Fannst látin í skógarlundi 5. september 2012 04:00 Hennar hefur verið ákaft leitað eftir að hún hvarf í Ósló fyrir mánuði.Mynd/Norska lögreglan Lögreglan í Noregi staðfesti í gær að lík, sem fannst á mánudagskvöld í bænum Kolbotn, væri af Sigrid Giskegjerde Schjetne, sextán ára stúlku sem leitað hefur verið að í mánuð. Tveir menn hafa verið handteknir. Annar þeirra er 64 ára og hefur ekki áður komið við sögu hjá lögreglunni. Hinn er 37 ára og hefur áður verið dæmdur fyrir gróf ofbeldisbrot gegn konu sem hann réðst á með járnstöng að vopni. Hann hafði einnig fengið á sig nálgunarbann gagnvart lögreglumanni og fjölskyldu hans. Báðir neituðu þeir sök í málinu en voru yfirheyrðir fram á kvöld. Þeir eru sagði góðir vinir. Schjetne hafði ekki sést síðan hún hugðist ganga heim til sín frá vinkonu sinni um miðnætti laugardagskvöldið 4. ágúst. Það átti ekki að vera nema hálftíma gangur heim til hennar. Hún hafði farið með félögum sínum á fótboltaleik fyrr um kvöldið, en það síðasta sem spurðist til hennar var þegar SMS-skilaboð bárust úr síma hennar til vinkonunnar þegar klukkan var fimmtán mínútur gengin í eitt. Um það bil klukkustund síðar fundu tveir drengir símann hennar, einn skó og sokka á leikskólalóð skammt frá heimili hennar. Líkið af henni fannst í skóglendi við bæinn Kolbotn í Noregi í um það bil 17 kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem hún hvarf mánuði fyrr. Hinir grunuðu voru handteknir í iðnaðarhverfi skammt frá þeim stað þar sem líkið fannst. Eldri maðurinn rekur bílaverkstæði þar. Lögreglan leitaði í gær bæði á verkstæðinu og á heimili hans. Lögreglan vildi ekki upplýsa strax um dánarorsök stúlkunnar né heldur hve lengið líkið af henni hefði legið þar sem það fannst í fyrrinótt. „Við getum ekki farið út í smáatriði krufningarskýrslunnar, og þess vegna getum við ekkert sagt um dánarorsökina, hve lengi hún hefur verið látin eða hvaða meiðsli hún er með," sagði Hanne Kristin Rohde hjá norsku rannsóknarlögreglunni á blaðamannafundi sem efnt var til í gær. Samkvæmt heimildum norska ríkisútvarpsins telur lögreglan að annar mannanna hafi þekkt til stúlkunnaar. Lögreglan segir rannsókn málsins á viðkvæmu stigi en búast megi við frekari upplýsingum næstu daga eftir því sem rannsókninni vindur fram. Hvarf hennar vakti mikla athygli í Noregi og hafa fjölmiðlar þar fylgst grannt með þróun málsins. Harmleikur fjölskyldunnar þótti meiri vegna þess að átján ára náfrændi hennar, Fredrik Lund Schjetne, var meðal þeirra ungmenna sem Anders Behring Breivik myrti í Útey í júlí á síðasta ári. Á vefsíðu norska ríkisútvarpsins er haft eftir Harald Stabell, lögmanni foreldra stúlkunnar, að óvissan hafi verið þeim erfið. Auk fjölmenns lögregluliðs hafa hundruð sjálfboðaliða tekið þátt í leitinni að Sigrid á hverjum einasta degi síðustu vikurnar. gudsteinn@frettabladid.is Noregur Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Lögreglan í Noregi staðfesti í gær að lík, sem fannst á mánudagskvöld í bænum Kolbotn, væri af Sigrid Giskegjerde Schjetne, sextán ára stúlku sem leitað hefur verið að í mánuð. Tveir menn hafa verið handteknir. Annar þeirra er 64 ára og hefur ekki áður komið við sögu hjá lögreglunni. Hinn er 37 ára og hefur áður verið dæmdur fyrir gróf ofbeldisbrot gegn konu sem hann réðst á með járnstöng að vopni. Hann hafði einnig fengið á sig nálgunarbann gagnvart lögreglumanni og fjölskyldu hans. Báðir neituðu þeir sök í málinu en voru yfirheyrðir fram á kvöld. Þeir eru sagði góðir vinir. Schjetne hafði ekki sést síðan hún hugðist ganga heim til sín frá vinkonu sinni um miðnætti laugardagskvöldið 4. ágúst. Það átti ekki að vera nema hálftíma gangur heim til hennar. Hún hafði farið með félögum sínum á fótboltaleik fyrr um kvöldið, en það síðasta sem spurðist til hennar var þegar SMS-skilaboð bárust úr síma hennar til vinkonunnar þegar klukkan var fimmtán mínútur gengin í eitt. Um það bil klukkustund síðar fundu tveir drengir símann hennar, einn skó og sokka á leikskólalóð skammt frá heimili hennar. Líkið af henni fannst í skóglendi við bæinn Kolbotn í Noregi í um það bil 17 kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem hún hvarf mánuði fyrr. Hinir grunuðu voru handteknir í iðnaðarhverfi skammt frá þeim stað þar sem líkið fannst. Eldri maðurinn rekur bílaverkstæði þar. Lögreglan leitaði í gær bæði á verkstæðinu og á heimili hans. Lögreglan vildi ekki upplýsa strax um dánarorsök stúlkunnar né heldur hve lengið líkið af henni hefði legið þar sem það fannst í fyrrinótt. „Við getum ekki farið út í smáatriði krufningarskýrslunnar, og þess vegna getum við ekkert sagt um dánarorsökina, hve lengi hún hefur verið látin eða hvaða meiðsli hún er með," sagði Hanne Kristin Rohde hjá norsku rannsóknarlögreglunni á blaðamannafundi sem efnt var til í gær. Samkvæmt heimildum norska ríkisútvarpsins telur lögreglan að annar mannanna hafi þekkt til stúlkunnaar. Lögreglan segir rannsókn málsins á viðkvæmu stigi en búast megi við frekari upplýsingum næstu daga eftir því sem rannsókninni vindur fram. Hvarf hennar vakti mikla athygli í Noregi og hafa fjölmiðlar þar fylgst grannt með þróun málsins. Harmleikur fjölskyldunnar þótti meiri vegna þess að átján ára náfrændi hennar, Fredrik Lund Schjetne, var meðal þeirra ungmenna sem Anders Behring Breivik myrti í Útey í júlí á síðasta ári. Á vefsíðu norska ríkisútvarpsins er haft eftir Harald Stabell, lögmanni foreldra stúlkunnar, að óvissan hafi verið þeim erfið. Auk fjölmenns lögregluliðs hafa hundruð sjálfboðaliða tekið þátt í leitinni að Sigrid á hverjum einasta degi síðustu vikurnar. gudsteinn@frettabladid.is
Noregur Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira