Lífið

Afdrifarík kassetta

Valtýr Björn Valtýsson, Þorgeir Ástvaldsson útvarpsmen
Valtýr Björn Valtýsson, Þorgeir Ástvaldsson útvarpsmen
Útvarpsþáttur sem Þorgeir Ástvaldsson gerði um Ellý Vilhjálms og var útvarpað á Bylgjunni árið 1993 var týndur og tröllum gefinn þar til hann kom í leitirnar hjá vinkonu söngkonunnar sem hafði tekið hann upp á kassettu, eins og tíðkaðist í þá daga.

Margrét Blöndal, höfundur ævisögu Ellýjar sem kemur út í þessum mánuði, komst yfir kassettuna og nýtti til skriftanna. Ellý, Margrét og Þorgeir verða öll áberandi í nýjum útvarpsþætti sem Þorgeir hefur gert um Ellý og verður fluttur á sömu stöð, Bylgjunni, í fyrramálið.

Þar verða leikin viðtalsbrot af gömlu kassettunni og rætt við Margréti, Ragnar Bjarnason og fleiri sem þekkja Ellý og hennar sögu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×