Jón Kaldal ritstýrir nýju blaði 11. júlí 2012 12:00 „Þetta er verkefni sem ég hef lengi haft á bakvið eyrað og talið þörf á að ýta úr höfn. Heimur, útgefandi Iceland Review, var sammála því svo við ákváðum í sameiningu að slá til," segir Jón Kaldal ritstjóri Iceland Review Street edition, nýs blaðs sem kemur út í fyrsta skipti 20.júlí næstkomandi. Iceland Review Street edition er fríblað á dagblaðsformi og mun koma út á tveggja vikna fresti. „Þetta er blað á ensku og fyrst og fremst hugsað fyrir þann mikla fjölda ferðamanna sem heimsækja landið ár hvert. Samkvæmt könnunum er meðalaldur ferðamanna hérlendis um fertugt og átta af hverjum tíu segja helstu ástæðu ferðarinnar vera að sjá náttúru og landslag Íslands," segir Jón, sem ritstýrði áður Fréttatímanum og þar áður Fréttablaðinu. „Auðvitað hefur fólk alltaf áhuga á fólki svo við verðum með menningartengda umfjöllun líka. Hinn almenni ferðamaður hefur þó meiri áhuga á að vita hvar tíu bestu náttúrulaugarnar eru en tíu bestu barirnir svo við ætlum að sinna þeirri hlið eins vel og við getum," bætir hann við. Iceland Review tímaritið hefur verið leiðandi í enskri umfjöllun um Ísland frá því það var stofnað árið 1963. Það er með þúsundir áskrifenda um allan heim og heimasíðan þeirra er ein mest sótta síðan um Ísland á ensku. Þar sem það tímarit er prentað á glanspappír, kemur út fjórum til fimm sinnum á ári og er sölublað telur Jón þetta nýja blað þó ekki ógna stöðu þess á markaðinum. „Við lítum á þetta blað sem góða og þarfa viðbót. Því verður dreift í 25.000 eintökum á þá staði þar sem fólk er helst á ferðinni, bæði úti á landsbygðinni og á höfuðborgarsvæðinu, og er hugsað til þess að hjálpa fólki að kynnast Íslandi betur," segir hann að lokum. - trs Fréttir Lífið Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira
„Þetta er verkefni sem ég hef lengi haft á bakvið eyrað og talið þörf á að ýta úr höfn. Heimur, útgefandi Iceland Review, var sammála því svo við ákváðum í sameiningu að slá til," segir Jón Kaldal ritstjóri Iceland Review Street edition, nýs blaðs sem kemur út í fyrsta skipti 20.júlí næstkomandi. Iceland Review Street edition er fríblað á dagblaðsformi og mun koma út á tveggja vikna fresti. „Þetta er blað á ensku og fyrst og fremst hugsað fyrir þann mikla fjölda ferðamanna sem heimsækja landið ár hvert. Samkvæmt könnunum er meðalaldur ferðamanna hérlendis um fertugt og átta af hverjum tíu segja helstu ástæðu ferðarinnar vera að sjá náttúru og landslag Íslands," segir Jón, sem ritstýrði áður Fréttatímanum og þar áður Fréttablaðinu. „Auðvitað hefur fólk alltaf áhuga á fólki svo við verðum með menningartengda umfjöllun líka. Hinn almenni ferðamaður hefur þó meiri áhuga á að vita hvar tíu bestu náttúrulaugarnar eru en tíu bestu barirnir svo við ætlum að sinna þeirri hlið eins vel og við getum," bætir hann við. Iceland Review tímaritið hefur verið leiðandi í enskri umfjöllun um Ísland frá því það var stofnað árið 1963. Það er með þúsundir áskrifenda um allan heim og heimasíðan þeirra er ein mest sótta síðan um Ísland á ensku. Þar sem það tímarit er prentað á glanspappír, kemur út fjórum til fimm sinnum á ári og er sölublað telur Jón þetta nýja blað þó ekki ógna stöðu þess á markaðinum. „Við lítum á þetta blað sem góða og þarfa viðbót. Því verður dreift í 25.000 eintökum á þá staði þar sem fólk er helst á ferðinni, bæði úti á landsbygðinni og á höfuðborgarsvæðinu, og er hugsað til þess að hjálpa fólki að kynnast Íslandi betur," segir hann að lokum. - trs
Fréttir Lífið Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira