiri verkefni í bígerð því hann er að undirbúa heimildarmynd um heimilisofbeldi. „Ég hef mikinn áhuga á kvikmyndagerð og mig langaði að gera heimildarmynd um eitthvað sem gæti skipt máli, sérstaklega fyrir krakka á mínum aldri. Það er engin fræðsla um þetta í skólum og mig langaði að tengja myndina og ballið svolítið saman." Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tónleikarnir verða í Háteigsskóla í kvöld. Þeir hefjast klukkan 19 og standa yfir til 22. Andri Haraldsson, fimmtán ára unglingur úr Háteigsskóla, heldur ásamt félögum sínum í hópnum Félagsfíklarnir góðgerðarball í kvöld til styrktar Kvennaathvarfinu. Félagsmiðstöðin Kampur tekur einnig þátt í skipulagningunni. Félagsfíklarnir hafa áður haldið böll og ýmsa aðra viðburði en þetta verður fyrsta góðgerðarballið þeirra, og ekki það síðasta að sögn Andra. „Við fengum þessa hugmynd í sumar að reyna að fá mætingu á svolítið stórt ball. Hugmyndin um góðgerðarball kom ekki fyrr en mikið seinna," segir hann. „Mamma sagði mér frá þessu með Kvennaathvarfið. Ég byrjaði að hugsa um þetta og sagði strákunum frá þessu og þeir voru mjög til í þetta. Við vitum að þau eru í fjáröflun fyrir nýju húsnæði og betra umhverfi. Við hugsuðum með okkur að það væri fínt að ná að styrkja þau svolítið og reyna að fá betri líðan þarna. Manni finnst vera svo lítið lagt í þetta." Búið er að selja um 160 miða á ballið og kostar miðinn 500 krónur. Plötusnúður úr röðum Félagsfíklanna mun sjá um tónlistina. Takmarkið er að safna eitt hundrað þúsund krónum sem verða svo afhentar Kvennaathvarfinu. Andri er með fleiri verkefni í bígerð því hann er að undirbúa heimildarmynd um heimilisofbeldi. „Ég hef mikinn áhuga á kvikmyndagerð og mig langaði að gera heimildarmynd um eitthvað sem gæti skipt máli, sérstaklega fyrir krakka á mínum aldri. Það er engin fræðsla um þetta í skólum og mig langaði að tengja myndina og ballið svolítið saman."
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira