Ólafur breytti engu – en nú þarf að breyta! Jakob S. Jónsson skrifar 21. júní 2012 17:00 Forsetaembættið snýst öðru fremur um hugsjónir – hvaða augum lítum við íslendingar framtíðina, hvernig samfélag viljum við byggja börnum okkar? Ekki dettur mér í hug í því samhengi að halla orði á Ólaf Ragnar Grímsson. Hann var um margra ára skeið “minn” forseti. Mér þótti þær áherslur, sem hann hafði við framkvæmd á embætti forseta um margt ágætar. Og þegar að því kom, hreifst ég líka með, þegar hann hreifst af útrásarvíkingunum og samgladdist þegar þeir fengu fálkaorður. (Við vorum nokkuð mörg, sem vorum hrifnæm á þeim árum.) Svo sló mig hugsun, sem hefur orðið æ ágengari. Ólafur Ragnar hafði sínar áherslur í starfi sem forseti – en hann breytti ekki forsetaembættinu! Allt, sem hann gerði, var að fara að lagabókanna staf. Hvorki meira né minna. En forsetaembættið virðist hafa breytt Ólafi Ragnari. Í kosningabaráttu hans hefur kveðið við tón, sem mér fellur illa. Hann talar um málskotsréttinn eins og eitthvert verkfæri forseta – sem málskotsrétturinn varla er. Hann talar um “utanríkisstefnu forsetaembættisins” í eins konar hálfkæringi til að andmæla fátæklegum málflutningi eins mótframbjóðandans. Þá segir Ólafur Ragnar hiklaust “við Dorrit” eins og Dorrit væri líka í framboði. Mælti einhver með henni í starf á Bessastöðum? Verður hennar nafn á kjörseðlinum? Mér þykir þetta undarleg Kennedysering á forsetaembættinu. Ólafur Ragnar Grímsson tengist útrás og hruni órjúfanlegum böndum. Æskilegt er því að skipta um forseta. Fá á Bessastaði nýtt andlit og nýjan svip – svip, sem horfir til framtíðar og minnir okkur á að við verðum að læra okkar lexíu af útrásinni og hruninu. Það verður nefnilega að breyta forsetaembættinu – en þess er Ólafur Ragnar ekki megnugur. Hans tími er liðinn. Ég sé fyrir mér Herdísi Þorgeirsdóttur á Bessastöðum. Ég tel að hún geti breytt embætti forseta til hins betra og þannig talað til nýrra tíma. Herdís getur talað um mannréttindi, þannig að við finnum, að þau heyra okkur til, í okkar eigin landi. Herdís getur á sannfærandi hátt fullyrt að enginn fjármálajöfur eigi tilkall til okkar auðlinda og geti fótumtroðið okkar rétt sem íslendingar í eigin landi. Herdís getur talað um lýðræði þannig að við finnum öll, að því fylgir ábyrgð, sem okkur sem þjóð ber að axla. Við þurfum þannig forseta. Við þurfum Herdísi Þorgeirsdóttur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Forsetaembættið snýst öðru fremur um hugsjónir – hvaða augum lítum við íslendingar framtíðina, hvernig samfélag viljum við byggja börnum okkar? Ekki dettur mér í hug í því samhengi að halla orði á Ólaf Ragnar Grímsson. Hann var um margra ára skeið “minn” forseti. Mér þótti þær áherslur, sem hann hafði við framkvæmd á embætti forseta um margt ágætar. Og þegar að því kom, hreifst ég líka með, þegar hann hreifst af útrásarvíkingunum og samgladdist þegar þeir fengu fálkaorður. (Við vorum nokkuð mörg, sem vorum hrifnæm á þeim árum.) Svo sló mig hugsun, sem hefur orðið æ ágengari. Ólafur Ragnar hafði sínar áherslur í starfi sem forseti – en hann breytti ekki forsetaembættinu! Allt, sem hann gerði, var að fara að lagabókanna staf. Hvorki meira né minna. En forsetaembættið virðist hafa breytt Ólafi Ragnari. Í kosningabaráttu hans hefur kveðið við tón, sem mér fellur illa. Hann talar um málskotsréttinn eins og eitthvert verkfæri forseta – sem málskotsrétturinn varla er. Hann talar um “utanríkisstefnu forsetaembættisins” í eins konar hálfkæringi til að andmæla fátæklegum málflutningi eins mótframbjóðandans. Þá segir Ólafur Ragnar hiklaust “við Dorrit” eins og Dorrit væri líka í framboði. Mælti einhver með henni í starf á Bessastöðum? Verður hennar nafn á kjörseðlinum? Mér þykir þetta undarleg Kennedysering á forsetaembættinu. Ólafur Ragnar Grímsson tengist útrás og hruni órjúfanlegum böndum. Æskilegt er því að skipta um forseta. Fá á Bessastaði nýtt andlit og nýjan svip – svip, sem horfir til framtíðar og minnir okkur á að við verðum að læra okkar lexíu af útrásinni og hruninu. Það verður nefnilega að breyta forsetaembættinu – en þess er Ólafur Ragnar ekki megnugur. Hans tími er liðinn. Ég sé fyrir mér Herdísi Þorgeirsdóttur á Bessastöðum. Ég tel að hún geti breytt embætti forseta til hins betra og þannig talað til nýrra tíma. Herdís getur talað um mannréttindi, þannig að við finnum, að þau heyra okkur til, í okkar eigin landi. Herdís getur á sannfærandi hátt fullyrt að enginn fjármálajöfur eigi tilkall til okkar auðlinda og geti fótumtroðið okkar rétt sem íslendingar í eigin landi. Herdís getur talað um lýðræði þannig að við finnum öll, að því fylgir ábyrgð, sem okkur sem þjóð ber að axla. Við þurfum þannig forseta. Við þurfum Herdísi Þorgeirsdóttur!
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar