Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn 10. október gegn þunglyndi Guðbjartur Hannesson skrifar 10. október 2012 00:00 Í dag eru liðin 20 ár frá því að alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn var haldinn í fyrsta sinn og er sjónum nú beint að þunglyndi. Dagurinn er vakningardagur, ætlaður til að upplýsa og fræða fólk um mikilvægt málefni sem kemur okkur öllum við og skapa jákvæða umræðu um geðheilsu. Þrátt fyrir árangursríkar leiðir til að meðhöndla þunglyndi, skortir víða á aðgengi fólks að meðferðarúrræðum og hefur verið bent á að hjá sumum þjóðum fái innan við 10% þeirra sem á þurfa að halda viðeigandi meðferð. Áætlað er að um 20% þjóðarinnar líði fyrir þunglyndi á einhverjum tíma ævinnar en þrátt fyrir að það sé svo algengt gerir fólk sér oft litla grein fyrir eðli sjúkdómsins. Þunglyndi fer ekki í manngreinarálit og getur lagst á fólk á öllum aldri, þótt oft geri það vart við sig snemma á ævinni eða um 18–30 ára aldur. Oft fylgir þunglyndi langvinnum líkamlegum sjúkdómum. Velflestir þeirra sem þjást af þunglyndi leita fyrst til heilsugæslunnar og margir fá þar meðferð. Miklu skiptir að fagfólk heilsugæslunnar sé vel í stakk búið til að greina þunglyndi, veita meðferð eða vísa fólki á þá hjálp sem best kemur að gagni. Í tengslum við átakið Þjóð gegn þunglyndi er sinnt fræðslustarfi fyrir fagfólk og haldin námskeið fyrir heilbrigðisstarfsfólk til að bæta færni þess í að greina og meðhöndla þunglyndi. Á liðnum árum hafa áherslur í geðheilbrigðismálum breyst mikið og má segja að orðið hafi vitundarvakning um mikilvægi geðheilbrigðis og geðræktar. Fjölmargir vinna að forvarnarverkefnum sem styðja við geðheilbrigði og má þar nefna Embætti landlæknis, heilsugæsluna, sveitarfélög og ýmis notenda- og félagasamtök sem hafa sinnt sálfélagslegri þjónustu við geðsjúka í ríkum mæli. Embætti landlæknis ýtti nýlega úr vör viðamiklu verkefni undir yfirskriftinni Heilsueflandi skólar þar sem unnið er markvisst að heilsueflingu á öllum skólastigum og veitt ráðgjöf um hvernig stuðla megi að farsælum samskiptum, jákvæðum skólabrag og vellíðan nemenda og starfsfólks. Þá stendur embættið að verkefninu Vinir Zippýs sem er alþjóðlegt forvarnarverkefni á sviði geðheilsu fyrir börn á aldrinum 5–7 ára. Annað verkefni sem embættið hefur þróað að undanförnu er forvarnarnámsefni gegn ofbeldi í nánum samskiptum unglinga sem ber heitið Örugg saman, ætlað unglingum í efstu bekkjum grunnskóla og miðar að því að auka vitund um einkenni andlegs, líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis og efla jákvæð samskipti. Árið 2005 var undirrituð af hálfu Íslands yfirlýsing og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum kennd við Helsinki. Þar er geðheilbrigði sett í öndvegi og geðrækt, meðferð, umönnun og endurhæfing vegna geðrænna vandamála gerð að forgangsverkefnum hjá aðildarlöndum Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Heilbrigðisyfirvöldum ber að draga vagninn, móta stefnu og skilgreina áherslur og verkefni á sviði geðheilbrigðismála en mikilvægt er að sú vinna fari fram í nánu samstarfi við hagsmunaaðila. Í drögum að heilbrigðisáætlun til ársins 2020 er áætlað að unnin verði stefna í geðheilbrigðismálum og átak gert í að vinna gegn fordómum, mismunun og félagslegri einangrun vegna geðraskana. Með aukinni þekkingu á geðheilbrigði og fræðslu til almennings hafa fordómar í garð þeirra sem glíma við geðraskanir látið undan síga. Átak hefur verið unnið af sveitarfélögum, heilbrigðis- og menntakerfinu, hagsmunaaðilum, notenda- og félagasamtökum og einstaklingum sem láta sig þessi mál varða og hafa í gegnum tíðina unnið ómetanlegt starf við að breyta hugarfari og opna umræðuna um geðsjúkdóma. Margir einstaklingar hafa opnað reynsluheim sinn og rætt af einlægni og kjarki um baráttu sína og hefur það án efa haft áhrif á umræðuna og dregið úr fordómum. Geð er eitthvað sem við eigum öll sameiginlegt. Gott heilsufar byggist jafnt á því að stunda geðrækt og að leggja rækt við líkamann. Höfum því hugfast að geðrækt er nauðsynlegur þáttur í almennri heilsueflingu landsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Skoðun Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í dag eru liðin 20 ár frá því að alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn var haldinn í fyrsta sinn og er sjónum nú beint að þunglyndi. Dagurinn er vakningardagur, ætlaður til að upplýsa og fræða fólk um mikilvægt málefni sem kemur okkur öllum við og skapa jákvæða umræðu um geðheilsu. Þrátt fyrir árangursríkar leiðir til að meðhöndla þunglyndi, skortir víða á aðgengi fólks að meðferðarúrræðum og hefur verið bent á að hjá sumum þjóðum fái innan við 10% þeirra sem á þurfa að halda viðeigandi meðferð. Áætlað er að um 20% þjóðarinnar líði fyrir þunglyndi á einhverjum tíma ævinnar en þrátt fyrir að það sé svo algengt gerir fólk sér oft litla grein fyrir eðli sjúkdómsins. Þunglyndi fer ekki í manngreinarálit og getur lagst á fólk á öllum aldri, þótt oft geri það vart við sig snemma á ævinni eða um 18–30 ára aldur. Oft fylgir þunglyndi langvinnum líkamlegum sjúkdómum. Velflestir þeirra sem þjást af þunglyndi leita fyrst til heilsugæslunnar og margir fá þar meðferð. Miklu skiptir að fagfólk heilsugæslunnar sé vel í stakk búið til að greina þunglyndi, veita meðferð eða vísa fólki á þá hjálp sem best kemur að gagni. Í tengslum við átakið Þjóð gegn þunglyndi er sinnt fræðslustarfi fyrir fagfólk og haldin námskeið fyrir heilbrigðisstarfsfólk til að bæta færni þess í að greina og meðhöndla þunglyndi. Á liðnum árum hafa áherslur í geðheilbrigðismálum breyst mikið og má segja að orðið hafi vitundarvakning um mikilvægi geðheilbrigðis og geðræktar. Fjölmargir vinna að forvarnarverkefnum sem styðja við geðheilbrigði og má þar nefna Embætti landlæknis, heilsugæsluna, sveitarfélög og ýmis notenda- og félagasamtök sem hafa sinnt sálfélagslegri þjónustu við geðsjúka í ríkum mæli. Embætti landlæknis ýtti nýlega úr vör viðamiklu verkefni undir yfirskriftinni Heilsueflandi skólar þar sem unnið er markvisst að heilsueflingu á öllum skólastigum og veitt ráðgjöf um hvernig stuðla megi að farsælum samskiptum, jákvæðum skólabrag og vellíðan nemenda og starfsfólks. Þá stendur embættið að verkefninu Vinir Zippýs sem er alþjóðlegt forvarnarverkefni á sviði geðheilsu fyrir börn á aldrinum 5–7 ára. Annað verkefni sem embættið hefur þróað að undanförnu er forvarnarnámsefni gegn ofbeldi í nánum samskiptum unglinga sem ber heitið Örugg saman, ætlað unglingum í efstu bekkjum grunnskóla og miðar að því að auka vitund um einkenni andlegs, líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis og efla jákvæð samskipti. Árið 2005 var undirrituð af hálfu Íslands yfirlýsing og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum kennd við Helsinki. Þar er geðheilbrigði sett í öndvegi og geðrækt, meðferð, umönnun og endurhæfing vegna geðrænna vandamála gerð að forgangsverkefnum hjá aðildarlöndum Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Heilbrigðisyfirvöldum ber að draga vagninn, móta stefnu og skilgreina áherslur og verkefni á sviði geðheilbrigðismála en mikilvægt er að sú vinna fari fram í nánu samstarfi við hagsmunaaðila. Í drögum að heilbrigðisáætlun til ársins 2020 er áætlað að unnin verði stefna í geðheilbrigðismálum og átak gert í að vinna gegn fordómum, mismunun og félagslegri einangrun vegna geðraskana. Með aukinni þekkingu á geðheilbrigði og fræðslu til almennings hafa fordómar í garð þeirra sem glíma við geðraskanir látið undan síga. Átak hefur verið unnið af sveitarfélögum, heilbrigðis- og menntakerfinu, hagsmunaaðilum, notenda- og félagasamtökum og einstaklingum sem láta sig þessi mál varða og hafa í gegnum tíðina unnið ómetanlegt starf við að breyta hugarfari og opna umræðuna um geðsjúkdóma. Margir einstaklingar hafa opnað reynsluheim sinn og rætt af einlægni og kjarki um baráttu sína og hefur það án efa haft áhrif á umræðuna og dregið úr fordómum. Geð er eitthvað sem við eigum öll sameiginlegt. Gott heilsufar byggist jafnt á því að stunda geðrækt og að leggja rækt við líkamann. Höfum því hugfast að geðrækt er nauðsynlegur þáttur í almennri heilsueflingu landsmanna.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun