Ríkið tekur til sín stóran hluta lífeyrissjóðsgreiðslna Sigríður Hanna Ingólfsdóttir skrifar 6. september 2012 06:00 Hið opinbera klípur, oft duglega, af greiðslum til lífeyrisþega úr tveimur áttum. Annars vegar í gegnum tekjuskatt og/eða fjármagnstekjuskatt og hins vegar með tekjutengingum, þar sem skattskyldar tekjur fyrir skatt skerða lífeyrisgreiðslur, sem fólk fær úr almannatryggingakerfinu. Veigamest er tekjutengingin á sérstaka uppbót til framfærslu, en hún skerðist krónu á móti krónu (100% skerðing) við skattskyldar tekjur fyrir skatt. Lítum á dæmi: Örorkulífeyrisþeginn í dæminu fær útborgað á mánuði 18.798 kr. úr lífeyrissjóði en sömu tekjur (30.000 kr. fyrir skatt) skerða örorkulífeyri hans (eftir skatt) frá TR um 10.702 kr. á mánuði. Samanlögð er þá skerðing vegna tekna úr lífeyrissjóði og tekjuskattur af sömu greiðslum 21.904 kr. á mánuði. Því gefa 30.000 kr. á mánuði (fyrir skatt) frá lífeyrissjóði aðeins 8.096 kr. hærri ráðstöfunartekjur. Meginhluta greiðslnanna tekur ríkið til sín í formi tekjuskatts og tekjutenginga. 30.000 kr. lífeyrissjóðsgreiðslur á mánuði fyrir skatt: 8.096 kr. hærri ráðstöfunartekjur 21.904 kr. eða 73% af 30.000 kr. fær ríkið í gegnum tekjuskatt og tekjutengingar Lögbundin aðild að lífeyrissjóðum, ekki frjálst val. Öryrkjar með réttindi í lífeyrissjóði hafa greitt iðgjöld oft og tíðum í mörg ár fyrir örorkumat. Samkvæmt lögum er skylda að greiða iðgjald í lífeyrissjóð frá 16 til 70 ára. Aðild að lífeyrissjóði kemur fram í kjarasamningi og því er um lögbundinn skyldusparnað að ræða, en ekki frjálst val. Mörgum örorkulífeyrisþegum sem leitað hafa til ÖBÍ og hafa greitt iðgjald í lífeyrissjóð fyrir orkutap misbýður að fá aðeins lítinn hluta lífeyrissjóðsgreiðslnanna í vasann þar sem meginhluti þeirra gengur til ríkissjóðs. Ríkið tekur til sín 73% af lágum lífeyrissjóðsgreiðslum. Dæmið hér að ofan er um örorkulífeyrisþega með lágar aðrar tekjur, eða 30.000 kr. fyrir skatt. Af lágum lífeyrissjóðsgreiðslum tekur ríkissjóður 73% í formi tekjuskatts og tekjutenginga. Dæmið sýnir enn fremur hversu miklar tekjuskerðingar eru í almannatryggingakerfinu og á það sérstaklega við um sérstaka uppbót til framfærslu, sem skerðist krónu á móti krónu. Svipuð útkoma yrði ef 30.000 lífeyrissjóðstekjum yrði skipt út fyrir 30.000 kr. atvinnutekjur á mánuði. Það gleymist gjarnan þegar rætt er um útgjöld til almannatrygginga hversu stóran hluta ríkið tekur til baka með skerðingum, tekjutengingum og skatti, en skerðingar voru auknar að nýju í júlí 2009. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Hið opinbera klípur, oft duglega, af greiðslum til lífeyrisþega úr tveimur áttum. Annars vegar í gegnum tekjuskatt og/eða fjármagnstekjuskatt og hins vegar með tekjutengingum, þar sem skattskyldar tekjur fyrir skatt skerða lífeyrisgreiðslur, sem fólk fær úr almannatryggingakerfinu. Veigamest er tekjutengingin á sérstaka uppbót til framfærslu, en hún skerðist krónu á móti krónu (100% skerðing) við skattskyldar tekjur fyrir skatt. Lítum á dæmi: Örorkulífeyrisþeginn í dæminu fær útborgað á mánuði 18.798 kr. úr lífeyrissjóði en sömu tekjur (30.000 kr. fyrir skatt) skerða örorkulífeyri hans (eftir skatt) frá TR um 10.702 kr. á mánuði. Samanlögð er þá skerðing vegna tekna úr lífeyrissjóði og tekjuskattur af sömu greiðslum 21.904 kr. á mánuði. Því gefa 30.000 kr. á mánuði (fyrir skatt) frá lífeyrissjóði aðeins 8.096 kr. hærri ráðstöfunartekjur. Meginhluta greiðslnanna tekur ríkið til sín í formi tekjuskatts og tekjutenginga. 30.000 kr. lífeyrissjóðsgreiðslur á mánuði fyrir skatt: 8.096 kr. hærri ráðstöfunartekjur 21.904 kr. eða 73% af 30.000 kr. fær ríkið í gegnum tekjuskatt og tekjutengingar Lögbundin aðild að lífeyrissjóðum, ekki frjálst val. Öryrkjar með réttindi í lífeyrissjóði hafa greitt iðgjöld oft og tíðum í mörg ár fyrir örorkumat. Samkvæmt lögum er skylda að greiða iðgjald í lífeyrissjóð frá 16 til 70 ára. Aðild að lífeyrissjóði kemur fram í kjarasamningi og því er um lögbundinn skyldusparnað að ræða, en ekki frjálst val. Mörgum örorkulífeyrisþegum sem leitað hafa til ÖBÍ og hafa greitt iðgjald í lífeyrissjóð fyrir orkutap misbýður að fá aðeins lítinn hluta lífeyrissjóðsgreiðslnanna í vasann þar sem meginhluti þeirra gengur til ríkissjóðs. Ríkið tekur til sín 73% af lágum lífeyrissjóðsgreiðslum. Dæmið hér að ofan er um örorkulífeyrisþega með lágar aðrar tekjur, eða 30.000 kr. fyrir skatt. Af lágum lífeyrissjóðsgreiðslum tekur ríkissjóður 73% í formi tekjuskatts og tekjutenginga. Dæmið sýnir enn fremur hversu miklar tekjuskerðingar eru í almannatryggingakerfinu og á það sérstaklega við um sérstaka uppbót til framfærslu, sem skerðist krónu á móti krónu. Svipuð útkoma yrði ef 30.000 lífeyrissjóðstekjum yrði skipt út fyrir 30.000 kr. atvinnutekjur á mánuði. Það gleymist gjarnan þegar rætt er um útgjöld til almannatrygginga hversu stóran hluta ríkið tekur til baka með skerðingum, tekjutengingum og skatti, en skerðingar voru auknar að nýju í júlí 2009.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar