Vilja konur láta nauðga sér? Sæunn Kjartansdóttir skrifar 6. september 2012 06:00 Töluverð umræða hefur sprottið í kjölfar útgáfu bókar þar sem konur lýsa kynferðislegum fantasíum sínum. Án þess að hafa séð umrædda bók hef ég hnotið um umfjöllun þar sem spurt er hvort skrif af þessu tagi séu til þess fallin að endurvekja mýtuna um að innst inni þrái konur að láta nauðga sér. Þýðir nei kannski ekki nei? Mér finnst brýnt að árétta að himinn og haf eru á milli fantasíu um að vera þvingaður til kynlífsathafna og raunverulegrar nauðgunar. Í fantasíunni er hugmyndin sköpuð af konunni og henni er stjórnað af konunni. Konan ákveður að hún vilji láta yfirbuga sig. Hún velur hinn aðilann, hún ræður hvar atburðurinn á að gerast, hún ákveður hvað gert verði við hana og hún stjórnar hvenær því lýkur. Í raunverulegri nauðgun er öllum formerkjum umturnað. Konan vill ekki láta nauðga sér, Hún hefur enga stjórn, hvorki á aðstæðum né atburðarás. Þolendur nauðgana finna hvorki fyrir spennu eða nautn heldur sársauka, hræðslu, vanmætti og niðurlægingu og margir óttast um líf sitt. Hvað er málið með nauðgunar-fantasíur kvenna? Það sama á við um þær og aðrar fantasíur, þeim þarf að taka með fyrirvara. Um er að ræða hugarsmíð sem getur endurspeglað aðrar þrár konunnar, til dæmis að einhverjum finnist hún ómótstæðileg. Þær geta líka birt löngun hennar til að einhver sterkari en hún veiti henni óvæntan unað. Hins vegar snúast nauðgunarfantasíur, eins og aðrar kynlífsfantasíur, ekki eingöngu um skiljanlegar þrár og langanir. Kynlífsfantasíur fjalla oft um hið forboðna og eru öðrum þræði knúnar af kenndum sem vekja blygðun. Þess vegna bera fæstir þær á torg. Margar konur hryllir við fantasíum um nauðgun en á aðrar virka þær örvandi. Það þýðir ekki að viðkomandi konur langi í ofbeldi, þær séu undirgefnar karlmönnum eða alltaf til í tuskið. Það þýðir einfaldlega að heimur fantasíunnar lýtur allt öðrum lögmálum en veruleikinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Töluverð umræða hefur sprottið í kjölfar útgáfu bókar þar sem konur lýsa kynferðislegum fantasíum sínum. Án þess að hafa séð umrædda bók hef ég hnotið um umfjöllun þar sem spurt er hvort skrif af þessu tagi séu til þess fallin að endurvekja mýtuna um að innst inni þrái konur að láta nauðga sér. Þýðir nei kannski ekki nei? Mér finnst brýnt að árétta að himinn og haf eru á milli fantasíu um að vera þvingaður til kynlífsathafna og raunverulegrar nauðgunar. Í fantasíunni er hugmyndin sköpuð af konunni og henni er stjórnað af konunni. Konan ákveður að hún vilji láta yfirbuga sig. Hún velur hinn aðilann, hún ræður hvar atburðurinn á að gerast, hún ákveður hvað gert verði við hana og hún stjórnar hvenær því lýkur. Í raunverulegri nauðgun er öllum formerkjum umturnað. Konan vill ekki láta nauðga sér, Hún hefur enga stjórn, hvorki á aðstæðum né atburðarás. Þolendur nauðgana finna hvorki fyrir spennu eða nautn heldur sársauka, hræðslu, vanmætti og niðurlægingu og margir óttast um líf sitt. Hvað er málið með nauðgunar-fantasíur kvenna? Það sama á við um þær og aðrar fantasíur, þeim þarf að taka með fyrirvara. Um er að ræða hugarsmíð sem getur endurspeglað aðrar þrár konunnar, til dæmis að einhverjum finnist hún ómótstæðileg. Þær geta líka birt löngun hennar til að einhver sterkari en hún veiti henni óvæntan unað. Hins vegar snúast nauðgunarfantasíur, eins og aðrar kynlífsfantasíur, ekki eingöngu um skiljanlegar þrár og langanir. Kynlífsfantasíur fjalla oft um hið forboðna og eru öðrum þræði knúnar af kenndum sem vekja blygðun. Þess vegna bera fæstir þær á torg. Margar konur hryllir við fantasíum um nauðgun en á aðrar virka þær örvandi. Það þýðir ekki að viðkomandi konur langi í ofbeldi, þær séu undirgefnar karlmönnum eða alltaf til í tuskið. Það þýðir einfaldlega að heimur fantasíunnar lýtur allt öðrum lögmálum en veruleikinn.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar