Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn 10. október gegn þunglyndi Guðbjartur Hannesson skrifar 10. október 2012 00:00 Í dag eru liðin 20 ár frá því að alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn var haldinn í fyrsta sinn og er sjónum nú beint að þunglyndi. Dagurinn er vakningardagur, ætlaður til að upplýsa og fræða fólk um mikilvægt málefni sem kemur okkur öllum við og skapa jákvæða umræðu um geðheilsu. Þrátt fyrir árangursríkar leiðir til að meðhöndla þunglyndi, skortir víða á aðgengi fólks að meðferðarúrræðum og hefur verið bent á að hjá sumum þjóðum fái innan við 10% þeirra sem á þurfa að halda viðeigandi meðferð. Áætlað er að um 20% þjóðarinnar líði fyrir þunglyndi á einhverjum tíma ævinnar en þrátt fyrir að það sé svo algengt gerir fólk sér oft litla grein fyrir eðli sjúkdómsins. Þunglyndi fer ekki í manngreinarálit og getur lagst á fólk á öllum aldri, þótt oft geri það vart við sig snemma á ævinni eða um 18–30 ára aldur. Oft fylgir þunglyndi langvinnum líkamlegum sjúkdómum. Velflestir þeirra sem þjást af þunglyndi leita fyrst til heilsugæslunnar og margir fá þar meðferð. Miklu skiptir að fagfólk heilsugæslunnar sé vel í stakk búið til að greina þunglyndi, veita meðferð eða vísa fólki á þá hjálp sem best kemur að gagni. Í tengslum við átakið Þjóð gegn þunglyndi er sinnt fræðslustarfi fyrir fagfólk og haldin námskeið fyrir heilbrigðisstarfsfólk til að bæta færni þess í að greina og meðhöndla þunglyndi. Á liðnum árum hafa áherslur í geðheilbrigðismálum breyst mikið og má segja að orðið hafi vitundarvakning um mikilvægi geðheilbrigðis og geðræktar. Fjölmargir vinna að forvarnarverkefnum sem styðja við geðheilbrigði og má þar nefna Embætti landlæknis, heilsugæsluna, sveitarfélög og ýmis notenda- og félagasamtök sem hafa sinnt sálfélagslegri þjónustu við geðsjúka í ríkum mæli. Embætti landlæknis ýtti nýlega úr vör viðamiklu verkefni undir yfirskriftinni Heilsueflandi skólar þar sem unnið er markvisst að heilsueflingu á öllum skólastigum og veitt ráðgjöf um hvernig stuðla megi að farsælum samskiptum, jákvæðum skólabrag og vellíðan nemenda og starfsfólks. Þá stendur embættið að verkefninu Vinir Zippýs sem er alþjóðlegt forvarnarverkefni á sviði geðheilsu fyrir börn á aldrinum 5–7 ára. Annað verkefni sem embættið hefur þróað að undanförnu er forvarnarnámsefni gegn ofbeldi í nánum samskiptum unglinga sem ber heitið Örugg saman, ætlað unglingum í efstu bekkjum grunnskóla og miðar að því að auka vitund um einkenni andlegs, líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis og efla jákvæð samskipti. Árið 2005 var undirrituð af hálfu Íslands yfirlýsing og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum kennd við Helsinki. Þar er geðheilbrigði sett í öndvegi og geðrækt, meðferð, umönnun og endurhæfing vegna geðrænna vandamála gerð að forgangsverkefnum hjá aðildarlöndum Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Heilbrigðisyfirvöldum ber að draga vagninn, móta stefnu og skilgreina áherslur og verkefni á sviði geðheilbrigðismála en mikilvægt er að sú vinna fari fram í nánu samstarfi við hagsmunaaðila. Í drögum að heilbrigðisáætlun til ársins 2020 er áætlað að unnin verði stefna í geðheilbrigðismálum og átak gert í að vinna gegn fordómum, mismunun og félagslegri einangrun vegna geðraskana. Með aukinni þekkingu á geðheilbrigði og fræðslu til almennings hafa fordómar í garð þeirra sem glíma við geðraskanir látið undan síga. Átak hefur verið unnið af sveitarfélögum, heilbrigðis- og menntakerfinu, hagsmunaaðilum, notenda- og félagasamtökum og einstaklingum sem láta sig þessi mál varða og hafa í gegnum tíðina unnið ómetanlegt starf við að breyta hugarfari og opna umræðuna um geðsjúkdóma. Margir einstaklingar hafa opnað reynsluheim sinn og rætt af einlægni og kjarki um baráttu sína og hefur það án efa haft áhrif á umræðuna og dregið úr fordómum. Geð er eitthvað sem við eigum öll sameiginlegt. Gott heilsufar byggist jafnt á því að stunda geðrækt og að leggja rækt við líkamann. Höfum því hugfast að geðrækt er nauðsynlegur þáttur í almennri heilsueflingu landsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Skoðun Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag eru liðin 20 ár frá því að alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn var haldinn í fyrsta sinn og er sjónum nú beint að þunglyndi. Dagurinn er vakningardagur, ætlaður til að upplýsa og fræða fólk um mikilvægt málefni sem kemur okkur öllum við og skapa jákvæða umræðu um geðheilsu. Þrátt fyrir árangursríkar leiðir til að meðhöndla þunglyndi, skortir víða á aðgengi fólks að meðferðarúrræðum og hefur verið bent á að hjá sumum þjóðum fái innan við 10% þeirra sem á þurfa að halda viðeigandi meðferð. Áætlað er að um 20% þjóðarinnar líði fyrir þunglyndi á einhverjum tíma ævinnar en þrátt fyrir að það sé svo algengt gerir fólk sér oft litla grein fyrir eðli sjúkdómsins. Þunglyndi fer ekki í manngreinarálit og getur lagst á fólk á öllum aldri, þótt oft geri það vart við sig snemma á ævinni eða um 18–30 ára aldur. Oft fylgir þunglyndi langvinnum líkamlegum sjúkdómum. Velflestir þeirra sem þjást af þunglyndi leita fyrst til heilsugæslunnar og margir fá þar meðferð. Miklu skiptir að fagfólk heilsugæslunnar sé vel í stakk búið til að greina þunglyndi, veita meðferð eða vísa fólki á þá hjálp sem best kemur að gagni. Í tengslum við átakið Þjóð gegn þunglyndi er sinnt fræðslustarfi fyrir fagfólk og haldin námskeið fyrir heilbrigðisstarfsfólk til að bæta færni þess í að greina og meðhöndla þunglyndi. Á liðnum árum hafa áherslur í geðheilbrigðismálum breyst mikið og má segja að orðið hafi vitundarvakning um mikilvægi geðheilbrigðis og geðræktar. Fjölmargir vinna að forvarnarverkefnum sem styðja við geðheilbrigði og má þar nefna Embætti landlæknis, heilsugæsluna, sveitarfélög og ýmis notenda- og félagasamtök sem hafa sinnt sálfélagslegri þjónustu við geðsjúka í ríkum mæli. Embætti landlæknis ýtti nýlega úr vör viðamiklu verkefni undir yfirskriftinni Heilsueflandi skólar þar sem unnið er markvisst að heilsueflingu á öllum skólastigum og veitt ráðgjöf um hvernig stuðla megi að farsælum samskiptum, jákvæðum skólabrag og vellíðan nemenda og starfsfólks. Þá stendur embættið að verkefninu Vinir Zippýs sem er alþjóðlegt forvarnarverkefni á sviði geðheilsu fyrir börn á aldrinum 5–7 ára. Annað verkefni sem embættið hefur þróað að undanförnu er forvarnarnámsefni gegn ofbeldi í nánum samskiptum unglinga sem ber heitið Örugg saman, ætlað unglingum í efstu bekkjum grunnskóla og miðar að því að auka vitund um einkenni andlegs, líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis og efla jákvæð samskipti. Árið 2005 var undirrituð af hálfu Íslands yfirlýsing og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum kennd við Helsinki. Þar er geðheilbrigði sett í öndvegi og geðrækt, meðferð, umönnun og endurhæfing vegna geðrænna vandamála gerð að forgangsverkefnum hjá aðildarlöndum Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Heilbrigðisyfirvöldum ber að draga vagninn, móta stefnu og skilgreina áherslur og verkefni á sviði geðheilbrigðismála en mikilvægt er að sú vinna fari fram í nánu samstarfi við hagsmunaaðila. Í drögum að heilbrigðisáætlun til ársins 2020 er áætlað að unnin verði stefna í geðheilbrigðismálum og átak gert í að vinna gegn fordómum, mismunun og félagslegri einangrun vegna geðraskana. Með aukinni þekkingu á geðheilbrigði og fræðslu til almennings hafa fordómar í garð þeirra sem glíma við geðraskanir látið undan síga. Átak hefur verið unnið af sveitarfélögum, heilbrigðis- og menntakerfinu, hagsmunaaðilum, notenda- og félagasamtökum og einstaklingum sem láta sig þessi mál varða og hafa í gegnum tíðina unnið ómetanlegt starf við að breyta hugarfari og opna umræðuna um geðsjúkdóma. Margir einstaklingar hafa opnað reynsluheim sinn og rætt af einlægni og kjarki um baráttu sína og hefur það án efa haft áhrif á umræðuna og dregið úr fordómum. Geð er eitthvað sem við eigum öll sameiginlegt. Gott heilsufar byggist jafnt á því að stunda geðrækt og að leggja rækt við líkamann. Höfum því hugfast að geðrækt er nauðsynlegur þáttur í almennri heilsueflingu landsmanna.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun