Sóknarkirkjan á samleið með uppalendum Bjarni Karlsson skrifar 24. ágúst 2012 06:00 Þegar við flettum blaði dagsins blasir við að mannlífið er komið í haustgírinn. Það er einhver fersk tilfinning sem fylgir haustinu, tilfinning fyrir því að nýjar áskoranir séu þess virði að taka þær og að komandi vetur geti gefið margt gott af sér ef rétt er á spöðunum haldið. Það er flókið að lifa því það þarf að halda jafnvægi á svo mörgum sviðum í einu; heilsa, fjármál, nám, vinna, sambönd, fjölskyldulíf, áhugamál… Og þegar börnin okkar vaxa úr grasi er það von okkar að þau verði enn leiknari en við og færari um að vera farsælt fólk í flóknum heimi. Þess vegna viljum við að þau eignist fjölbreytta reynslu í uppvextinum. Við höldum að þeim að iðka skólanámið, hvetjum þau til að stunda íþróttir og helst tónlist og viljum að þau séu félagslega virk. Barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar er félagslegur vettvangur þar sem börn og unglingar fá tækifæri til að þroska persónuleika sinn. Þar fer fram þjálfun í að velja og hafna fyrir sjálfan sig, greina aðstæður og koma auga á lausnir. Helgisagnirnar í Biblíunni útskýra með sígildum hætti hvernig fólk getur orðið farsælt, bænin er traust aðferð til að eiga innra líf og vera sjálfum sér samkvæmur og félagsskapur undir merkjum Jesú frá Nasaret er æfing í því að tilheyra hópi þar sem ekki er stillt upp í goggunarraðir heldur hugað að öðrum og meira skapandi samskiptaleiðum. Því hvet ég alla uppalendur til þess að huga að því hvað sóknarkirkjan hefur að bjóða börnum og unglingum og styðja þau í því að finna þar eitthvað sem vekur áhuga þeirra. Kirkjan er og vill vera traustur samherji í uppeldi barna og unglinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Skoðun Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar við flettum blaði dagsins blasir við að mannlífið er komið í haustgírinn. Það er einhver fersk tilfinning sem fylgir haustinu, tilfinning fyrir því að nýjar áskoranir séu þess virði að taka þær og að komandi vetur geti gefið margt gott af sér ef rétt er á spöðunum haldið. Það er flókið að lifa því það þarf að halda jafnvægi á svo mörgum sviðum í einu; heilsa, fjármál, nám, vinna, sambönd, fjölskyldulíf, áhugamál… Og þegar börnin okkar vaxa úr grasi er það von okkar að þau verði enn leiknari en við og færari um að vera farsælt fólk í flóknum heimi. Þess vegna viljum við að þau eignist fjölbreytta reynslu í uppvextinum. Við höldum að þeim að iðka skólanámið, hvetjum þau til að stunda íþróttir og helst tónlist og viljum að þau séu félagslega virk. Barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar er félagslegur vettvangur þar sem börn og unglingar fá tækifæri til að þroska persónuleika sinn. Þar fer fram þjálfun í að velja og hafna fyrir sjálfan sig, greina aðstæður og koma auga á lausnir. Helgisagnirnar í Biblíunni útskýra með sígildum hætti hvernig fólk getur orðið farsælt, bænin er traust aðferð til að eiga innra líf og vera sjálfum sér samkvæmur og félagsskapur undir merkjum Jesú frá Nasaret er æfing í því að tilheyra hópi þar sem ekki er stillt upp í goggunarraðir heldur hugað að öðrum og meira skapandi samskiptaleiðum. Því hvet ég alla uppalendur til þess að huga að því hvað sóknarkirkjan hefur að bjóða börnum og unglingum og styðja þau í því að finna þar eitthvað sem vekur áhuga þeirra. Kirkjan er og vill vera traustur samherji í uppeldi barna og unglinga.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar