Umbætur í háskólamálum Katrín Jakobsdóttir skrifar 18. júlí 2012 06:00 Á undanförnum vikum hafa orðið þáttaskil í samskiptum stjórnvalda og háskólanna í landinu með gerð samninga við þá alla til fimm ára um fjárframlög til kennslu og rannsókna. Með samningunum er tekin upp ný aðferðafræði í þessum samskiptum og þar fjallað um þjónustu og verkefni háskólanna, tilgreind fræðasvið þeirra og stærð þeirra afmörkuð í fjölda nemenda og ársnema. Fjallað um réttindi og skyldur nemenda og ábyrgð skóla. Ítarlega er fjallað um framlög ríkisins og fjárhagsleg samskipti auk umfjöllunar um upplýsingagjöf, samskipti og eftirlit. Fleiri atriði má nefna sem eru ný af nálinni. Þannig er ætlast til að háskólar skilgreini og birti lágmarkskröfur um aðgangsviðmið nemenda sem hefja nám á grunnstigi í einstökum deildum og/eða námsbrautum. Við framsetningu aðgangsviðmiða verði tekið mið af aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011. Aðgangsviðmið einstakra deilda á háskólastigi eru mikilvægar upplýsingar fyrir framhaldsskóla við gerð námsbrauta og fyrir námsmenn við sérhæft námsval. Háskólarnir munu í síðasta lagi skólaárið 2014/2015 birta aðgangsviðmið allra námsleiða sinna og er gert ráð fyrir að allir framhaldsskólar kenni samkvæmt nýrri námskrá haustið 2015. Þá vinna háskólarnir að aukinni nýtingu frjáls hugbúnaðar í háskólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda um frjálsan og opinn hugbúnað en ávinningur af nýtingu frjáls hugbúnaðar er mikill. Frjáls hugbúnaður gerir skólann óháðari einstökum aðilum og býður frjáls hugbúnaður upp á kennslumöguleika sem ekki eru fyrir hendi í séreignarhugbúnaði, svo sem að kynna sér innri virkni hugbúnaðarins og að taka virkari þátt í þróun hugbúnaðarins. Með frelsinu til að dreifa hugbúnaðinum getur háskólinn jafnframt stuðlað að jöfnuði meðal nemenda skólans og starfsmanna þar sem sami hugbúnaður stendur öllum til boða. Fjárhagslegur ávinningur getur einnig orðið umtalsverður þar sem ekki er greitt fyrir hugbúnaðarleyfi og hægt er að auka samstarf og samnýtingu til að draga úr bæði notkunar- og þróunarkostnaði. Að lokum má nefna að við innra og ytra mat háskóla er m.a. byggt á tölulegum gögnum sem gefa mynd af starfi og árangri skólans. Markmiðið er að fá sem gleggsta heildarmynd af háskólunum og hvernig þeir þróast í samanburði. Háskólarnir munu skila reglulega yfirliti yfir lykiltölur í samræmi við birtingaráætlun. Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun jafnframt birta lykiltölur um háskólakerfið í heild. Mikið starf hefur verið unnið á undanförnum árum við að auka gæði íslenskra háskóla þrátt fyrir erfitt efnahagsástand og niðurskurð á öllum sviðum hins opinbera. Rammi stjórnsýslunnar skiptir þar máli, rétt eins og gæði kennslu og rannsókna. Sú aðferðafræði sem hér er lýst er tvímælalaust til þess fallin að gera íslenska háskólakerfið betra og stjórnsýslu þess gagnsærri öllum almenningi og styrkja umgjörðina um hið mikilvæga starf háskólanna sem er lífsnauðsynlegt hverju því samfélagi sem vill byggja atvinnuuppbyggingu og framtíðarsýn á þekkingu og nýsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Á undanförnum vikum hafa orðið þáttaskil í samskiptum stjórnvalda og háskólanna í landinu með gerð samninga við þá alla til fimm ára um fjárframlög til kennslu og rannsókna. Með samningunum er tekin upp ný aðferðafræði í þessum samskiptum og þar fjallað um þjónustu og verkefni háskólanna, tilgreind fræðasvið þeirra og stærð þeirra afmörkuð í fjölda nemenda og ársnema. Fjallað um réttindi og skyldur nemenda og ábyrgð skóla. Ítarlega er fjallað um framlög ríkisins og fjárhagsleg samskipti auk umfjöllunar um upplýsingagjöf, samskipti og eftirlit. Fleiri atriði má nefna sem eru ný af nálinni. Þannig er ætlast til að háskólar skilgreini og birti lágmarkskröfur um aðgangsviðmið nemenda sem hefja nám á grunnstigi í einstökum deildum og/eða námsbrautum. Við framsetningu aðgangsviðmiða verði tekið mið af aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011. Aðgangsviðmið einstakra deilda á háskólastigi eru mikilvægar upplýsingar fyrir framhaldsskóla við gerð námsbrauta og fyrir námsmenn við sérhæft námsval. Háskólarnir munu í síðasta lagi skólaárið 2014/2015 birta aðgangsviðmið allra námsleiða sinna og er gert ráð fyrir að allir framhaldsskólar kenni samkvæmt nýrri námskrá haustið 2015. Þá vinna háskólarnir að aukinni nýtingu frjáls hugbúnaðar í háskólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda um frjálsan og opinn hugbúnað en ávinningur af nýtingu frjáls hugbúnaðar er mikill. Frjáls hugbúnaður gerir skólann óháðari einstökum aðilum og býður frjáls hugbúnaður upp á kennslumöguleika sem ekki eru fyrir hendi í séreignarhugbúnaði, svo sem að kynna sér innri virkni hugbúnaðarins og að taka virkari þátt í þróun hugbúnaðarins. Með frelsinu til að dreifa hugbúnaðinum getur háskólinn jafnframt stuðlað að jöfnuði meðal nemenda skólans og starfsmanna þar sem sami hugbúnaður stendur öllum til boða. Fjárhagslegur ávinningur getur einnig orðið umtalsverður þar sem ekki er greitt fyrir hugbúnaðarleyfi og hægt er að auka samstarf og samnýtingu til að draga úr bæði notkunar- og þróunarkostnaði. Að lokum má nefna að við innra og ytra mat háskóla er m.a. byggt á tölulegum gögnum sem gefa mynd af starfi og árangri skólans. Markmiðið er að fá sem gleggsta heildarmynd af háskólunum og hvernig þeir þróast í samanburði. Háskólarnir munu skila reglulega yfirliti yfir lykiltölur í samræmi við birtingaráætlun. Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun jafnframt birta lykiltölur um háskólakerfið í heild. Mikið starf hefur verið unnið á undanförnum árum við að auka gæði íslenskra háskóla þrátt fyrir erfitt efnahagsástand og niðurskurð á öllum sviðum hins opinbera. Rammi stjórnsýslunnar skiptir þar máli, rétt eins og gæði kennslu og rannsókna. Sú aðferðafræði sem hér er lýst er tvímælalaust til þess fallin að gera íslenska háskólakerfið betra og stjórnsýslu þess gagnsærri öllum almenningi og styrkja umgjörðina um hið mikilvæga starf háskólanna sem er lífsnauðsynlegt hverju því samfélagi sem vill byggja atvinnuuppbyggingu og framtíðarsýn á þekkingu og nýsköpun.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun