Nýtt nafn ritað á bikarinn í dag? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2012 08:00 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stjörnunni, og Valskonan Rakel Logadóttir með bikarinn góða. Mynd/Valli Tvö lið með ólíka sögu munu í dag mætast í úrslitaleik Borgunarbikarkeppni kvenna á Laugardalsvellinum. Annars vegar Valur, sigursælasta lið frá upphafi í sögu keppninnar, og ríkjandi Íslandsmeistari Stjörnunnar sem hefur aldrei unnið bikarinn áður. „Þetta kemur ekki til með að skipta nokkru máli," segir Rakel Logadóttir, leikmaður og einn fyrirliða Vals, um sögu þessara tveggja liða. „Hvað okkur varðar skiptir sá fjöldi titla sem Valur hefur unnið í gegnum tíðina engu máli í dag. Við erum með nýtt og gjörbreytt lið frá síðustu árum og erum að skapa okkar eigin hefð." Valur er sem stendur í fjórða sæti Pepsi-deildar kvenna með 27 stig en Stjarnan er í því öðru með 32 stig – sex á eftir toppliði Þórs/KA. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir þó Stjörnuna ekki sigurstranglega liðið í leiknum í dag, þrátt fyrir að vera ofar í stigatöflunni. „Bæði þessi lið eru með sterkan leikmannahóp en Valur er með hefðina með sér og hafa oft komið í þennan leik áður. Þetta eru tvö jöfn lið og ég á von á skemmtilegum leik," segir hún. Lykilleikmenn farnirValskonur hafa verið á miklu skriði að undanförnu og ekki tapað leik síðan 9. júlí. Síðan þá hafa þær spilað átta leiki og unnið sex þeirra, þar með talið Stjörnuna og ÍBV, auk þess sem liðið gerði jafntefli við Þór/KA. „Spilamennska okkar hefur verið góð og ég er sátt við hana. Við höfum lært mikið í sumar og bætt okkur eftir því sem liðið hefur á það," segir Rakel en Valur hefur þó misst nokkra lykilleikmenn síðustu dagana. Danska landsliðskonan Johanna Rasmussen er aftur farin til síns liðs í Svíþjóð og þær Dagný Brynjarsdóttir og Telma Björk Einarsdóttir eru báðar farnar til Bandaríkjanna í nám. „Þetta hefur verið smá púsluspil hjá okkur en nú fá ungir leikmenn dýrmæta reynslu – sérstaklega af þessum leik," segir Rakel. Mikið bras á varnarlínunniAðeins fimm félög hafa unnið bikarkeppni kvenna síðan hún fór fyrst fram árið 1981. Stjarnan getur bæst í þann hóp í dag en það hafa þó einnig verið vandræði með leikmannahóp liðsins að undanförnu. „Það hefur verið mikið bras á öftustu línunni okkar," segir Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar. Anna María Baldursdóttir fékk rautt spjald í leik liðsins gegn Breiðabliki á þriðjudaginn. Þá hafa meiðsli einnig sett strik í reikninginn, auk þess sem Eyrún Guðmundsdóttir getur ekki spilað þar sem hún er barnshafandi. „Það er því ekki alveg klárt hvernig byrjunarliðið verður. En ég er með góðan hóp og við verðum með sterkt byrjunarlið eins og í öllum leikjum." Valur spilar besta fótboltannÞorlákur á von á að mæta sterku liði Vals í dag. „Valur hefur spilað besta fótboltann í deildinni í sumar og er bæði tæknilega sterkt lið og skemmtilegt. Þetta verður spennandi verkefni og við þurfum að spila vel til að vinna þær." Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Vísi. Upphitun hefst hálftíma fyrr. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sport Fleiri fréttir Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Sjá meira
Tvö lið með ólíka sögu munu í dag mætast í úrslitaleik Borgunarbikarkeppni kvenna á Laugardalsvellinum. Annars vegar Valur, sigursælasta lið frá upphafi í sögu keppninnar, og ríkjandi Íslandsmeistari Stjörnunnar sem hefur aldrei unnið bikarinn áður. „Þetta kemur ekki til með að skipta nokkru máli," segir Rakel Logadóttir, leikmaður og einn fyrirliða Vals, um sögu þessara tveggja liða. „Hvað okkur varðar skiptir sá fjöldi titla sem Valur hefur unnið í gegnum tíðina engu máli í dag. Við erum með nýtt og gjörbreytt lið frá síðustu árum og erum að skapa okkar eigin hefð." Valur er sem stendur í fjórða sæti Pepsi-deildar kvenna með 27 stig en Stjarnan er í því öðru með 32 stig – sex á eftir toppliði Þórs/KA. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir þó Stjörnuna ekki sigurstranglega liðið í leiknum í dag, þrátt fyrir að vera ofar í stigatöflunni. „Bæði þessi lið eru með sterkan leikmannahóp en Valur er með hefðina með sér og hafa oft komið í þennan leik áður. Þetta eru tvö jöfn lið og ég á von á skemmtilegum leik," segir hún. Lykilleikmenn farnirValskonur hafa verið á miklu skriði að undanförnu og ekki tapað leik síðan 9. júlí. Síðan þá hafa þær spilað átta leiki og unnið sex þeirra, þar með talið Stjörnuna og ÍBV, auk þess sem liðið gerði jafntefli við Þór/KA. „Spilamennska okkar hefur verið góð og ég er sátt við hana. Við höfum lært mikið í sumar og bætt okkur eftir því sem liðið hefur á það," segir Rakel en Valur hefur þó misst nokkra lykilleikmenn síðustu dagana. Danska landsliðskonan Johanna Rasmussen er aftur farin til síns liðs í Svíþjóð og þær Dagný Brynjarsdóttir og Telma Björk Einarsdóttir eru báðar farnar til Bandaríkjanna í nám. „Þetta hefur verið smá púsluspil hjá okkur en nú fá ungir leikmenn dýrmæta reynslu – sérstaklega af þessum leik," segir Rakel. Mikið bras á varnarlínunniAðeins fimm félög hafa unnið bikarkeppni kvenna síðan hún fór fyrst fram árið 1981. Stjarnan getur bæst í þann hóp í dag en það hafa þó einnig verið vandræði með leikmannahóp liðsins að undanförnu. „Það hefur verið mikið bras á öftustu línunni okkar," segir Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar. Anna María Baldursdóttir fékk rautt spjald í leik liðsins gegn Breiðabliki á þriðjudaginn. Þá hafa meiðsli einnig sett strik í reikninginn, auk þess sem Eyrún Guðmundsdóttir getur ekki spilað þar sem hún er barnshafandi. „Það er því ekki alveg klárt hvernig byrjunarliðið verður. En ég er með góðan hóp og við verðum með sterkt byrjunarlið eins og í öllum leikjum." Valur spilar besta fótboltannÞorlákur á von á að mæta sterku liði Vals í dag. „Valur hefur spilað besta fótboltann í deildinni í sumar og er bæði tæknilega sterkt lið og skemmtilegt. Þetta verður spennandi verkefni og við þurfum að spila vel til að vinna þær." Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Vísi. Upphitun hefst hálftíma fyrr.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sport Fleiri fréttir Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn