Skuldakreppan skekur evrulöndin 15. ágúst 2012 11:00 Margir binda vonir við að Seðlabanki Evrópu ýti undir hagvöxt á evrusvæðinu á næstunni.NordicPhotos/AFP Hagkerfi evrusvæðisins dróst saman um 0,2% á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við þann fyrsta. Örlítið meiri kraftur var í þýska og franska hagkerfinu en búist hafði verið við en landsframleiðsla í Grikklandi, Ítalíu, Spáni og Finnlandi dróst nokkuð saman. Rétt eins og á evrusvæðinu dróst hagkerfi Evrópusambandsins (ESB) saman um 0,2% miðað við ársfjórðunginn á undan. Þátttakendur í evrunni eru sautján af 27 ríkjum ESB. Þetta leiða bráðabirgðatölur Eurostat, hagstofu ESB, í ljós. Til samanburðar var 0,4% hagvöxtur í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi og á sama tímabili var 0,3% hagvöxtur í Japan. Hagstofa Íslands mun í september birta tölur yfir landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi. Aukin fjárfesting og einkaneysla voru aflvakar hagvaxtarins í Þýskalandi sem mældist 0,3% á öðrum ársfjórðungi en spár höfðu bent til 0,1% vaxtar. Búist hafði verið við samdrætti í Frakklandi á ársfjórðungnum en í reynd stóð stærð hagkerfisins í stað. Þá var 0,2% hagvöxtur í Hollandi sem var jafnframt nokkru meira en spár höfðu gert ráð fyrir. Þrátt fyrir meiri þrótt í hagkerfum Þýskalands, Frakklands og Hollands telja sumir hagfræðingar nýju hagtölurnar benda til þess að skuldakreppan í Suður-Evrópu sé að læsa klónum í sum ríkja Norður-Evrópu. Til marks um það skrapp finnska hagkerfið saman um 1,0% á öðrum ársfjórðungi. Niðursveiflan í Grikklandi sýnir enn ekki merki þess að vera að ganga niður en þar í landi mældist samdráttur 6,2% á ársgrundvelli á öðrum ársfjórðungi. Þá var neikvæður hagvöxtur á Ítalíu og á Spáni upp á 2,5% og 1,0% á ársgrundvelli í hvoru landinu fyrir sig.- mþl Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hagkerfi evrusvæðisins dróst saman um 0,2% á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við þann fyrsta. Örlítið meiri kraftur var í þýska og franska hagkerfinu en búist hafði verið við en landsframleiðsla í Grikklandi, Ítalíu, Spáni og Finnlandi dróst nokkuð saman. Rétt eins og á evrusvæðinu dróst hagkerfi Evrópusambandsins (ESB) saman um 0,2% miðað við ársfjórðunginn á undan. Þátttakendur í evrunni eru sautján af 27 ríkjum ESB. Þetta leiða bráðabirgðatölur Eurostat, hagstofu ESB, í ljós. Til samanburðar var 0,4% hagvöxtur í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi og á sama tímabili var 0,3% hagvöxtur í Japan. Hagstofa Íslands mun í september birta tölur yfir landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi. Aukin fjárfesting og einkaneysla voru aflvakar hagvaxtarins í Þýskalandi sem mældist 0,3% á öðrum ársfjórðungi en spár höfðu bent til 0,1% vaxtar. Búist hafði verið við samdrætti í Frakklandi á ársfjórðungnum en í reynd stóð stærð hagkerfisins í stað. Þá var 0,2% hagvöxtur í Hollandi sem var jafnframt nokkru meira en spár höfðu gert ráð fyrir. Þrátt fyrir meiri þrótt í hagkerfum Þýskalands, Frakklands og Hollands telja sumir hagfræðingar nýju hagtölurnar benda til þess að skuldakreppan í Suður-Evrópu sé að læsa klónum í sum ríkja Norður-Evrópu. Til marks um það skrapp finnska hagkerfið saman um 1,0% á öðrum ársfjórðungi. Niðursveiflan í Grikklandi sýnir enn ekki merki þess að vera að ganga niður en þar í landi mældist samdráttur 6,2% á ársgrundvelli á öðrum ársfjórðungi. Þá var neikvæður hagvöxtur á Ítalíu og á Spáni upp á 2,5% og 1,0% á ársgrundvelli í hvoru landinu fyrir sig.- mþl
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira