Var ekki í myndinni að fara á ÓL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júní 2012 08:00 Eva Hannesardóttir verður í fyrstu íslensku boðsundsveitinni sem keppir á Ólympíuleikum. fréttablaðið/anton Eva Hannesdóttir, 24 ára sundkona úr KR, verður einn fulltrúa Íslands á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Þetta fékk hún staðfest þegar FINA, Alþjóðasundsambandið, sendi íslenska sundsambandinu boð um að senda boðsundsveit í 4x100m fjórsundi kvenna á leikana. Óhætt er að segja að atburðarásin hafi verið hröð hjá Evu sem byrjaði fyrst að hugsa um Ólympíuleikana fyrir mánuði. „Langflesta íþróttamenn dreymir um að keppa á Ólympíuleikum og ég er ekki undanskilin," sagði Eva við Fréttablaðið í gær. „En ég er búin að vera í skóla í Bandaríkjunum síðan 2008 og hafði ekki keppt í sundmóti hér á landi í þrjú ár þegar ég kom hingað í apríl." Missti áhugann á sundinuEva hefur verið að keppa í háskólasundinu í Bandaríkjunum undanfarin fjögur ár og því ekkert gefið eftir í íþróttinni. En hún var orðin leið á sundinu þegar hún fór út á sínum tíma. „Ég vildi athuga hvort ég hafði enn áhuga á íþróttinni. Ég komst fljótt að því að svo væri og breyttist mikið við það að komast í nýtt umhverfi, fá nýjan þjálfara og kynnast nýju fólki. Á þessum tíma var ég bara með hugann við það sem ég var að gera úti og kom lítið heim til að keppa. Ólympíuleikar voru aldrei inni í myndinni fyrr en fyrir um mánuði," segir Eva en góður árangur á Íslandsmeistaramótinu í apríl og svo EM í Debrecen í maí hefur fleytt henni þessa leið. Hún vann sér sess í boðsundssveitinni með því að ná bestum tíma í 100m skriðsundi á EM en alls tóku fjórar íslenskar sundkonur þátt í greininni. „Ég er nú að uppskera eftir allt það sem á hefur gengið hjá mér síðustu fjögur ár og er ég í skýjunum yfir því að fá að upplifa Ólympíuleika. Ég er ekki alveg búin að fatta þetta allt saman," segir hún. Eva hefur einnig náð svokölluðu OST-lágmarki í 100 m skriðsundi (gamla B-lágmarkið) en FINA mun tilkynna í júlí hvaða OST-sundmenn fái boð um að keppa á Ólympíuleikunum. „En mér sýnist eins og málin standa nú að ég muni aðeins keppa í boðsundinu," segir Eva. Fengu þriggja daga undirbúningÍsland hefur aldrei áður átt boðsundsveit á Ólympíuleikum enda fáar útvaldar sem fá að keppa. Fyrir þessa leika var ákveðið að tólf bestu sveitirnar á HM í fyrra fengju boð og svo fjórar sveitir til viðbótar. Ísland fékk boð fyrir góðan árangur á EM í Debrecen, þar sem liðið var hársbreidd frá verðlaunum í greininni. Eva segir að íslensku keppendurnir hafi ekki byrjað að hugsa um boðsundið af fullri alvöru fyrr en þremur dögum áður en keppt var í greininni. Þá var EM þegar hafið í Ungverjalandi. „Jacky [Pellerin landsliðsþjálfari] var búinn að leggja þetta saman og sjá það út að þetta var raunhæfur möguleiki. Hann sagði að við þyrftum að synda á um 4:06 mínútum og náðum við því í úrslitunum. Við þurftum svo að bíða í nokkra daga eftir staðfestingunni frá FINA en það var góð tilfinning að sjá tímann á töflunni." Margir félagar Evu í sundlandsliðinu eru nú að keppa í Mare Nostrum-mótaröðinni í Frakklandi og Spáni en sjálf er hún hér á landi. Hún neitar því ekki að það hefði verið spennandi að keppa úti til að gera aðra atlögu að aðallágmarkinu í 100m skriðsundi. „Staðreyndin var bara sú að ég átti ekki pening fyrir þessari ferð, eins leiðinlegt og það er. En ég er samt ánægð með að vera komin heim og geta byrjað að búa mig undir leikana í sumar." Sund Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira
Eva Hannesdóttir, 24 ára sundkona úr KR, verður einn fulltrúa Íslands á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Þetta fékk hún staðfest þegar FINA, Alþjóðasundsambandið, sendi íslenska sundsambandinu boð um að senda boðsundsveit í 4x100m fjórsundi kvenna á leikana. Óhætt er að segja að atburðarásin hafi verið hröð hjá Evu sem byrjaði fyrst að hugsa um Ólympíuleikana fyrir mánuði. „Langflesta íþróttamenn dreymir um að keppa á Ólympíuleikum og ég er ekki undanskilin," sagði Eva við Fréttablaðið í gær. „En ég er búin að vera í skóla í Bandaríkjunum síðan 2008 og hafði ekki keppt í sundmóti hér á landi í þrjú ár þegar ég kom hingað í apríl." Missti áhugann á sundinuEva hefur verið að keppa í háskólasundinu í Bandaríkjunum undanfarin fjögur ár og því ekkert gefið eftir í íþróttinni. En hún var orðin leið á sundinu þegar hún fór út á sínum tíma. „Ég vildi athuga hvort ég hafði enn áhuga á íþróttinni. Ég komst fljótt að því að svo væri og breyttist mikið við það að komast í nýtt umhverfi, fá nýjan þjálfara og kynnast nýju fólki. Á þessum tíma var ég bara með hugann við það sem ég var að gera úti og kom lítið heim til að keppa. Ólympíuleikar voru aldrei inni í myndinni fyrr en fyrir um mánuði," segir Eva en góður árangur á Íslandsmeistaramótinu í apríl og svo EM í Debrecen í maí hefur fleytt henni þessa leið. Hún vann sér sess í boðsundssveitinni með því að ná bestum tíma í 100m skriðsundi á EM en alls tóku fjórar íslenskar sundkonur þátt í greininni. „Ég er nú að uppskera eftir allt það sem á hefur gengið hjá mér síðustu fjögur ár og er ég í skýjunum yfir því að fá að upplifa Ólympíuleika. Ég er ekki alveg búin að fatta þetta allt saman," segir hún. Eva hefur einnig náð svokölluðu OST-lágmarki í 100 m skriðsundi (gamla B-lágmarkið) en FINA mun tilkynna í júlí hvaða OST-sundmenn fái boð um að keppa á Ólympíuleikunum. „En mér sýnist eins og málin standa nú að ég muni aðeins keppa í boðsundinu," segir Eva. Fengu þriggja daga undirbúningÍsland hefur aldrei áður átt boðsundsveit á Ólympíuleikum enda fáar útvaldar sem fá að keppa. Fyrir þessa leika var ákveðið að tólf bestu sveitirnar á HM í fyrra fengju boð og svo fjórar sveitir til viðbótar. Ísland fékk boð fyrir góðan árangur á EM í Debrecen, þar sem liðið var hársbreidd frá verðlaunum í greininni. Eva segir að íslensku keppendurnir hafi ekki byrjað að hugsa um boðsundið af fullri alvöru fyrr en þremur dögum áður en keppt var í greininni. Þá var EM þegar hafið í Ungverjalandi. „Jacky [Pellerin landsliðsþjálfari] var búinn að leggja þetta saman og sjá það út að þetta var raunhæfur möguleiki. Hann sagði að við þyrftum að synda á um 4:06 mínútum og náðum við því í úrslitunum. Við þurftum svo að bíða í nokkra daga eftir staðfestingunni frá FINA en það var góð tilfinning að sjá tímann á töflunni." Margir félagar Evu í sundlandsliðinu eru nú að keppa í Mare Nostrum-mótaröðinni í Frakklandi og Spáni en sjálf er hún hér á landi. Hún neitar því ekki að það hefði verið spennandi að keppa úti til að gera aðra atlögu að aðallágmarkinu í 100m skriðsundi. „Staðreyndin var bara sú að ég átti ekki pening fyrir þessari ferð, eins leiðinlegt og það er. En ég er samt ánægð með að vera komin heim og geta byrjað að búa mig undir leikana í sumar."
Sund Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira