Nú vitið þið að ég er enginn jólasveinn 19. júní 2012 06:00 Hannes segir mikilvægt að Íslendingar kjósi þá persónu sem þeir vilji sjá á Bessastöðum næstu fjögur árin. Fréttablaðið/stefán Hannes Bjarnason kom óþekktur inn í baráttuna um forsetaembættið. Hann segir þá reynslu undarlega enda hafi margir haldið að hann væri einhver jólasveinn. Það álit hafi þó snarbreyst eftir að hann fór að kynna sig. Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi heimsótti Landspítalann á dögunum og kynnti framboð sitt til forsetaembættisins. Hannes segir persónu forsetans skipta jafn miklu máli og málefnin. Íslendingar eigi að kjósa þann frambjóðanda sem það vill sjá í forsetastóli næstu fjögur árin. „Þetta eru fyrstu kosningarnar eftir hrun og hingað til hafa kosningarnar aðallega snúist um það hvort eigi að halda Ólafi eða ekki. Það er fáránleg umræða í sjálfu sér. Það er enginn að tala um það hvernig forseta hann vill." Hannes sagði mörgum hafa í fyrstu fundist framboðið fáránleg hugmynd, aðra hafa spurt sig um tilgang framboðsins, og hvort hann hafi hugsað sér að „koma hingað á hvítum hesti og ætla að bjarga Íslandi". En það er þráin að láta gott af sér leiða sem fékk Hannes til að snúa aftur til landsins. „Ég býð mig til embættis forseta Íslands af því að síðan fyrir hrun hef ég fylgst vel með þjóðfélagsumræðunni á Íslandi. Eftir hrun varð ég alveg viðþolslaus og fannst ég verða að gera eitthvað jákvætt fyrir Ísland. Ég hef mikla trú á Íslandi. Með bakgrunn í þessu, ákvað ég að bjóða mig fram. Ég veit ósköp vel að hverju ég geng, en ég hef alltaf trúað því að ef ég myndi ná að hreyfa við fólki þá ætti ég kannski möguleika." Hannes sagði marga hafa haft neikvætt álit á framboði sínu til að byrja með en það álit hafi breyst. „Þetta hefur verið svolítið undarleg upplifun. Þegar fólk uppgötvar allt í einu að þessi maður er ekkert ruglaður og að kannski sé hann enginn jólasveinn eftir allt. Núna eruð þið búin að sjá mig og vitið að ég er bara ósköp venjulegur maður." Hannes lagði áherslu á að menn þyrftu ekki að vera þekktir í íslensku samfélagi til að vinna gott starf fyrir landið. „Ég vil ekki þannig samfélag að þeir sem vilja vinna í þágu þjóðarinnar þurfi að vera þekktir í sjónvarpi og útvarpi eða skrifa í blöðin endalaust. Ég vil ekki búa börnunum mínum þannig samfélag." katrin@frettabladid.is Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Fleiri fréttir Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Sjá meira
Hannes Bjarnason kom óþekktur inn í baráttuna um forsetaembættið. Hann segir þá reynslu undarlega enda hafi margir haldið að hann væri einhver jólasveinn. Það álit hafi þó snarbreyst eftir að hann fór að kynna sig. Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi heimsótti Landspítalann á dögunum og kynnti framboð sitt til forsetaembættisins. Hannes segir persónu forsetans skipta jafn miklu máli og málefnin. Íslendingar eigi að kjósa þann frambjóðanda sem það vill sjá í forsetastóli næstu fjögur árin. „Þetta eru fyrstu kosningarnar eftir hrun og hingað til hafa kosningarnar aðallega snúist um það hvort eigi að halda Ólafi eða ekki. Það er fáránleg umræða í sjálfu sér. Það er enginn að tala um það hvernig forseta hann vill." Hannes sagði mörgum hafa í fyrstu fundist framboðið fáránleg hugmynd, aðra hafa spurt sig um tilgang framboðsins, og hvort hann hafi hugsað sér að „koma hingað á hvítum hesti og ætla að bjarga Íslandi". En það er þráin að láta gott af sér leiða sem fékk Hannes til að snúa aftur til landsins. „Ég býð mig til embættis forseta Íslands af því að síðan fyrir hrun hef ég fylgst vel með þjóðfélagsumræðunni á Íslandi. Eftir hrun varð ég alveg viðþolslaus og fannst ég verða að gera eitthvað jákvætt fyrir Ísland. Ég hef mikla trú á Íslandi. Með bakgrunn í þessu, ákvað ég að bjóða mig fram. Ég veit ósköp vel að hverju ég geng, en ég hef alltaf trúað því að ef ég myndi ná að hreyfa við fólki þá ætti ég kannski möguleika." Hannes sagði marga hafa haft neikvætt álit á framboði sínu til að byrja með en það álit hafi breyst. „Þetta hefur verið svolítið undarleg upplifun. Þegar fólk uppgötvar allt í einu að þessi maður er ekkert ruglaður og að kannski sé hann enginn jólasveinn eftir allt. Núna eruð þið búin að sjá mig og vitið að ég er bara ósköp venjulegur maður." Hannes lagði áherslu á að menn þyrftu ekki að vera þekktir í íslensku samfélagi til að vinna gott starf fyrir landið. „Ég vil ekki þannig samfélag að þeir sem vilja vinna í þágu þjóðarinnar þurfi að vera þekktir í sjónvarpi og útvarpi eða skrifa í blöðin endalaust. Ég vil ekki búa börnunum mínum þannig samfélag." katrin@frettabladid.is
Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Fleiri fréttir Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Sjá meira