Vildi ekki spila fyrir Bandaríkin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. október 2012 07:00 Aron Jóhannsson hefur spilað með yngri landsliðum Íslands. Hér er hann í leik gegn enska U-21 landsliðinu á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári. fréttablaðið/anton fótbolti Hinn sjóðheiti markaskorari AGF í Danmörku, Aron Jóhannsson, var í gær valinn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Albaníu og Sviss í undankeppni HM 2014. Leikirnir fara fram 12. og 16. október næstkomandi. Talsverð pressa var á landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck að velja Aron, enda er hann markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar, búinn að skora 10 mörk í síðustu 5 leikjum og samtals 11 mörk í 11 leikjum. „Ég er nokkuð hress með gang mála. Ég get ekki neitað því," sagði hinn 21 árs gamli Aron léttur í spjalli við Fréttablaðið í gær. „Ég var vissulega mjög glaður þegar ég fékk tíðindin enda er ég búinn að leggja hart að mér alla ævi með það að markmiði að fá að spila fyrir mína þjóð. Ég var því að ná ákveðnum áfanga." Ræddi við LarsLagerbäck landsliðsþjálfari talaði við Aron í upphafi vikunnar en tjáði honum ekki þá að hann yrði í landsliðshópnum. Það var ekki fyrr en daginn eftir sem starfsmaður knattspyrnusambandsins hringdi í hann og sagði honum góðu tíðindin. „Við Lars ræddum lauslega saman en það er okkar á milli hvað var rætt um," sagði Aron, en þeir ræddu saman á ensku í stað þess að reyna að tala saman á dönsku og sænsku. „Ég er ekki sleipur í sænskunni en veit ekki hvort við hefðum getað plumað okkur á nokkurs konar skandinavísku." Þó svo að Aroni hafi gengið vel upp á síðkastið er hann engu að síður eini nýliðinn í landsliðshópnum og hann ætlast ekki til eins né neins þegar í hópinn er komið. „Ég get ekki gert neinar kröfur en auðvitað væri gaman að fá einhverjar mínútur. Ég verð að mæta einbeittur á æfingar og sýna hvað ég get. Það skilar mér svo vonandi einhverjum mínútum á vellinum," sagði Aron yfirvegaður. Framherjinn segist ekki vera neinn hrokagikkur og velgengnin hafi ekki stigið honum til höfuðs. „Ég er nú ekki þekktur fyrir að vera einhver hrokagikkur en auðvitað mæti ég til leiks með mikið sjálfstraust. Ég þarf að sýna mig fyrir nýju liði og nýjum þjálfara," sagði Aron en hverju þakkar hann þetta góða gengi upp á síðkastið? Hefur allt gengið upp„Þetta er náttúrulega búið að vera ótrúlegt. Það hefur allt gengið upp hjá mér. Get eiginlega ekki útskýrt það betur. Ég veit samt að ég þarf að leggja mjög hart að mér í hverjum leik. Þetta kemur ekki af sjálfu sér. Það þýðir ekkert að hætta núna. Þetta telur ekkert í lok tímabilsins. Ég verð að halda áfram á sömu braut." Aron er fæddur í Bandaríkjunum og bjó þar fyrstu þrjú ár ævi sinnar. Hann er aftur á móti alinn upp á Íslandi og á íslenska foreldra. Þar sem hann hefur ekki enn spilað A-landsleik fyrir Ísland er hann enn gjaldgengur í bandaríska landsliðið. Bandaríkin komu aldrei til greinaÞessi staðreynd náði alla leið til Bandaríkjanna og er Aron sló í gegn í Danmörku var þeim möguleika velt upp í fjölmiðlum vestanhafs hvort hann myndi spila með bandaríska landsliðinu. Aron segist aldrei hafa íhugað það alvarlega. „Ég er Íslendingur og mig hefur langað að spila fyrir Ísland frá því að ég var lítill. Það kom því aldrei til greina. Þegar umræðan var í gangi fór það inn um annað og út um hitt eyrað. Ég heyrði aldrei frá neinum í bandaríska knattspyrnusambandinu heldur. Ég vil spila fyrir Ísland og nú var ég valinn í landsliðið, sem er frábært," sagði Aron. Fótbolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
fótbolti Hinn sjóðheiti markaskorari AGF í Danmörku, Aron Jóhannsson, var í gær valinn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Albaníu og Sviss í undankeppni HM 2014. Leikirnir fara fram 12. og 16. október næstkomandi. Talsverð pressa var á landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck að velja Aron, enda er hann markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar, búinn að skora 10 mörk í síðustu 5 leikjum og samtals 11 mörk í 11 leikjum. „Ég er nokkuð hress með gang mála. Ég get ekki neitað því," sagði hinn 21 árs gamli Aron léttur í spjalli við Fréttablaðið í gær. „Ég var vissulega mjög glaður þegar ég fékk tíðindin enda er ég búinn að leggja hart að mér alla ævi með það að markmiði að fá að spila fyrir mína þjóð. Ég var því að ná ákveðnum áfanga." Ræddi við LarsLagerbäck landsliðsþjálfari talaði við Aron í upphafi vikunnar en tjáði honum ekki þá að hann yrði í landsliðshópnum. Það var ekki fyrr en daginn eftir sem starfsmaður knattspyrnusambandsins hringdi í hann og sagði honum góðu tíðindin. „Við Lars ræddum lauslega saman en það er okkar á milli hvað var rætt um," sagði Aron, en þeir ræddu saman á ensku í stað þess að reyna að tala saman á dönsku og sænsku. „Ég er ekki sleipur í sænskunni en veit ekki hvort við hefðum getað plumað okkur á nokkurs konar skandinavísku." Þó svo að Aroni hafi gengið vel upp á síðkastið er hann engu að síður eini nýliðinn í landsliðshópnum og hann ætlast ekki til eins né neins þegar í hópinn er komið. „Ég get ekki gert neinar kröfur en auðvitað væri gaman að fá einhverjar mínútur. Ég verð að mæta einbeittur á æfingar og sýna hvað ég get. Það skilar mér svo vonandi einhverjum mínútum á vellinum," sagði Aron yfirvegaður. Framherjinn segist ekki vera neinn hrokagikkur og velgengnin hafi ekki stigið honum til höfuðs. „Ég er nú ekki þekktur fyrir að vera einhver hrokagikkur en auðvitað mæti ég til leiks með mikið sjálfstraust. Ég þarf að sýna mig fyrir nýju liði og nýjum þjálfara," sagði Aron en hverju þakkar hann þetta góða gengi upp á síðkastið? Hefur allt gengið upp„Þetta er náttúrulega búið að vera ótrúlegt. Það hefur allt gengið upp hjá mér. Get eiginlega ekki útskýrt það betur. Ég veit samt að ég þarf að leggja mjög hart að mér í hverjum leik. Þetta kemur ekki af sjálfu sér. Það þýðir ekkert að hætta núna. Þetta telur ekkert í lok tímabilsins. Ég verð að halda áfram á sömu braut." Aron er fæddur í Bandaríkjunum og bjó þar fyrstu þrjú ár ævi sinnar. Hann er aftur á móti alinn upp á Íslandi og á íslenska foreldra. Þar sem hann hefur ekki enn spilað A-landsleik fyrir Ísland er hann enn gjaldgengur í bandaríska landsliðið. Bandaríkin komu aldrei til greinaÞessi staðreynd náði alla leið til Bandaríkjanna og er Aron sló í gegn í Danmörku var þeim möguleika velt upp í fjölmiðlum vestanhafs hvort hann myndi spila með bandaríska landsliðinu. Aron segist aldrei hafa íhugað það alvarlega. „Ég er Íslendingur og mig hefur langað að spila fyrir Ísland frá því að ég var lítill. Það kom því aldrei til greina. Þegar umræðan var í gangi fór það inn um annað og út um hitt eyrað. Ég heyrði aldrei frá neinum í bandaríska knattspyrnusambandinu heldur. Ég vil spila fyrir Ísland og nú var ég valinn í landsliðið, sem er frábært," sagði Aron.
Fótbolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira