Leiðtogar funda á ný um skuldavanda 28. júní 2012 06:45 Forseti Evrópuþingsins, Martin Schulz, og forseti framkvæmdastjórnar ESB, Jose Manuel Barroso, komu til fundar við fréttamenn í Brussel í gær. nordicphotos/afp Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna munu funda í Brussel í dag og á morgun. Leiðtogarnir funda um sama mál og oftast undanfarin ár, skuldavanda álfunnar og mögulegar lausnir á henni. Á fundinum verður rætt um skýrslu sem Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, Mario Draghi seðlabankastjóri Evrópu, Jean-Claud Juncker, yfirmaður evruhópsins og Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, hafa gert. Í henni er lagt til að Evrópusambandið fái endanlegt vald yfir fjárlögum evruríkjanna og að eftirlit með fjármálageiranum verði sameiginlegt. Leiðtogarnir munu skoða ráð til þess að takast á við skuldavanda ríkjanna sjálfra, skuldavanda banka, hjálpa Grikklandi og örva hagvöxt í álfunni. Skuldir einstakra ríkja eru gríðarlegar og lánakostnaður þeirra gæti því fljótt orðið þeim óbærilega mikill. Sem kunnugt er hafa Írar, Portúgalar og Grikkir þegar fengið björgunarlán vegna hárra opinberra skulda og Spánn til þess að bjarga bönkum. Kýpur varð svo í gær fimmta ríkið til þess að fá björgunarlán. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í yfirlýsingu í gær að teymi yrði sent til Kýpur innan skamms til að kanna aðstæður. Ef fleiri ríki þurfa á björgunarlánum að halda, til dæmis Ítalía, gæti það reynst Evrópu erfitt. Ein tillaganna sem hafa verið skoðaðar er útgáfa sérstakra evruskuldabréfa, svo ríkin á evrusvæðinu deili ábyrgðinni á skuldum hinna verst settu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur verið mótfallin þessu og ítrekaði þá skoðun sína í neðri deild þýska þingsins í gær. Þá hefur verið til skoðunar að búa til sérstakan tryggingarsjóð fyrir fjármagnseigendur til þess að koma í veg fyrir að þeir taki peninga sína úr bönkum sem eiga í vanda. Sérfræðingar hafa þó áhyggjur af því að tillögur sem samþykktar verða á fundinum muni einfaldlega ekki duga til. Þær verði ekki nógu fljótvirkar eða nógu róttækar til að takast á við vandann. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna munu funda í Brussel í dag og á morgun. Leiðtogarnir funda um sama mál og oftast undanfarin ár, skuldavanda álfunnar og mögulegar lausnir á henni. Á fundinum verður rætt um skýrslu sem Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, Mario Draghi seðlabankastjóri Evrópu, Jean-Claud Juncker, yfirmaður evruhópsins og Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, hafa gert. Í henni er lagt til að Evrópusambandið fái endanlegt vald yfir fjárlögum evruríkjanna og að eftirlit með fjármálageiranum verði sameiginlegt. Leiðtogarnir munu skoða ráð til þess að takast á við skuldavanda ríkjanna sjálfra, skuldavanda banka, hjálpa Grikklandi og örva hagvöxt í álfunni. Skuldir einstakra ríkja eru gríðarlegar og lánakostnaður þeirra gæti því fljótt orðið þeim óbærilega mikill. Sem kunnugt er hafa Írar, Portúgalar og Grikkir þegar fengið björgunarlán vegna hárra opinberra skulda og Spánn til þess að bjarga bönkum. Kýpur varð svo í gær fimmta ríkið til þess að fá björgunarlán. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í yfirlýsingu í gær að teymi yrði sent til Kýpur innan skamms til að kanna aðstæður. Ef fleiri ríki þurfa á björgunarlánum að halda, til dæmis Ítalía, gæti það reynst Evrópu erfitt. Ein tillaganna sem hafa verið skoðaðar er útgáfa sérstakra evruskuldabréfa, svo ríkin á evrusvæðinu deili ábyrgðinni á skuldum hinna verst settu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur verið mótfallin þessu og ítrekaði þá skoðun sína í neðri deild þýska þingsins í gær. Þá hefur verið til skoðunar að búa til sérstakan tryggingarsjóð fyrir fjármagnseigendur til þess að koma í veg fyrir að þeir taki peninga sína úr bönkum sem eiga í vanda. Sérfræðingar hafa þó áhyggjur af því að tillögur sem samþykktar verða á fundinum muni einfaldlega ekki duga til. Þær verði ekki nógu fljótvirkar eða nógu róttækar til að takast á við vandann. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent