Vinnum saman Katrín Jakobsdóttir og Guðbjartur Hannesson skrifar 28. september 2012 06:00 Atvinnuleysi er eitt versta mein sem samfélög komast í tæri við. Langvarandi atvinnuleysi getur hoggið djúp skörð í heilu kynslóðirnar. Því miður var óumflýjanlegt að atvinnuleysi yrði umtalsvert í þeirri efnahagskreppu sem íslenskt samfélag hefur tekist á við undanfarin ár. Um síðastliðin mánaðamót voru 8.346 á atvinnuleysisskrá þó þeim hafi, sem betur fer, farið fækkandi. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að allir leggist á eitt við að kveða niður atvinnuleysið og að lágmarka neikvæð áhrif þess. Forsætisráðherra kallaði til víðtæks samráðs um vinnumarkaðsmál í febrúar 2011. Að því komu fulltrúar allra stjórnmálaflokka, launþega, vinnuveitenda og allra helstu hagsmunasamtaka. Það skilaði af sér tillögum sem síðan voru settar í framkvæmd á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga til þriggja ára þann 5. maí 2011. Haustið 2011 fengu eitt þúsund atvinnuleitendur tækifæri til að sækja nám við sitt hæfi og þannig efla sig og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Í vor tóku ríkisstjórnin, sveitarfélög og atvinnulífið saman höndum um að skapa allt að eitt þúsund og fimm hundruð störf. Markmiðið er tvíþætt. Annars vegar að nýta þá fjármuni sem að öðrum kosti væru greiddir í atvinnuleysisbætur til þess að skapa þessi tækifæri einstaklingunum og samfélaginu til hagsbóta. Hins vegar að tryggja að við komum betur menntuð út úr kreppunni en við vorum þegar hún skall á. Árangurinn er ótvíræður. Á undanförnu ári hafa um eitt þúsund atvinnuleitendur hafið nám í skólum landsins og um eitt þúsund og fjögur hundruð fengið ný störf. Milljörðum króna sem ella hefði verið varið til greiðslu bóta hefur í staðinn verið varið til að greiða fyrir nám eða að niðurgreiða stofnkostnað við ný störf. Í þeirri vinnu sem liggur að baki þessum árangri er gott samstarf ríkistjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins lykilatriði. Það sýnir hversu miklum árangri hægt er að ná með víðtæku samstarfi og þegar allir láta markmiðið um betra samfélag ráða för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Atvinnuleysi er eitt versta mein sem samfélög komast í tæri við. Langvarandi atvinnuleysi getur hoggið djúp skörð í heilu kynslóðirnar. Því miður var óumflýjanlegt að atvinnuleysi yrði umtalsvert í þeirri efnahagskreppu sem íslenskt samfélag hefur tekist á við undanfarin ár. Um síðastliðin mánaðamót voru 8.346 á atvinnuleysisskrá þó þeim hafi, sem betur fer, farið fækkandi. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að allir leggist á eitt við að kveða niður atvinnuleysið og að lágmarka neikvæð áhrif þess. Forsætisráðherra kallaði til víðtæks samráðs um vinnumarkaðsmál í febrúar 2011. Að því komu fulltrúar allra stjórnmálaflokka, launþega, vinnuveitenda og allra helstu hagsmunasamtaka. Það skilaði af sér tillögum sem síðan voru settar í framkvæmd á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga til þriggja ára þann 5. maí 2011. Haustið 2011 fengu eitt þúsund atvinnuleitendur tækifæri til að sækja nám við sitt hæfi og þannig efla sig og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Í vor tóku ríkisstjórnin, sveitarfélög og atvinnulífið saman höndum um að skapa allt að eitt þúsund og fimm hundruð störf. Markmiðið er tvíþætt. Annars vegar að nýta þá fjármuni sem að öðrum kosti væru greiddir í atvinnuleysisbætur til þess að skapa þessi tækifæri einstaklingunum og samfélaginu til hagsbóta. Hins vegar að tryggja að við komum betur menntuð út úr kreppunni en við vorum þegar hún skall á. Árangurinn er ótvíræður. Á undanförnu ári hafa um eitt þúsund atvinnuleitendur hafið nám í skólum landsins og um eitt þúsund og fjögur hundruð fengið ný störf. Milljörðum króna sem ella hefði verið varið til greiðslu bóta hefur í staðinn verið varið til að greiða fyrir nám eða að niðurgreiða stofnkostnað við ný störf. Í þeirri vinnu sem liggur að baki þessum árangri er gott samstarf ríkistjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins lykilatriði. Það sýnir hversu miklum árangri hægt er að ná með víðtæku samstarfi og þegar allir láta markmiðið um betra samfélag ráða för.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun