Vildi ekki spila fyrir Bandaríkin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. október 2012 07:00 Aron Jóhannsson hefur spilað með yngri landsliðum Íslands. Hér er hann í leik gegn enska U-21 landsliðinu á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári. fréttablaðið/anton fótbolti Hinn sjóðheiti markaskorari AGF í Danmörku, Aron Jóhannsson, var í gær valinn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Albaníu og Sviss í undankeppni HM 2014. Leikirnir fara fram 12. og 16. október næstkomandi. Talsverð pressa var á landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck að velja Aron, enda er hann markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar, búinn að skora 10 mörk í síðustu 5 leikjum og samtals 11 mörk í 11 leikjum. „Ég er nokkuð hress með gang mála. Ég get ekki neitað því," sagði hinn 21 árs gamli Aron léttur í spjalli við Fréttablaðið í gær. „Ég var vissulega mjög glaður þegar ég fékk tíðindin enda er ég búinn að leggja hart að mér alla ævi með það að markmiði að fá að spila fyrir mína þjóð. Ég var því að ná ákveðnum áfanga." Ræddi við LarsLagerbäck landsliðsþjálfari talaði við Aron í upphafi vikunnar en tjáði honum ekki þá að hann yrði í landsliðshópnum. Það var ekki fyrr en daginn eftir sem starfsmaður knattspyrnusambandsins hringdi í hann og sagði honum góðu tíðindin. „Við Lars ræddum lauslega saman en það er okkar á milli hvað var rætt um," sagði Aron, en þeir ræddu saman á ensku í stað þess að reyna að tala saman á dönsku og sænsku. „Ég er ekki sleipur í sænskunni en veit ekki hvort við hefðum getað plumað okkur á nokkurs konar skandinavísku." Þó svo að Aroni hafi gengið vel upp á síðkastið er hann engu að síður eini nýliðinn í landsliðshópnum og hann ætlast ekki til eins né neins þegar í hópinn er komið. „Ég get ekki gert neinar kröfur en auðvitað væri gaman að fá einhverjar mínútur. Ég verð að mæta einbeittur á æfingar og sýna hvað ég get. Það skilar mér svo vonandi einhverjum mínútum á vellinum," sagði Aron yfirvegaður. Framherjinn segist ekki vera neinn hrokagikkur og velgengnin hafi ekki stigið honum til höfuðs. „Ég er nú ekki þekktur fyrir að vera einhver hrokagikkur en auðvitað mæti ég til leiks með mikið sjálfstraust. Ég þarf að sýna mig fyrir nýju liði og nýjum þjálfara," sagði Aron en hverju þakkar hann þetta góða gengi upp á síðkastið? Hefur allt gengið upp„Þetta er náttúrulega búið að vera ótrúlegt. Það hefur allt gengið upp hjá mér. Get eiginlega ekki útskýrt það betur. Ég veit samt að ég þarf að leggja mjög hart að mér í hverjum leik. Þetta kemur ekki af sjálfu sér. Það þýðir ekkert að hætta núna. Þetta telur ekkert í lok tímabilsins. Ég verð að halda áfram á sömu braut." Aron er fæddur í Bandaríkjunum og bjó þar fyrstu þrjú ár ævi sinnar. Hann er aftur á móti alinn upp á Íslandi og á íslenska foreldra. Þar sem hann hefur ekki enn spilað A-landsleik fyrir Ísland er hann enn gjaldgengur í bandaríska landsliðið. Bandaríkin komu aldrei til greinaÞessi staðreynd náði alla leið til Bandaríkjanna og er Aron sló í gegn í Danmörku var þeim möguleika velt upp í fjölmiðlum vestanhafs hvort hann myndi spila með bandaríska landsliðinu. Aron segist aldrei hafa íhugað það alvarlega. „Ég er Íslendingur og mig hefur langað að spila fyrir Ísland frá því að ég var lítill. Það kom því aldrei til greina. Þegar umræðan var í gangi fór það inn um annað og út um hitt eyrað. Ég heyrði aldrei frá neinum í bandaríska knattspyrnusambandinu heldur. Ég vil spila fyrir Ísland og nú var ég valinn í landsliðið, sem er frábært," sagði Aron. Fótbolti Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ Sjá meira
fótbolti Hinn sjóðheiti markaskorari AGF í Danmörku, Aron Jóhannsson, var í gær valinn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Albaníu og Sviss í undankeppni HM 2014. Leikirnir fara fram 12. og 16. október næstkomandi. Talsverð pressa var á landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck að velja Aron, enda er hann markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar, búinn að skora 10 mörk í síðustu 5 leikjum og samtals 11 mörk í 11 leikjum. „Ég er nokkuð hress með gang mála. Ég get ekki neitað því," sagði hinn 21 árs gamli Aron léttur í spjalli við Fréttablaðið í gær. „Ég var vissulega mjög glaður þegar ég fékk tíðindin enda er ég búinn að leggja hart að mér alla ævi með það að markmiði að fá að spila fyrir mína þjóð. Ég var því að ná ákveðnum áfanga." Ræddi við LarsLagerbäck landsliðsþjálfari talaði við Aron í upphafi vikunnar en tjáði honum ekki þá að hann yrði í landsliðshópnum. Það var ekki fyrr en daginn eftir sem starfsmaður knattspyrnusambandsins hringdi í hann og sagði honum góðu tíðindin. „Við Lars ræddum lauslega saman en það er okkar á milli hvað var rætt um," sagði Aron, en þeir ræddu saman á ensku í stað þess að reyna að tala saman á dönsku og sænsku. „Ég er ekki sleipur í sænskunni en veit ekki hvort við hefðum getað plumað okkur á nokkurs konar skandinavísku." Þó svo að Aroni hafi gengið vel upp á síðkastið er hann engu að síður eini nýliðinn í landsliðshópnum og hann ætlast ekki til eins né neins þegar í hópinn er komið. „Ég get ekki gert neinar kröfur en auðvitað væri gaman að fá einhverjar mínútur. Ég verð að mæta einbeittur á æfingar og sýna hvað ég get. Það skilar mér svo vonandi einhverjum mínútum á vellinum," sagði Aron yfirvegaður. Framherjinn segist ekki vera neinn hrokagikkur og velgengnin hafi ekki stigið honum til höfuðs. „Ég er nú ekki þekktur fyrir að vera einhver hrokagikkur en auðvitað mæti ég til leiks með mikið sjálfstraust. Ég þarf að sýna mig fyrir nýju liði og nýjum þjálfara," sagði Aron en hverju þakkar hann þetta góða gengi upp á síðkastið? Hefur allt gengið upp„Þetta er náttúrulega búið að vera ótrúlegt. Það hefur allt gengið upp hjá mér. Get eiginlega ekki útskýrt það betur. Ég veit samt að ég þarf að leggja mjög hart að mér í hverjum leik. Þetta kemur ekki af sjálfu sér. Það þýðir ekkert að hætta núna. Þetta telur ekkert í lok tímabilsins. Ég verð að halda áfram á sömu braut." Aron er fæddur í Bandaríkjunum og bjó þar fyrstu þrjú ár ævi sinnar. Hann er aftur á móti alinn upp á Íslandi og á íslenska foreldra. Þar sem hann hefur ekki enn spilað A-landsleik fyrir Ísland er hann enn gjaldgengur í bandaríska landsliðið. Bandaríkin komu aldrei til greinaÞessi staðreynd náði alla leið til Bandaríkjanna og er Aron sló í gegn í Danmörku var þeim möguleika velt upp í fjölmiðlum vestanhafs hvort hann myndi spila með bandaríska landsliðinu. Aron segist aldrei hafa íhugað það alvarlega. „Ég er Íslendingur og mig hefur langað að spila fyrir Ísland frá því að ég var lítill. Það kom því aldrei til greina. Þegar umræðan var í gangi fór það inn um annað og út um hitt eyrað. Ég heyrði aldrei frá neinum í bandaríska knattspyrnusambandinu heldur. Ég vil spila fyrir Ísland og nú var ég valinn í landsliðið, sem er frábært," sagði Aron.
Fótbolti Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ Sjá meira