Staðan í dag Sigrún Birna Björnsdóttir skrifar 6. september 2012 06:00 Þann 1. september fékk ég útborgað. Það heyrir ekki til tíðinda hjá launþegum en þessi útborgun gerði mig hugsi. Föstudaginn 31. ágúst sat ég ráðstefnu á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis um innleiðingu sex nýrra grunnþátta í allt skólastarf. Grunnþættirnir auk annarra breytinga sem kveðið er á um í nýjum lögum um leik-, grunn- og framhaldsskóla valda umbyltingu í öllu skólastarfi. Ég fagna breytingunum en innleiðingarferli er ekki til og fjármagn er óskilgreint. Með öðrum orðum; það fjármagn og sú fræðsla sem þarf til að barnið komist til manns er ekki til staðar. Þetta mun auka það mikla álag sem nú þegar hvílir á kennurum og þeir eiga ekkert að fá borgað fyrir ómakið. Mér var kennt að gera alltaf mitt besta og nýta hvert tækifæri vel en hér er það ekki í boði. Viljum við það? Staðan Ég er háskólamenntuð með meistaragráðu. Ég er framhaldsskólakennari til 15 ára. Ég er í frábæru starfi sem gefur mikið á meðan álagið er eðlilegt. Undanfarin ár hefur álagið aukist svo mikið að undir lok skólaárs finn ég fyrir einkennum kulnunar sem stafar m.a. af þyngri nemendum (álag vegna sértækra örðugleika og vegna annars móðurmáls nemenda er stórlega vanmetið) og aukinnar yfirferðar verkefna vegna stærri hópa. Að auki mun á komandi vikum og mánuðum bætast við undirbúningur og vinna vegna nýrra áherslna í kennslu og innleiðingar nýrrar aðalnámskrár framhaldsskóla. Niðurskurður hefur blóðmjólkað framhaldsskólann og nú er komið að þolmörkum. Framleiðni hans er augljós og mikilvæg. Hann býr ungmenni undir þátttöku í þjóðfélaginu. Hann býr til virka þjóðfélagsþegna og kemur börnunum okkar til manns. Kennarinn kemur beint að borðinu. Án framhaldsskólans og kennaranna væri samfélagið annað en það er. Viljum við það? Ég skulda námslán og hóflegt íbúðasjóðslán. Ég á Skoda frá 2003. Ég bý í 80 fermetra óuppgerðri blokkaríbúð. Ég á einn dreng og við erum tvö í heimili. Ég veit nákvæmlega hversu háa upphæð ég þarf til að standa undir veltu heimilisins. Þannig hef ég fulla stjórn á útgjöldum og innkomu. Ég hef aldrei farið fram á meira en ég þarf, þannig að endar nái saman og ég geti lagt lítilræði fyrir í hverjum mánuði fyrir ófyrirséðum útgjöldum. Ég þarf 400.000 kr. eftir skatt en ég hef 232.110 kr. í ráðstöfunarfé á mánuði. Rökin fyrir því að leggja fram grunnlaun eftir skatt en ekki heildarlaun er staðreynd málsins. Þetta er handbært fé heimilisins. Vegna mín sjálfrar, fjölskyldu minnar, nemenda og vinnuveitanda á ég rétt á því að 100% starfshlutfall nægi til framfærslu. Framhaldsskólakennari í 100% starfi á að geta lifað mannsæmandi lífi og horft stoltur framan í heiminn. Slík er ekki raunin í dag. Núna í upphafi mánaðar stend ég á núlli þegar öll útgjöld eru greidd. Hver á þá að brauðfæða fjölskylduna? Ef þetta er staða mín þá er þetta staða fjölda annarra í þessu þjóðfélagi. Viljum við það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þann 1. september fékk ég útborgað. Það heyrir ekki til tíðinda hjá launþegum en þessi útborgun gerði mig hugsi. Föstudaginn 31. ágúst sat ég ráðstefnu á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis um innleiðingu sex nýrra grunnþátta í allt skólastarf. Grunnþættirnir auk annarra breytinga sem kveðið er á um í nýjum lögum um leik-, grunn- og framhaldsskóla valda umbyltingu í öllu skólastarfi. Ég fagna breytingunum en innleiðingarferli er ekki til og fjármagn er óskilgreint. Með öðrum orðum; það fjármagn og sú fræðsla sem þarf til að barnið komist til manns er ekki til staðar. Þetta mun auka það mikla álag sem nú þegar hvílir á kennurum og þeir eiga ekkert að fá borgað fyrir ómakið. Mér var kennt að gera alltaf mitt besta og nýta hvert tækifæri vel en hér er það ekki í boði. Viljum við það? Staðan Ég er háskólamenntuð með meistaragráðu. Ég er framhaldsskólakennari til 15 ára. Ég er í frábæru starfi sem gefur mikið á meðan álagið er eðlilegt. Undanfarin ár hefur álagið aukist svo mikið að undir lok skólaárs finn ég fyrir einkennum kulnunar sem stafar m.a. af þyngri nemendum (álag vegna sértækra örðugleika og vegna annars móðurmáls nemenda er stórlega vanmetið) og aukinnar yfirferðar verkefna vegna stærri hópa. Að auki mun á komandi vikum og mánuðum bætast við undirbúningur og vinna vegna nýrra áherslna í kennslu og innleiðingar nýrrar aðalnámskrár framhaldsskóla. Niðurskurður hefur blóðmjólkað framhaldsskólann og nú er komið að þolmörkum. Framleiðni hans er augljós og mikilvæg. Hann býr ungmenni undir þátttöku í þjóðfélaginu. Hann býr til virka þjóðfélagsþegna og kemur börnunum okkar til manns. Kennarinn kemur beint að borðinu. Án framhaldsskólans og kennaranna væri samfélagið annað en það er. Viljum við það? Ég skulda námslán og hóflegt íbúðasjóðslán. Ég á Skoda frá 2003. Ég bý í 80 fermetra óuppgerðri blokkaríbúð. Ég á einn dreng og við erum tvö í heimili. Ég veit nákvæmlega hversu háa upphæð ég þarf til að standa undir veltu heimilisins. Þannig hef ég fulla stjórn á útgjöldum og innkomu. Ég hef aldrei farið fram á meira en ég þarf, þannig að endar nái saman og ég geti lagt lítilræði fyrir í hverjum mánuði fyrir ófyrirséðum útgjöldum. Ég þarf 400.000 kr. eftir skatt en ég hef 232.110 kr. í ráðstöfunarfé á mánuði. Rökin fyrir því að leggja fram grunnlaun eftir skatt en ekki heildarlaun er staðreynd málsins. Þetta er handbært fé heimilisins. Vegna mín sjálfrar, fjölskyldu minnar, nemenda og vinnuveitanda á ég rétt á því að 100% starfshlutfall nægi til framfærslu. Framhaldsskólakennari í 100% starfi á að geta lifað mannsæmandi lífi og horft stoltur framan í heiminn. Slík er ekki raunin í dag. Núna í upphafi mánaðar stend ég á núlli þegar öll útgjöld eru greidd. Hver á þá að brauðfæða fjölskylduna? Ef þetta er staða mín þá er þetta staða fjölda annarra í þessu þjóðfélagi. Viljum við það?
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun