Ríkið tekur til sín stóran hluta lífeyrissjóðsgreiðslna Sigríður Hanna Ingólfsdóttir skrifar 6. september 2012 06:00 Hið opinbera klípur, oft duglega, af greiðslum til lífeyrisþega úr tveimur áttum. Annars vegar í gegnum tekjuskatt og/eða fjármagnstekjuskatt og hins vegar með tekjutengingum, þar sem skattskyldar tekjur fyrir skatt skerða lífeyrisgreiðslur, sem fólk fær úr almannatryggingakerfinu. Veigamest er tekjutengingin á sérstaka uppbót til framfærslu, en hún skerðist krónu á móti krónu (100% skerðing) við skattskyldar tekjur fyrir skatt. Lítum á dæmi: Örorkulífeyrisþeginn í dæminu fær útborgað á mánuði 18.798 kr. úr lífeyrissjóði en sömu tekjur (30.000 kr. fyrir skatt) skerða örorkulífeyri hans (eftir skatt) frá TR um 10.702 kr. á mánuði. Samanlögð er þá skerðing vegna tekna úr lífeyrissjóði og tekjuskattur af sömu greiðslum 21.904 kr. á mánuði. Því gefa 30.000 kr. á mánuði (fyrir skatt) frá lífeyrissjóði aðeins 8.096 kr. hærri ráðstöfunartekjur. Meginhluta greiðslnanna tekur ríkið til sín í formi tekjuskatts og tekjutenginga. 30.000 kr. lífeyrissjóðsgreiðslur á mánuði fyrir skatt: 8.096 kr. hærri ráðstöfunartekjur 21.904 kr. eða 73% af 30.000 kr. fær ríkið í gegnum tekjuskatt og tekjutengingar Lögbundin aðild að lífeyrissjóðum, ekki frjálst val. Öryrkjar með réttindi í lífeyrissjóði hafa greitt iðgjöld oft og tíðum í mörg ár fyrir örorkumat. Samkvæmt lögum er skylda að greiða iðgjald í lífeyrissjóð frá 16 til 70 ára. Aðild að lífeyrissjóði kemur fram í kjarasamningi og því er um lögbundinn skyldusparnað að ræða, en ekki frjálst val. Mörgum örorkulífeyrisþegum sem leitað hafa til ÖBÍ og hafa greitt iðgjald í lífeyrissjóð fyrir orkutap misbýður að fá aðeins lítinn hluta lífeyrissjóðsgreiðslnanna í vasann þar sem meginhluti þeirra gengur til ríkissjóðs. Ríkið tekur til sín 73% af lágum lífeyrissjóðsgreiðslum. Dæmið hér að ofan er um örorkulífeyrisþega með lágar aðrar tekjur, eða 30.000 kr. fyrir skatt. Af lágum lífeyrissjóðsgreiðslum tekur ríkissjóður 73% í formi tekjuskatts og tekjutenginga. Dæmið sýnir enn fremur hversu miklar tekjuskerðingar eru í almannatryggingakerfinu og á það sérstaklega við um sérstaka uppbót til framfærslu, sem skerðist krónu á móti krónu. Svipuð útkoma yrði ef 30.000 lífeyrissjóðstekjum yrði skipt út fyrir 30.000 kr. atvinnutekjur á mánuði. Það gleymist gjarnan þegar rætt er um útgjöld til almannatrygginga hversu stóran hluta ríkið tekur til baka með skerðingum, tekjutengingum og skatti, en skerðingar voru auknar að nýju í júlí 2009. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Hið opinbera klípur, oft duglega, af greiðslum til lífeyrisþega úr tveimur áttum. Annars vegar í gegnum tekjuskatt og/eða fjármagnstekjuskatt og hins vegar með tekjutengingum, þar sem skattskyldar tekjur fyrir skatt skerða lífeyrisgreiðslur, sem fólk fær úr almannatryggingakerfinu. Veigamest er tekjutengingin á sérstaka uppbót til framfærslu, en hún skerðist krónu á móti krónu (100% skerðing) við skattskyldar tekjur fyrir skatt. Lítum á dæmi: Örorkulífeyrisþeginn í dæminu fær útborgað á mánuði 18.798 kr. úr lífeyrissjóði en sömu tekjur (30.000 kr. fyrir skatt) skerða örorkulífeyri hans (eftir skatt) frá TR um 10.702 kr. á mánuði. Samanlögð er þá skerðing vegna tekna úr lífeyrissjóði og tekjuskattur af sömu greiðslum 21.904 kr. á mánuði. Því gefa 30.000 kr. á mánuði (fyrir skatt) frá lífeyrissjóði aðeins 8.096 kr. hærri ráðstöfunartekjur. Meginhluta greiðslnanna tekur ríkið til sín í formi tekjuskatts og tekjutenginga. 30.000 kr. lífeyrissjóðsgreiðslur á mánuði fyrir skatt: 8.096 kr. hærri ráðstöfunartekjur 21.904 kr. eða 73% af 30.000 kr. fær ríkið í gegnum tekjuskatt og tekjutengingar Lögbundin aðild að lífeyrissjóðum, ekki frjálst val. Öryrkjar með réttindi í lífeyrissjóði hafa greitt iðgjöld oft og tíðum í mörg ár fyrir örorkumat. Samkvæmt lögum er skylda að greiða iðgjald í lífeyrissjóð frá 16 til 70 ára. Aðild að lífeyrissjóði kemur fram í kjarasamningi og því er um lögbundinn skyldusparnað að ræða, en ekki frjálst val. Mörgum örorkulífeyrisþegum sem leitað hafa til ÖBÍ og hafa greitt iðgjald í lífeyrissjóð fyrir orkutap misbýður að fá aðeins lítinn hluta lífeyrissjóðsgreiðslnanna í vasann þar sem meginhluti þeirra gengur til ríkissjóðs. Ríkið tekur til sín 73% af lágum lífeyrissjóðsgreiðslum. Dæmið hér að ofan er um örorkulífeyrisþega með lágar aðrar tekjur, eða 30.000 kr. fyrir skatt. Af lágum lífeyrissjóðsgreiðslum tekur ríkissjóður 73% í formi tekjuskatts og tekjutenginga. Dæmið sýnir enn fremur hversu miklar tekjuskerðingar eru í almannatryggingakerfinu og á það sérstaklega við um sérstaka uppbót til framfærslu, sem skerðist krónu á móti krónu. Svipuð útkoma yrði ef 30.000 lífeyrissjóðstekjum yrði skipt út fyrir 30.000 kr. atvinnutekjur á mánuði. Það gleymist gjarnan þegar rætt er um útgjöld til almannatrygginga hversu stóran hluta ríkið tekur til baka með skerðingum, tekjutengingum og skatti, en skerðingar voru auknar að nýju í júlí 2009.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun