Ólafur breytti engu – en nú þarf að breyta! Jakob S. Jónsson skrifar 21. júní 2012 17:00 Forsetaembættið snýst öðru fremur um hugsjónir – hvaða augum lítum við íslendingar framtíðina, hvernig samfélag viljum við byggja börnum okkar? Ekki dettur mér í hug í því samhengi að halla orði á Ólaf Ragnar Grímsson. Hann var um margra ára skeið “minn” forseti. Mér þótti þær áherslur, sem hann hafði við framkvæmd á embætti forseta um margt ágætar. Og þegar að því kom, hreifst ég líka með, þegar hann hreifst af útrásarvíkingunum og samgladdist þegar þeir fengu fálkaorður. (Við vorum nokkuð mörg, sem vorum hrifnæm á þeim árum.) Svo sló mig hugsun, sem hefur orðið æ ágengari. Ólafur Ragnar hafði sínar áherslur í starfi sem forseti – en hann breytti ekki forsetaembættinu! Allt, sem hann gerði, var að fara að lagabókanna staf. Hvorki meira né minna. En forsetaembættið virðist hafa breytt Ólafi Ragnari. Í kosningabaráttu hans hefur kveðið við tón, sem mér fellur illa. Hann talar um málskotsréttinn eins og eitthvert verkfæri forseta – sem málskotsrétturinn varla er. Hann talar um “utanríkisstefnu forsetaembættisins” í eins konar hálfkæringi til að andmæla fátæklegum málflutningi eins mótframbjóðandans. Þá segir Ólafur Ragnar hiklaust “við Dorrit” eins og Dorrit væri líka í framboði. Mælti einhver með henni í starf á Bessastöðum? Verður hennar nafn á kjörseðlinum? Mér þykir þetta undarleg Kennedysering á forsetaembættinu. Ólafur Ragnar Grímsson tengist útrás og hruni órjúfanlegum böndum. Æskilegt er því að skipta um forseta. Fá á Bessastaði nýtt andlit og nýjan svip – svip, sem horfir til framtíðar og minnir okkur á að við verðum að læra okkar lexíu af útrásinni og hruninu. Það verður nefnilega að breyta forsetaembættinu – en þess er Ólafur Ragnar ekki megnugur. Hans tími er liðinn. Ég sé fyrir mér Herdísi Þorgeirsdóttur á Bessastöðum. Ég tel að hún geti breytt embætti forseta til hins betra og þannig talað til nýrra tíma. Herdís getur talað um mannréttindi, þannig að við finnum, að þau heyra okkur til, í okkar eigin landi. Herdís getur á sannfærandi hátt fullyrt að enginn fjármálajöfur eigi tilkall til okkar auðlinda og geti fótumtroðið okkar rétt sem íslendingar í eigin landi. Herdís getur talað um lýðræði þannig að við finnum öll, að því fylgir ábyrgð, sem okkur sem þjóð ber að axla. Við þurfum þannig forseta. Við þurfum Herdísi Þorgeirsdóttur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Sjá meira
Forsetaembættið snýst öðru fremur um hugsjónir – hvaða augum lítum við íslendingar framtíðina, hvernig samfélag viljum við byggja börnum okkar? Ekki dettur mér í hug í því samhengi að halla orði á Ólaf Ragnar Grímsson. Hann var um margra ára skeið “minn” forseti. Mér þótti þær áherslur, sem hann hafði við framkvæmd á embætti forseta um margt ágætar. Og þegar að því kom, hreifst ég líka með, þegar hann hreifst af útrásarvíkingunum og samgladdist þegar þeir fengu fálkaorður. (Við vorum nokkuð mörg, sem vorum hrifnæm á þeim árum.) Svo sló mig hugsun, sem hefur orðið æ ágengari. Ólafur Ragnar hafði sínar áherslur í starfi sem forseti – en hann breytti ekki forsetaembættinu! Allt, sem hann gerði, var að fara að lagabókanna staf. Hvorki meira né minna. En forsetaembættið virðist hafa breytt Ólafi Ragnari. Í kosningabaráttu hans hefur kveðið við tón, sem mér fellur illa. Hann talar um málskotsréttinn eins og eitthvert verkfæri forseta – sem málskotsrétturinn varla er. Hann talar um “utanríkisstefnu forsetaembættisins” í eins konar hálfkæringi til að andmæla fátæklegum málflutningi eins mótframbjóðandans. Þá segir Ólafur Ragnar hiklaust “við Dorrit” eins og Dorrit væri líka í framboði. Mælti einhver með henni í starf á Bessastöðum? Verður hennar nafn á kjörseðlinum? Mér þykir þetta undarleg Kennedysering á forsetaembættinu. Ólafur Ragnar Grímsson tengist útrás og hruni órjúfanlegum böndum. Æskilegt er því að skipta um forseta. Fá á Bessastaði nýtt andlit og nýjan svip – svip, sem horfir til framtíðar og minnir okkur á að við verðum að læra okkar lexíu af útrásinni og hruninu. Það verður nefnilega að breyta forsetaembættinu – en þess er Ólafur Ragnar ekki megnugur. Hans tími er liðinn. Ég sé fyrir mér Herdísi Þorgeirsdóttur á Bessastöðum. Ég tel að hún geti breytt embætti forseta til hins betra og þannig talað til nýrra tíma. Herdís getur talað um mannréttindi, þannig að við finnum, að þau heyra okkur til, í okkar eigin landi. Herdís getur á sannfærandi hátt fullyrt að enginn fjármálajöfur eigi tilkall til okkar auðlinda og geti fótumtroðið okkar rétt sem íslendingar í eigin landi. Herdís getur talað um lýðræði þannig að við finnum öll, að því fylgir ábyrgð, sem okkur sem þjóð ber að axla. Við þurfum þannig forseta. Við þurfum Herdísi Þorgeirsdóttur!
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun