Ja hérna, ólýðræðisleg þjóðaratkvæðagreiðsla! Valgerður Bjarnadóttir skrifar 4. október 2012 06:00 Stundum verð ég orðlaus, ekki oft samt. Það gerðist þó þegar ég heyrði að formaður Sjálfstæðisflokksins teldi þjóðaratkvæðisgreiðsluna 20. október ólýðræðislega. Mér skildist að það væri vegna þess að hann teldi að stjórnarflokkarnir ætluðu að nota niðurstöðurnar til að rökstyðja það sem best hentaði stefnu þeirra. Það var stefna stjórnarflokkanna að efna til stjórnlagaþings til að endurskoða stjórnarskrána. Sjálfstæðisflokkurinn var andvígur því. Málamiðlun náðist á Alþingi um að skipa stjórnlaganefnd, boða til þjóðfundar og loks halda stjórnlagaþing. Mig minnir að það hafi verið hugmynd stjórnarandstöðunnar að halda þjóðfundinn. Af hverju þessi málamiðlun? Jú, til þess að reyna að vinna það mikilvæga verkefni sem endurskoðun stjórnarskrárinnar er í sem mestu samkomulagi þjóðar og þings. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu ekki atkvæði með heildartillögunni. Þeir voru sjálfum sér samkvæmir í því að þiggja eða kannski taka en gefa ekkert til baka. Líklegast er barnaskapur að ergja sig yfir því. Þverskurður fólksins í landinu, 950 manns, mætti á þjóðfundinn. 522 – fimm hundruð tuttugu og tveir – buðu sig fram til stjórnlagaþings. Hæstiréttur komst að þeirri skrýtnu niðurstöðu að framkvæmd kosninganna hefði verið á þann veg að rétt væri að ógilda kosninguna. Alþingi ákvað að skipa þá fulltrúa sem hlutu kosningu í stjórnlagaráð. Stjórnlagaráð náði samkomulagi um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Það hefur Alþingi ekki tekist í gegnum áratugina þrátt fyrir margar stjórnarskrárnefndir. Stjórnlagaráðið byggði á niðurstöðum þjóðfundarins. Nú er fólkið í landinu spurt hvort það vilji að frumvarp að nýrri stjórnarskrá verði byggt á tillögum stjórnlagaráðsins. – Ég fæ ekki séð að það þurfi að túlka niðurstöðu úr þeirri atkvæðagreiðslu. Annaðhvort segir meirihluti þeirra sem taka þátt já eða þeir segja nei. Það er ekki flóknara en það. Ég trúi því að fleiri muni segja já. Sumir stjórnmálamenn og sumir lögfræðingar telja sig eina til þess fallna að gera tillögu að stjórnarskrá. Þeir telja sig hafa einhverja eiginleika sem við hin höfum ekki. Stjórnarskráin er fyrir okkur öll og hún verður best ef hún kemur frá fólkinu í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Stundum verð ég orðlaus, ekki oft samt. Það gerðist þó þegar ég heyrði að formaður Sjálfstæðisflokksins teldi þjóðaratkvæðisgreiðsluna 20. október ólýðræðislega. Mér skildist að það væri vegna þess að hann teldi að stjórnarflokkarnir ætluðu að nota niðurstöðurnar til að rökstyðja það sem best hentaði stefnu þeirra. Það var stefna stjórnarflokkanna að efna til stjórnlagaþings til að endurskoða stjórnarskrána. Sjálfstæðisflokkurinn var andvígur því. Málamiðlun náðist á Alþingi um að skipa stjórnlaganefnd, boða til þjóðfundar og loks halda stjórnlagaþing. Mig minnir að það hafi verið hugmynd stjórnarandstöðunnar að halda þjóðfundinn. Af hverju þessi málamiðlun? Jú, til þess að reyna að vinna það mikilvæga verkefni sem endurskoðun stjórnarskrárinnar er í sem mestu samkomulagi þjóðar og þings. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu ekki atkvæði með heildartillögunni. Þeir voru sjálfum sér samkvæmir í því að þiggja eða kannski taka en gefa ekkert til baka. Líklegast er barnaskapur að ergja sig yfir því. Þverskurður fólksins í landinu, 950 manns, mætti á þjóðfundinn. 522 – fimm hundruð tuttugu og tveir – buðu sig fram til stjórnlagaþings. Hæstiréttur komst að þeirri skrýtnu niðurstöðu að framkvæmd kosninganna hefði verið á þann veg að rétt væri að ógilda kosninguna. Alþingi ákvað að skipa þá fulltrúa sem hlutu kosningu í stjórnlagaráð. Stjórnlagaráð náði samkomulagi um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Það hefur Alþingi ekki tekist í gegnum áratugina þrátt fyrir margar stjórnarskrárnefndir. Stjórnlagaráðið byggði á niðurstöðum þjóðfundarins. Nú er fólkið í landinu spurt hvort það vilji að frumvarp að nýrri stjórnarskrá verði byggt á tillögum stjórnlagaráðsins. – Ég fæ ekki séð að það þurfi að túlka niðurstöðu úr þeirri atkvæðagreiðslu. Annaðhvort segir meirihluti þeirra sem taka þátt já eða þeir segja nei. Það er ekki flóknara en það. Ég trúi því að fleiri muni segja já. Sumir stjórnmálamenn og sumir lögfræðingar telja sig eina til þess fallna að gera tillögu að stjórnarskrá. Þeir telja sig hafa einhverja eiginleika sem við hin höfum ekki. Stjórnarskráin er fyrir okkur öll og hún verður best ef hún kemur frá fólkinu í landinu.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar