"Hrapalleg mistök“ Bjarna Össur Skarphéðinsson skrifar 16. október 2012 06:00 Skákblinda heitir það, þegar menn leika hroðalega af sér á taflborðinu. Bjarni Benediktsson lék illa af sér fyrir hönd Íslands þegar hann lýsti yfir, að hann vildi slíta aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Tillaga hans gengur þvert á niðurstöðu nýlegrar skýrslu Seðlabankans, sem segir það svart á hvítu að Íslendingar þurfi að velja á milli tveggja kosta í gjaldmiðilsmálum: Halda krónunni í einhvers konar höftum, eða ganga í Evrópusambandið og taka upp evru í bættum herklæðum. Í því ljósi er beinlínis skaðlegt hagsmunum Íslendinga að taka af landsmönnum þann möguleika að velja á milli þessara tveggja kosta. Það felst þó í stefnu Bjarna. Skýrsla Seðlabankans svipti burt þeirri goðsögn að krónan væri tæki til að jafna sveiflur. Niðurstaðan var þveröfug. Krónan sjálf er uppspretta sveiflna – segir skýrslan. Hún er sveifluvaki fremur en sveiflujafnari. Krónan leiðir beinlínis til hærri vaxta. Evran á hinn bóginn jafnar sveiflur, lækkar vexti, gæti lækkað viðskiptakostnað árlega um 5-15 milljarða króna og aukið vöruviðskipti um 65 – 179 milljarða króna á ári. Íslendingar munu hins vegar aldrei eiga þess kost að velja að njóta þessara ávinninga evrunnar ef stefna Bjarna Benediktssonar nær fram að ganga. Það væri því beinlínis í andstöðu við hagsmuni þjóðarinnar að taka upp stefnu Bjarna um að slíta viðræðunum við Evrópusambandið og taka þannig frá Íslendingum þann möguleika að Íslendingar gætu einhvern tíma í framtíðinni tekið upp evruna telji landsmenn það farsælast fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Einn farsælasti formaður og forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins síðustu áratugi, Þorsteinn Pálsson, sagði að með þessu yrðu Bjarna á hrapallegustu mistök í utanríkispólitískum efnum, sem nokkur formaður Sjálfstæðisflokksins hefði nokkru sinni gert. Þyngri dóm er ekki hægt að fella. Rifja má upp, að landsfundur Sjálfstæðisflokksins felldi, ekki einu sinni heldur tvisvar, tillögu um að slíta viðræðum við ESB. Í hvaða umboði talar þá formaður Sjálfstæðisflokksins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Skákblinda heitir það, þegar menn leika hroðalega af sér á taflborðinu. Bjarni Benediktsson lék illa af sér fyrir hönd Íslands þegar hann lýsti yfir, að hann vildi slíta aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Tillaga hans gengur þvert á niðurstöðu nýlegrar skýrslu Seðlabankans, sem segir það svart á hvítu að Íslendingar þurfi að velja á milli tveggja kosta í gjaldmiðilsmálum: Halda krónunni í einhvers konar höftum, eða ganga í Evrópusambandið og taka upp evru í bættum herklæðum. Í því ljósi er beinlínis skaðlegt hagsmunum Íslendinga að taka af landsmönnum þann möguleika að velja á milli þessara tveggja kosta. Það felst þó í stefnu Bjarna. Skýrsla Seðlabankans svipti burt þeirri goðsögn að krónan væri tæki til að jafna sveiflur. Niðurstaðan var þveröfug. Krónan sjálf er uppspretta sveiflna – segir skýrslan. Hún er sveifluvaki fremur en sveiflujafnari. Krónan leiðir beinlínis til hærri vaxta. Evran á hinn bóginn jafnar sveiflur, lækkar vexti, gæti lækkað viðskiptakostnað árlega um 5-15 milljarða króna og aukið vöruviðskipti um 65 – 179 milljarða króna á ári. Íslendingar munu hins vegar aldrei eiga þess kost að velja að njóta þessara ávinninga evrunnar ef stefna Bjarna Benediktssonar nær fram að ganga. Það væri því beinlínis í andstöðu við hagsmuni þjóðarinnar að taka upp stefnu Bjarna um að slíta viðræðunum við Evrópusambandið og taka þannig frá Íslendingum þann möguleika að Íslendingar gætu einhvern tíma í framtíðinni tekið upp evruna telji landsmenn það farsælast fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Einn farsælasti formaður og forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins síðustu áratugi, Þorsteinn Pálsson, sagði að með þessu yrðu Bjarna á hrapallegustu mistök í utanríkispólitískum efnum, sem nokkur formaður Sjálfstæðisflokksins hefði nokkru sinni gert. Þyngri dóm er ekki hægt að fella. Rifja má upp, að landsfundur Sjálfstæðisflokksins felldi, ekki einu sinni heldur tvisvar, tillögu um að slíta viðræðum við ESB. Í hvaða umboði talar þá formaður Sjálfstæðisflokksins?
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar