Fæðing á Skype á stærstu forritunarkeppni heims 16. júlí 2012 05:00 Liðsmenn Radiant Games ásamt Gunnþóru og nýfæddu dótturinni samankomin eftir atburði sem hafa einkennst af fjarlægð, tækni og gleði. Fréttablaðið/stefán "Guð sé lof fyrir Skype," segir Guðmundur Valur Viðarsson sem upplifði fæðingu frumburðarins síns í gegnum Skype staddur í Ástralíu á stærstu forritunarkeppni heims á dögunum. Guðmundur og hópur hans, Radiant Games, lenti í 4. til 5. sæti í keppninni Imagine Cup sem er skólakeppni á vegum Microsoft og fór fram í Sidney í Ástralíu. Íslenski hópurinn komst í tíu liða úrslit af 506 umsækjendum í flokknum leikjahönnun fyrir Windows og Xbox en keppt var í sjö flokkum og mörg þúsund lið skráð til leiks. "Ég varð vitni af því í beinni þegar dóttir mín kom í heiminn eða eins mikið og ég gat í gegnum tárin," segir Guðmundur. "Ég get ekki þakkað Skype þetta nóg og ég á eftir að senda þeim tölvupóst." Hann kynnti leikinn Robert´s Quest fyrir stjörnuprýddri dómnefnd ásamt Hauki Steini Logasyni, Axel Erni Sigurðssyni og Sveini Fannari Kristjánssyni en þeir hafa unnið dag og nótt að leiknum frá áramótum. Guðmundur nemur við Margmiðlunarskólann en hinir eru nemar við HR. Daníel Brandur Sigurgeirsson, aðjúnkt við HR, var leiðbeinandi verkefnisins og fylgdi þeim út. "Larry Hryb, sem er yfir Xbox LIVE, var dómari og tók í höndina á mér af fyrra bragði og einn aðaldómarinn lofaði grafíkina hástert við mig," nefnir hann kátur. "Leikurinn fjallar um íkornan Róbert sem breytir orkugjöfum mengaðrar borgar í endurnýjanlega. Markmið þeirra er að börn spili leikinn til skemmtunar og fræðist ómeðvitað. "Ef hann væri ekki skemmtilegur gætum við alveg eins rétt börnum bækling um græna orku og það les enginn," segir nýbakaði faðirinn. Hann eignaðist dóttur aðfaranótt 6. júlí með konu sinni Gunnþóru Elínu Erlingsdóttur, þá tiltölulega nýlentur í Ástralíu. "Það var bara heppni að þetta fór af stað klukkan hálf átta fyrsta morguninn í Sidney því hann var enn sofandi upp á herbergi," segir Gunnþóra sem hringdi á hótelið í mikilli geðshræringur en sími Guðmundar virkaði ekki. Fyrir brottför hafði hún reynt öll húsráð til að koma stúlkunni í heiminn en eftir að hann fór af landi brott tóku við öfug húsráð án árangurs. "Systir mín og mamma voru með í fæðingunni og önnur sá til þess að skjárinn ferðaðist með mér. "Fyrsta fjölskyldumyndin er af okkur mæðgunum í rúminu og honum í tölvuskjá með heyrnatól, hún er ómótstæðileg," segir hún. hallfridur@frettabladid.is Leikjavísir Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
"Guð sé lof fyrir Skype," segir Guðmundur Valur Viðarsson sem upplifði fæðingu frumburðarins síns í gegnum Skype staddur í Ástralíu á stærstu forritunarkeppni heims á dögunum. Guðmundur og hópur hans, Radiant Games, lenti í 4. til 5. sæti í keppninni Imagine Cup sem er skólakeppni á vegum Microsoft og fór fram í Sidney í Ástralíu. Íslenski hópurinn komst í tíu liða úrslit af 506 umsækjendum í flokknum leikjahönnun fyrir Windows og Xbox en keppt var í sjö flokkum og mörg þúsund lið skráð til leiks. "Ég varð vitni af því í beinni þegar dóttir mín kom í heiminn eða eins mikið og ég gat í gegnum tárin," segir Guðmundur. "Ég get ekki þakkað Skype þetta nóg og ég á eftir að senda þeim tölvupóst." Hann kynnti leikinn Robert´s Quest fyrir stjörnuprýddri dómnefnd ásamt Hauki Steini Logasyni, Axel Erni Sigurðssyni og Sveini Fannari Kristjánssyni en þeir hafa unnið dag og nótt að leiknum frá áramótum. Guðmundur nemur við Margmiðlunarskólann en hinir eru nemar við HR. Daníel Brandur Sigurgeirsson, aðjúnkt við HR, var leiðbeinandi verkefnisins og fylgdi þeim út. "Larry Hryb, sem er yfir Xbox LIVE, var dómari og tók í höndina á mér af fyrra bragði og einn aðaldómarinn lofaði grafíkina hástert við mig," nefnir hann kátur. "Leikurinn fjallar um íkornan Róbert sem breytir orkugjöfum mengaðrar borgar í endurnýjanlega. Markmið þeirra er að börn spili leikinn til skemmtunar og fræðist ómeðvitað. "Ef hann væri ekki skemmtilegur gætum við alveg eins rétt börnum bækling um græna orku og það les enginn," segir nýbakaði faðirinn. Hann eignaðist dóttur aðfaranótt 6. júlí með konu sinni Gunnþóru Elínu Erlingsdóttur, þá tiltölulega nýlentur í Ástralíu. "Það var bara heppni að þetta fór af stað klukkan hálf átta fyrsta morguninn í Sidney því hann var enn sofandi upp á herbergi," segir Gunnþóra sem hringdi á hótelið í mikilli geðshræringur en sími Guðmundar virkaði ekki. Fyrir brottför hafði hún reynt öll húsráð til að koma stúlkunni í heiminn en eftir að hann fór af landi brott tóku við öfug húsráð án árangurs. "Systir mín og mamma voru með í fæðingunni og önnur sá til þess að skjárinn ferðaðist með mér. "Fyrsta fjölskyldumyndin er af okkur mæðgunum í rúminu og honum í tölvuskjá með heyrnatól, hún er ómótstæðileg," segir hún. hallfridur@frettabladid.is
Leikjavísir Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira